Saga - 2014, Blaðsíða 160
158
gögn þó ekki traustari að öllu jöfnu en minni fólks? „Minnið er svik-
ull förunautur ef menn ætla að skrifa um fortíðina,“ sagði Össur
Skarphéðinsson þegar hann hampaði dagbókum sínum.24
Undanfarna áratugi hafa minnisfræði (e. memory studies) vaxið
mjög að umfangi á sviði hug- og félagsvísinda, ekki síst innan
sagnfræðinnar. Svo langt hefur verið gengið að segja minni lykil-
hugtak fagsins um okkar daga.25 Meðal annars er rýnt í það hvernig
fólk man, hvers vegna það gleymir sumu og breytir öðru í tímans
rás.26 „Minningar eru það sem maður vill muna,“ sagði Vigdís
Grímsdóttir rithöfundur.27 Jónína Leósdóttir tekur ekki undir það
berum orðum en viðurkennir hvað minnið getur verið brigðult.
Einkum er eftirtektarvert að hún kveðst ekki muna vel atburði sem
voru þó svo afdrifaríkir eða merkir að manni finnst að þeir hefðu átt
að festast henni rækilega í huga. Fyrir alþingiskosningar árið 1983
ákvað Jónína að bjóða sig fram fyrir Bandalag jafnaðarmanna þótt
hún hefði engan áhuga á stjórnmálum og væri auk þess skráð í
Sjálfstæðisflokkinn (þetta tvennt getur alveg farið saman). Ekki man
Jónína samt hvernig hún rökstuddi þetta stóra skref fyrir sjálfri sér
og öðrum, og segir í bók sinni „hálfskammarlegt að svo dramatísk
ákvörðun skuli hulin móðu“.28 Fleiri dæmi nefnir Jónína um fallvalt
minnið. Þannig segist hún hreinlega ekki muna fyrir víst hvort hún
hafi verið við setningu Alþingis vorið 2009.29 Var það þó merkur
viðburður, skömmu eftir að ljóst var að Jóhanna Sigurðardóttir yrði
áfram forsætisráðherra, og þegar bókin kom út voru einungis fjög-
ur ár liðin frá honum.
Steingrímur J. Sigfússon er vissari í sinni sök. Þegar saga hans
birtist kvaðst hann hafa viljað segja hana vegna þess, meðal annars,
að atburðirnir væru honum enn í fersku minni.30 Einu sinni örlar þó
á því að Steingrímur viðurkenni brigðulleika minnisins. „Mig minn-
guðni th. jóhannesson
24 „Pólitísk bersögli með húmorísku ívafi“, Reykjavík 14. desember 2013 (viðtal
Hrafns Jökulssonar við Össur Skarphéðinsson).
25 Kerwin Lee Klein, From History to Theory (Berkeley: University of California
Press 2011), bls. 114.
26 Gott yfirlit má finna í Memory and History: Understanding Memory as Source and
Subject. Ritstj. Joan Tumblety (London: Routledge 2013).
27 Pétur Blöndal, Sköpunarsögur (Reykjavík: Mál og menning 2007), bls. 96.
28 Jónína Leósdóttir, Við Jóhanna, bls. 17−18.
29 Sama heimild, bls. 166−167. Sjá einnig bls. 44.
30 „Steingrímur J. með bók um hrunið“, Vísir 17. október 2013, http://www.visir.
is/steingrimur-j.-med-bok-um-hrunid/article/2013710179943.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 158