Saga - 2014, Blaðsíða 207
hlutverk sögu og söguþekkingar láist Gunnari stundum að útskýra hvers
vegna hann telur til ástar- og kynlífssambanda ýmis þau atvik sem nútíma-
lesandi gæti hæglega skilið sem nauðung og ofbeldi. Þetta á sérstaklega við
um söguna um Gyðu Eiríksdóttur Hörðakonungs, Agnesar sögu meyjar og
aðrar frásagnir sem getið er aftast í 4. kafla bókarinnar. Nútímafólk getur átt
erfitt með að koma auga á skilin milli ástríðu og ofbeldis, sem flækir alla
túlkun á eðli náinna sambanda. Gunnari er þetta ljóst og fjallar t.d. um ólík-
ar túlkanir á „ástarsambandi“ Hallfreðar og Kolfinnu í Hallfreðar sögu.
Útleggingar hans eru þó misvísandi. Hann lýsir sögunni sem „frásögn af
óábyrgum karlmanni sem fær konu til við sig trega og samviskubitna“ (bls.
68–69) en þó um leið sem ástarsögu. Í eyrum nútímakonunnar og 20. aldar
sagnfræð ingsins sem þetta ritar hljómar sú aðferð við að fá trega konu til við
sig óþægilega líkt ofbeldi og hefði þurft frekari útlistun frá miðaldasagn -
fræðingnum til að koma auga á ástina í sambandi Kolfinnu og Hallfreðar.
Vandinn er e.t.v. sá að Gunnar tiltekur hvergi hvaða merkingu hann
leggur í hugtakið ást, enda fyrirbærið afar vandskilgreint eins og hann
bendir á, nema að það sé líklega hormónastýrt, feli í sér einhvers konar kyn-
lífstengsl og jafnvægi ástríðu, innileika og skuldbindingar. Jafnframt má lesa
í texta hans að hann álíti ást einhvers konar hreina tilfinningu og gersam-
lega ótengda valdi og öðrum veraldlegri þáttum. Eins og Gunnar bendir á
er afar erfitt að áætla hver þeirra sambanda sem getið er í forníslenskum rit-
um innihaldi ást. Frásagnirnar fjalli gjarnan einungis um kynlífið og því
verði að ætla að einhver hluti þessara sambanda hafi einnig byggst á ást. Því
þurfa lesendur sem eru lítt kunnugir tímabilinu og heimildunum, sem liggja
ástarsögu hans til grundvallar, frekari útskýringar ef þeir eiga að skilja hvers
vegna hann túlkar sum sambandanna sem ástarsambönd en ekki ofbeldis-
sambönd eða eitthvað annað.
Síðara atriðið sem ég tek til sérstakrar athugunar er umfjöllun Gunnars
um samkynhneigð til forna. Hún er í átjánda og einum áhugaverðasta kafli
ritsins og ber titilinn „Að elska sitt eigið kyn“. Saga hinsegin fólks er mjög
sjaldan færð til bókar, nema þá helst réttindabarátta þeirra sem spannar þó
ekki nema hálfa öld. Gunnar aftur á móti upplýsir okkur um hvernig lesa
megi samkynhneigð út úr forníslenskum textum og dregur fram margvís-
legar heimildir um fólk sem bar ást til og/eða stundaði kynlíf með einstak-
lingum af sama kyni. Eins fjallar hann á eftirtektarverðan hátt um „kyn-
skipti“ karla í forníslenskum textum, sem vísar þá beinlínis til þess hvernig
þeir breytast í konur fyrir tilstilli yfirnáttúrlegra afla. Hér sýnir Gunnar
hvernig óalgengar kynhneigðir og kyngervi eiga sinn sess í sögu Íslands og
hlýtur að teljast sérstakt fagnaðarefni.
Umfjöllun þessi er þó ekki gallalaus, einkum vegna þess að Gunnar
virðist ekki þekkja ýkja vel til þeirrar umræðu um kyn, kynhneigðir og kyn-
gervi sem hefur átt sér stað um árabil, á fræðilegum vettvangi jafnt sem inn-
an samfélags hinsegin fólks. Það endurspeglast m.a. í því hvernig hann
ritdómar 205
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 205