Saga - 2014, Blaðsíða 45
43
sem hafa viðhaldist löngu eftir að eiginlegu nýlendutímabili lauk.
Frum kvöðlar eftirlendufræðanna komu úr ýmsum áttum en eiga þó
flestir sameiginlegt að afleiðingar nýlendustefnunnar brunnu á
þeirra eigin skinni; áhugi þeirra var því bæði pólitískur og fræðileg-
ur. Þannig lýsir fransk-martiníski geðlæknirinn Frantz Fanon því
yfir í bók sinni Peau noir, masques blancs (Svört húð, hvítar grímur),
sem kom út árið 1952, að markmið sitt sé að „frelsa litað fólk frá því
sjálfu“ — þ.e. með því að afhjúpa hina duldu kynþáttakúgun sem
fólst í orðræðu nýlendustefnunnar vildi hann losa fólk af afrískum
uppruna undan þeirri sjálfskúgun sem hann taldi það hafa alist upp
við frá blautu barnsbeini.3 Eins bendir bandarísk-palestínski bók-
menntafræðingurinn Edward Said á það í brautryðjendaverkinu
Orientalism að „sambandið á milli Vesturlanda og Austurlanda sé
samband valds og yfirráða“.4 Það er augljóst markmið bókarinnar
að afhjúpa hvernig slíkt valdasamband hefur mótað rannsóknir jafn-
vel virtustu fræðimanna í Austurlandafræðum (e. Oriental studies),
um leið og þessar rannsóknir hafi átt stóran þátt í að viðhalda for-
dómum og hugmyndum um yfirburði Vesturlanda þegar þeir líta
til þeirra landa sem hafa kallast einu nafni Austurlönd.
Ýmsir íslenskir fræðimenn, einkum bókmennta- og mannfræð -
ingar, hafa beitt þessum kenningum í rannsóknum sínum á sögu
íslenskrar menningar og sambands Íslands og Danmerkur.5 Ekki
hefur þó verið rætt skipulega í þessum rannsóknum um stöðu Ís -
var ísland nýlenda?
3 Á frummálinu hljóðar þetta svo: „Nous ne tendons à rien de moins qu’à
libérer l’homme de couleur de lui-même“. Frantz Fanon, Peau noir, masques
blancs (París: Seuil 1952), bls. 26; sbr. Homi Bhabha, The Location of Culture
(London: Routledge 1994), bls. 40–65.
4 Edward Said, Orientalism 3. útg. (London: Penguin 2003 [1978]), bls. 5.
5 Sem dæmi má nefna eftirfarandi greinar og rit: Aldís Sigurðardóttir, „Dansk -
erne og det islandske sprog — den norrøne tradition i Danmark i et postko-
lonialt perspektiv“, Sprogforum 29 (2004), bls. 17–22; Kristján Jóhann Jónsson,
Heimsborgari og þjóðskáld. Um þversagnakennt hlutverk Gríms Thomsens í íslenskri
menningu (Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2012); Jón Yngvi
Jóhannsson, „„Jøklens Storm svalede den kulturtrætte Danmarks Pande“: um
fyrstu viðtökur dansk-íslenskra bókmennta í Danmörku“, Skírnir 175 (vor 2001),
bls. 33–66, og „Af reiðum Íslendingum. Deilur um Nýlendusýninguna 1905“,
Þjóðerni í þúsund ár? Ritstj. Jón Yngvi Jóhannsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé
og Sverrir Jakobsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2003), bls. 135–150; Kristín
Loftsdóttir, „Colonialism at the Margins: Politics of Difference in Europe as seen
Through two Icelandic Crises“, Identities: Global Studies in Culture and Power 19
(2012), bls. 597–615.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 43