Saga - 2014, Blaðsíða 249
Um hryggjarstykkið sjálft, Hákonar sögu Hákonarsonar, er skynsamlega
búið eftir því sem ég fæ best séð. Hún er varðveitt heil, eða mjög nærri því,
í fimm skinnbókarhandritum frá miðöldum sem sjálfstætt gildi hafa: Flat -
eyjarbók, Stokkhólmsbók (Stockh. perg. fol. nr. 8), Skálholtsbók yngstu, Eirspennli
og Fríssbók. Gerð hennar í Gullskinnu, sem brann í Kaupmanna höfn utan eitt
blað, er að auki varðveitt í tveimur yngri pappírshandritum. Þá er og einnig
varðveitt yngri pappírsuppskrift úr Stokkhólmsbók, sem gerð var þegar
skinnbókin var heilli en hún er nú. Á það ber að líta að allar skinnbækurnar
fimm liggja þegar fyrir í strangfræðilegum handritaútgáfum, þar af fjórar
þeirra í afar vönduðum útgáfum sem enn standa fyllilega fyrir sínu: Flat -
eyjar bók af hendi Carls Richards Unger og Guðbrands, Skálholtsbók yngsta af
hendi Alberts Kjær, Eirspennill af hendi Finns Jónssonar og Fríssbók af hendi
Ungers. Um Stokkhólmsbók má styðjast við útgáfu Marinu Mundt, með
hliðsjón af leiðréttingarhefti James B. Knirk.
Eins og Þorleifur bendir á í formála standa útgefendur fræðilegrar texta-
útgáfu sögunnar „frammi fyrir miklum vanda“ (2.b.: lix): Ljóst er að sagan er
stytt í Fríssbók, Eirspennli og Stokkhólmsbók miðað við Skálholtsbók yngstu, og
sömuleiðis í Flateyjarbók þótt í minna mæli sé og einkum undir lokin. Í elstu
lesútgáfum sögunnar, konungasagnaútgáfu Birgis Thorlacius og Eriks
Christians Werlauff, sem út kom í Kaupmannahöfn 1818, og 9. og 10. bindi
Fornmanna sagna, er Fríssbókartexti lagður til grundvallar. Í kanónískri les-
útgáfu síðari ára meðal fræðimanna, í fyrrnefndu 2. bindi Icelandic Sagas
Guðbrands, er hins vegar stuðst við Skálholtsbókartexta svo langt sem hann
nær en Stokkhólmsbókartexta þar sem á vantar. Á Íslandi hefur Hákonar
saga einungis tvisvar verið gefin út fyrr, fyrst í lesútgáfu Sigurðar Nordal á
Flateyjarbók 1945, sem byggist nær alfarið á Guðbrandi og Unger, og í les -
útgáfu Guðna Jónssonar 1957, sem aftur byggist alfarið á Sigurði. Tor Ulset,
sem mest hefur rannsakað handrit sögunnar og gerðir hin síðari ár vegna
væntanlegrar fræðilegrar útgáfu í Ósló, er þeirrar skoðunar að lengri gerðir
sögunnar standi að ýmsu leyti nær frumtexta hennar en styttri gerðirnar,
þótt þær síðarnefndu séu vissulega eldri í handritum. Tor léði Þorleifi texta
útgáfu sinnar til hliðsjónar við vinnslu fyrirliggjandi útgáfu (Tor er því tal-
inn meðútgefandi Þorleifs og Sverris að sögunni) og fylgir Þorleifur Skál -
holts bók yngstu eins langt og hún nær, en þar sem hana og Flateyjarbók óstytta
þrýtur um sögulokin er sótt til Stokkhólmsbókar og brotsins í AM 325 X 4to.
Það er því bæði að lesendur útgáfunnar fá nokkuð glögga mynd af raun-
verulegri gerð sögunnar í miðaldahandriti, í stað ókennilegrar samsteypu,
og geta sótt til viðurkenndra útgáfa einstakra handrita ef nauðsyn krefur.
Neðanmáls er skilmerkilega greint frá því hvar einstök handrit þrýtur og
þannig er ljóst hvaðan textinn er fenginn hverju sinni eða hvaða aðaltexti
býr að baki honum.
Aðall Íslenzkra fornrita eru ríkulegar textaskýringar neðanmáls og bók-
langir formálar, einkenni góðrar, fræðilegrar lesútgáfu. Af þeim ber Sverrir
ritdómar 247
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 247