Saga - 2014, Blaðsíða 116
114
auðmjúklega afsökunar. Um ástæður flóttans segir Sigríður, enn
eins og í framhjáhlaupi í sambandi við annan atburð, að „þá hafi
Agnes verið strokin út að Ásbjarnarstöðum og Tjörn fyrir þá sök að
Natan hafði skammað hana“.71 Hún notar orðið „strjúka“ sem gefur
til kynna að Natan hafi haldið þær eins og fanga.
Hræddar um líf sitt
Ástæðuna fyrir strokinu áréttar Agnes í samtali við Friðrik, sem hitt-
ir hana á Ásbjarnarstöðum. Segir hann að Agnes hafi þar komið til
sín og sagt sér um þær Sigríði að Natan „hefði skammað þær svo
mjög … að þær væru hræddar um líf sitt“.72 Þetta hefði hann gert
eftir að nágranni sem var í heimsókn var farinn og þau ein á bæn-
um. Þá hefði Natan einnig hótað að kæra þær fyrir sauðaþjófnað.
Með þessu hvetur hún Friðrik til aðgerða og daginn eftir fer hann
að Illugastöðum í þeim tilgangi að drepa Natan. Þar hittir hann
Sigríði, sem kemur til dyra og segir að Natan sé einn heima, „en
Agnes væri enn ei heim komin“. Segist Friðrik þá hafa boðist til að
drepa Natan en Sigríður beðið sig „þá mikið að gjöra það ekki í það
sinn, þar hann væri svo góður sér núna“.73 Þetta túlkar Eggert sem
batnandi ástarsamband þeirra Natans og móðgun við vonbiðilinn
Friðrik sem hafi firrst við.74 Nær er þó að setja góðsemi Natans í
samband við strok Agnesar á næstu bæi og óttann við að hún kynni
að segja frá. Hafi hann því látið Sigríði í friði svo að hann missti
hana ekki líka og þar með stjórn á þeim báðum. Auk þess má ætla
að Sigríði, unglingnum, hafi vaxið það í augum að taka þátt í svo
alvarlegum glæp. Hótun Natans um að kæra þær Agnesi, eða jafnvel
drepa, má einnig setja í samband við að þær hafi verið farnar að
þrengja að honum með samstöðu sinni og yfirvofandi klögumálum.
Þá segir Sigríður að eftir flóttann hafi Agnes „mikið hert sig upp
til framkvæmdar morðinu … og leitt sér fyrir sjónir skammir þær“
sem hún og Agnes fengu hjá Natan.75 Með þessu er Agnes ekki
aðeins að hvetja Sigríði heldur einnig að verja hana, eldri kona þá
yngri. Orðið „skammir“ (eða „skamma“) yfir meðferð Natans á
helga kress
71 Sama heimild, bls. 157.
72 Sama heimild, bls. 188.
73 Sama heimild.
74 Eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 50.
75 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls. 196.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 114