Saga - 2014, Blaðsíða 157
155
álagi sem var á Jóhönnu, hve þreytt hún gat orðið og hve vinnusöm
hún var, ann sér aldrei hvíldar.6 En bókin er „ekki um stjórnmála-
feril heldur ástarsamband“, eins og Jónína segir sjálf.7 Henni fannst
því undarlegt að sjá ritinu stillt upp í bókabúðum við hlið rita Öss-
urar og Steingríms.8 Þegar leiðarahöfundur Fréttablaðsins spyrti
verkin þrjú saman minnti verslunarstjóri hjá útgefandanum, For -
laginu, líka á að „bókin hennar Jónínu (ekki Jóhönnu) er ástarsaga
um tvær konur. Hún fjallar ekki um pólitík.“9
Með þetta í huga er í raun ósanngjarnt að bók Jónínu Leósdóttur
sé rædd hér á sömu forsendum stjórnmálasögunnar og hin verkin
tvö. Að því sögðu má þó líka hafa í huga fyrstu setningu bókarinnar:
„Þessi bók hefði aldrei verið skrifuð ef Jóhanna hefði ekki orðið for-
sætisráðherra.“10 Þar að auki getur hún vakið sömu spurningar og
bækur hinna ráðherranna um heimildir, minni, sjónarhorn og tilgang.
Björn Þór Sigbjörnsson nýtti skýrslur, greinargerðir og fjölmiðla -
fregnir við sín bókarskrif. Á stöku stað er líka minnst á skriflegar
heimildir úr fórum Steingríms J. Sigfússonar, meðal annars minnis-
punkta sem skráðir voru á þönum á brottfararspjöld og farmiða í
ringulreiðinni fyrst eftir bankahrunið mikla 2008. Nokkrum sinnum
styðst Jónína Leósdóttir líka við færslur í eigin dagbók. Þessar heim-
ildir þeirra virðast raunsannar og skráðar í einlægni án þess að önn-
ur sjónarmið hafi ráðið för. „Kaupa farsíma handa Bjarti!“ er þannig
krotað á eitt bréfsnifsið á ferðalögum Steingríms J. Sigfússonar
(Bjartur er sonur hans).11 Þá verður Jónínu vart trúað til að skálda
eftirá athugasemdir eins og þessar um þær Jóhönnu: „Hræðileg sorg
og eftirsjá eftir einhverju sem aldrei var. Og bið eftir einhverju sem
aldrei verður.“12
„Dagbók“ Össurar Skarphéðinssonar vekur hins vegar áleitnar
spurningar. Dagbækur geta vissulega verið fyrirtaks heimildir um
raupað úr ráðuneytum
6 Sama heimild, bls. 142, 161, 168, 179, 181 og 184.
7 Sama heimild, bls. 145.
8 Frásögn Jónínu Leósdóttur á bókarkynningu í félagsheimilinu Vesturreitum í
Reykjavík, 11. desember 2013.
8 Friðrika Benónýsdóttir, „Ég er góði gæinn“, Fréttablaðið 5. nóvember 2013. Sjá
http://www.visir.is/eg-er-godi-gaeinn/article/2013711059973, athugasemd
Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur 15. nóvember 2013.
10 Jónína Leósdóttir, Við Jóhanna, bls. [5].
11 Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 60−61.
12 Jónína Leósdóttir, Við Jóhanna, bls. 102−103. Þessi dagbókarfærsla er frá 25.
apríl 1998.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 155