Saga - 2014, Blaðsíða 150
148
ur verið talin sérsniðin saga handa umhverfissinnum.12 Þá hafa
umhverfissagnfræðingar skiljanlega líka reynt að tengja rannsókn-
ir sínar umhverfismálum líðandi stundar til að leggja orð í belg í
þeim umræðum sem í gangi eru.13 En eigi umhverfissagnfræðin
stöðugt að fjalla um málefni sem tengjast þeim umræðum sem efst
eru á baugi á hverjum tíma, er hætta á að mönnum sjáist yfir ýmis-
legt.
Líkt og þýski sagnfræðingurinn Joachim Radkau leggur ríka
áherslu á, verður umhverfissagnfræði að lýsa sögu mannsins í
umhverfi sínu í öllum sínum margbreytileika og leitast við að skýra
hin flóknu tengsl manns og umhverfis.14 Slík saga fjallar ekki aðeins
um hina „góðu, gjöfulu náttúru“ og „vonda manninn“ — söguna
endalausu af manninum sem arðrændi náttúruna og auðlindir
hennar — heldur líka um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Að öðrum
kosti er hætta á að við fellum sleggjudóma yfir forfeðrum okkar í
krafti vitneskju og verðmætamats nútímans. Allar óskahugmyndir
um samskipti manns og umhverfis eru erfiðar viðfangs þar sem þær
eru byggðar á siðrænum hugsjónum, þekkingu og hugmyndum um
sjálfbærni í nútímanum. Til dæmis spurningin um það hvort eigi
meiri rétt á sér, manngert beitarland eða villtur skógur. Er skógar-
högg af hinu illa ef það skilar beitarlandi fyrir búfé? Eða á skógrækt
rétt á sér þótt hún ræni um leið bústofninn beitarhögum?15 Um -
hverfis sagnfræði á ekki þjóna þeim tilgangi að veita mönnum
hugsýnir um það hvernig samskiptum manns og umhverfis verði
hagað á sem bestan hátt, heldur er markmið hennar það sama og
annarrar sagnfræði — að upplýsa, skýra og skilja.
óðinn melsted
12 Með hugtakinu „umhverfissinni“ (e. environmentalist) er átt við einstakling sem
styður almenn markmið umhverfishreyfingarinnar.
13 Donald Hughes, What is Environmental History?, bls. 95–97; Donald Worster,
„Doing Environmental History“, bls. 290–291; John Robert McNeill,
„Observations on the Nature and Culture of Environmental History“, bls. 34;
William Cronon, „The Uses of Environmental History“, Environmental History
Review 17:3 (1993), bls. 1–22, hér bls. 2–3.
14 Skilningur höfundar á umhverfissagnfræði byggist að mestu leyti á skrifum
Joachims Radkaus: „Was ist Umweltgeschichte?“ Geschichte und Gesellschaft 15:
Sonderheft (1994), bls. 11–28 og „I. Nachdenken über Umweltgeschichte“,
Natur und Macht: Eine Weltgeschichte der Umwelt. Önnur útgáfa frá 2012
(München: C.H. Beck 2000), bls. 11–51.
15 Sjá um það í Joachim Radkau, „I. Nachdenken über Umweltgeschichte“, bls.
33–41.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 148