Saga - 2014, Blaðsíða 131
129
og sköpunarverki hans til dýrðar. Menn gætu ekki áunnið sér náð
fyrir augliti guðs með því að afsala sér eignum eða gefa ölmusu —
slík „góðverk“ dygðu ekki til að öðlast náð guðs og sáluhjálp. En
náungakærleik og ölmusugjafir skyldu menn stunda af guðsótta og
elsku til guðs. Lúther kenndi jafnframt að að svo miklu leyti sem
framfærsla fátækra byggðist áfram á fríviljugum ölmusugjöfum
héldist hún í verkahring kirkjunnar.44 Sjálfur vann hann reyndar
að því með bæjarráðunum í Wittemberg og Leisning árin 1520–
1523 að koma þar á skipulegri og skyldubundinni fátækrafram-
færslu.45
Hin almenna þróun, sem setti svip á skipan fátækraframfærslu
undir lok miðalda, birtist ljóslega í dansk-norska ríkinu. Í stjórnar-
tíð Kristjáns II. (1513–1523) var þess freistað að koma betri skipan á
ölmusukerfið og leggja hugtökin verðugur/óverðugur til grund-
vallar fátækrahjálp. Þessari viðleitni var fylgt eftir í ritum hins
umbótasinnaða biskups, Pouls Helgesen, og í tillögum lærisveina
hans, hinna svonefndu evangelísku prédikara eins og Peders Laurent -
sen, sem vildi láta stofna spítala í hverjum bæ og „ölmusukistu“ þar
sem öllum framlögum til fátæklinga bæjarins yrði safnað saman;
þessu átti að fylgja bann við betli. Þessar umbótatillögur rötuðu von
bráðar inn í kirkjuskipan Kristjáns III.46
Vilborg rekur í doktorsritgerð sinni hvernig upphafleg áform
siðaskiptamanna um stofnun fjögurra spítala á Íslandi fóru út um
þúfur. Af hálfu konungsvaldsins var í staðinn vísað til hinnar
íslensku manneldishefðar sem halda bæri í.47 Viðlíka hefðarhyggja
réð ferðinni hjá siðbreytingarmönnum í Danmörku og Noregi, í
þeim skilningi að í bæjum þar sem fátækrastofnanir (da. Helligånds -
huse) og -spítalar (da. Skt. Jørgensgårde) höfðu verið starfræktir af
betlimunkareglum og jafnvel einkaaðilum leitaðist konungsvaldið
við að tryggja áfram starfsemi þeirra. Til þess voru nýttar þær eignir
sem gerðar höfðu verið upptækar og sumum þeirra voru lagðar
siðaskiptin og fátækraframfærsla
44 Martin Schwarz Lausten, Reformationen i Danmark (Kaupmannahöfn: Akadem -
isk forlag 1987), bls. 188–189.
45 Martin Schwarz Lausten, Biskop Peder Palladius og kirken (1537–1560). Studier i
dansk reformationskirke 2 ([Kaupmannahöfn]: Akademisk Forlag 1987), bls.
175.
46 Sama heimild, bls. 176; sjá enn fremur DI X, nr. 95, bls. 226, 227 og 235.
47 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi, bls. 306. Hér vísar höfund-
ur til svonefndra Bessastaðapósta frá 1555.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 129