Saga - 2014, Blaðsíða 142
140
Með þessu er gefið í skyn — þótt ekki sé það útlistað — að í
kaþólskum sið hafi það verið á valdi biskupa að draga verulega úr
áhrifum hungursneyðar. Miðað við samgöngutækni tímans og all-
ar aðstæð ur hefði þetta aðeins getað gerst með þeim hætti að
bjargþrota fólk bæri sig sjálft eftir björginni. Hennar var ekki síst að
leita, jafnt fyrir siðaskiptin og eftir, á sjálfum biskupsstólunum þar
sem birgðir af feitmeti og fiskmeti hlóðust gjarnan upp. Þekktasta
dæmi úr kaþ ólskum sið um slíkt aðstreymi fátæklinga til biskups-
stóls á tímum hallæris er að finna í sögu Guðmundar Arasonar
Hólabiskups en örlæti hans endaði, að sögn Vilborgar, „með skelf-
ingu“.95 Nokkr um öldum síðar var, að sögn Jóns Halldórssonar í
Hítardal, mikið aðstreymi til Skálholts af fátæku umferðarfólki og
uppflosnuðu úr öllum áttum á harðindaárunum miklu upp úr 1600
(í biskupstíð Odds Einarssonar).96 Ekki er þessi vitnisburður til
merkis um að fólk hafi misst trú á getu og vilja hins lútherska
Skálholtsbiskups til að veita einhverja björg í neyð. Þá ber manntalið
1703 þess vitni að á biskupssetrinu á Hólum hafi ellefu einstakling-
um „verið gefið brauð í guðs nafni“97 — einum ölmusumanni færra
en Lárentíus Kálfsson Hólabiskup hélt snemma á 14. öld98 — og á
biskupssetrinu í Skálholti voru þá örvasa fólk og ómagar alls fimmt-
án.99 Hér er það samfella miklu fremur en rof sem setur mark sitt,
frá kaþólskum sið til hins lútherska, á það sem Vilborg kallar félags-
málastarfsemi biskupsstólanna.
Í þessu efni blasir við að Vilborg ýkir mjög þau áhrif sem siða -
skiptin höfðu til skerðingar á tekjustofnum biskupsstólanna. Sér -
fræð ingur í hagsögu hefur nýlega komist svo að orði að litlar breyt-
ingar hafi orðið á stöðu biskupsstólanna við siðaskiptin.100Annað
mál er að versnandi árferði og hnignandi landshagir á 17. og 18. öld
veiktu fjárhagslega burði biskupsstólanna eins og annarra stofnana
loftur og helgi skúli
95 Sama heimild, bls. 107.
96 Jón Halldórsson, Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar I. Skálholtsbiskupar
1541–180. Sögurit II (Reykjavík: Sögufélag 1903–1910), bls. 190. Þessu tengist
sögnin um að bryti staðarins hafi látið brjóta niður steinbogann yfir Brúará til
að hefta aðsóknina. Oddi biskupi á að hafa fallið tiltækið stórilla.
97 Manntal á Íslandi árið 1703, bls. 298.
98 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og ummrenningar“, bls. 108–109.
99 Manntal á Íslandi árið 1703, bls. 620.
100 Gísli Gunnarsson, „Fjárhagslegar forsendur kirkjustarfs“, bls. 165. Sjá annars
Helgi Þorláksson, „Tekjur konungs“, Saga Íslands VI (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag og Sögufélag 2003), bls. 99–107.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 140