Saga - 2014, Blaðsíða 187
185
kaflanum fer meira fyrir nýmælum um einstök efnisatriði. Það hefði þó
verið mjög gagnlegt fyrir lesendur þar sem uppbygging bókarinnar ýtir
undir aðgreiningu einstakra niðurstaðna fremur en samtengingu þeirra og
heildartúlkun.
Sannsögur og samtímafrásagnir
Samspil samtímafrásagna, þjóðsagna og örnefna er aðallega rætt í köflun-
um „Atburðarás Tyrkjaránsins“ (III) og „Menningarminni“ (VI). Drjúgum
hluta er varið í að rekja atburðasögu Tyrkjaránsins, þótt höfundur taki jafn-
framt fram að atburðasagan sé „engan veginn meginviðfangsefni þessarar
ritgerðar“ (bls. 119). Fyrst er fjallað um ránið á Reykjanesi, þar næst á Aust -
fjörðum og að lokum í Vestmannaeyjum. Stundum er lagt mat á og teflt
saman mismunandi heimildum, eldri frásögnum og þjóðsögum. Í öðrum
hlutum er leitast við að rekja samfellda frásögn. Mest ber á gagnrýnni heim-
ildaumræðu í kaflanum um Vestmannaeyjar. Uppbygging og efnistök í ann-
ars sambærilegum köflum eru því nokkuð misjöfn.
Um heimildarýni rannsóknarinnar segir höfundur að hún skuli í „heiðri
höfð eftir megni og þörfum, einkum þar sem um heimildir er að ræða sem
ekki hafa verið nýttar áður“ (bls. 25) og einnig að fjallað verði um texta-
tengsl frásagnanna (bls. 121, 367, 463 og víðar) og samanburð afskrifta þar
sem efnið krefjist þess (bls. 17). Stofn frásagnarinnar af Tyrkjaráninu bygg-
ist allur á nokkrum frásögnum sem upphaflega voru ritaðar skömmu eftir
ránið árið 1627 en hafa einungis varðveist í 18. og 19. aldar handritum.
Þessar frásagnir nefnir höfundur oft „sannsögur“ ránsins til mótvægis við
þjóðsögurnar (sjá m.a. bls. 128, 154–158, 187–188 og 359). Þar er aðallega um
að ræða frásögn Kláusar Eyjólfssonar lögsagnara, reisubók séra Ólafs Egils -
sonar og frásögn skólapilta úr Skálholti, allar upphaflega skrifaðar skömmu
eftir ránið. Auk þess nýtir hann söguritun Björns á Skarðsá sem upphaflega
var skráð nokkrum árum síðar og byggð að miklu leyti á þessum frásagn-
arheimildum (m.a. bls. 16–17).
Andstætt við þjóðsögur og örnefnafrásagnir, sem aðallega hafa varð -
veist frá 19. öld og til samtímans, er lítil umræða um heimildagildi þessara
„sannsagna“ í tengslum við hvernig efnisatriði þeirra eru nýtt í bókinni. Oft
fær lesandi þó þá tilfinningu að þær jaðri við að vera skoðaðar sem hreint
samtímaefni sem speglað er við þjóðsagnaarfinn. Þetta er algengt sjónarhorn
í kaflanum um atburðarás ránsins sem greint er frá á rúmum 70 síðum.
Í byrjun kaflans um atburðarás ránsins segir þó lauslega frá því að þess-
ar helstu heimildir séu varðveittar í mörgum handritum, en þó engri frá 17.
öld (bls. 119–120). En þar eru litlar tilvísanir til þeirra, og þær fáu sem eru,
eru tilviljanakenndar. Það vantar upplýsingar um handritin, vísanir til
þeirra eða hvar sé að finna umfjöllun um þau annars staðar. Lista yfir hand-
ritin og gerðir þeirra væri ærin ástæða til að hafa í doktorsritinu miðað við að
andmæli
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 185