Saga - 2014, Blaðsíða 196
194
en á þeirri tuttugustu. Höfundur segir víða, þegar fjallað er um þjóðsög-
urnar og örnefnasögurnar, að þær segi meira um sinn eigin samtíma en um
17. öldina. Hvaða kraftar eru það þá sem eru sterkastir í viðhaldi minning-
anna á hverjum tíma? Í rannsókn sem tekur yfir 400 ár er viðbúið að t.d.
hugmyndir um trú og þjóðerni séu mismunandi eftir öldum, en það eru þeir
skýringaþættir sem höfundur hefur einkum nefnt í samhengi við viðhald
minningarinnar. Tyrkjaóttinn er líka víða nefndur í eldri og yngri frásögn-
um. Til eru frásagnir frá 19. og 20. öld, þar sem enn ber á Tyrkjaótta, t.d. í
endurminningum Matthíasar Jochumssonar (f. 1835) og Theodórs Friðriks -
sonar (f. 1876).14 Hvernig er hægt að skýra þennan ótta? Á hann rætur að
rekja til 17. aldarinnar eða eru á honum aðrar skýringar?
Höfundur sýnir nokkuð vel fram á að þeir sem skrifuðu upphaflegu
Tyrkjaránsfrásagnirnar og þeir sem létu gera altaristöfluna sem er í kirkjunni
á Krossi í Landeyjum voru uppteknir af trúnni og þeirri ógn sem Tyrkir voru
álitnir vera fyrir sannkristið fólk (t.d. bls. 435–436). En þjóðsögurnar á 19. öld
einkennast meira af hetjusögum en trúarlegum vísunum (bls. 142–151, 187).
Einnig má e.t.v. segja að einhverjar sannsagnanna í 18. og 19. aldar afskrift-
um séu líka vísbendingar um hetjuskap. Jón Þorkelsson sem gaf út Tyrkja -
ránsfrásagnir árið 1906 kvartar þar yfir trúarlegum innskotum í sumum
handritum af reisubók séra Ólafs Egilssonar.15 Hvað er það sem viðheldur
minningunni um Tyrkjaránið á 20. öld? Kennslubækurnar hafa verið nefnd-
ar til sögunnar og eru tengdar við stjórnvöld (m.a. bls. 87–89). En það kem-
ur fleira til sem kannski tengist staðminningunni, eins og höfundur telur að
hafi verið sérstaklega sterk á Austfjörðum og í Vestmanna eyjum (m.a. bls.
398–400). Það vekur upp tengingar við þá meðvituðu ferðamannasagnfræði
og tilhneigingu til að skilgreina sérstöðu svæða víða um land til að efla
menningartengda ferðaþjónustu. Viðhald sameiginlegu minningarinnar er
því að hluta til orðin að atvinnuvegi. Menningartengd ferðaþjónusta er e.t.v.
farin að verða Tyrkjaóttanum yfirsterkari. Það hefði verið áhugavert að fá
meiri umræðu um þessar fjórar aldir í samhengi og fyrir tilstilli hverra minn-
ingunni hefur verið viðhaldið á hverjum tíma, því að augljóslega hefur
Tyrkjaránið verið mönnum ofarlega í huga um langan tíma.
Að lokum
Margt fleira áhugavert væri vert að taka til umræðu af þeim mikla brunni
sem doktorsritgerð Þorsteins Helgasonar um Tyrkjaránið er. Rannsóknin er
í senn metnaðarfullt, óvenjulegt og margþætt doktorsrit. Höfundur hefur
andmæli
14 Matthías Jochumsson, Sögukaflar af sjálfum mér. 2. útg. Árni Kristjánsson sá um
útg. (Reykjavík: Ísafold 1959), bls. 49; Theódór Friðriksson, Hákarlalegur og
hákarlamenn (Reykjavík: Menningarsjóður 1933), bls. 128.
15 Tyrkjaránið á Íslandi 1627, bls. 90.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 194