Saga - 2014, Blaðsíða 181
179
merkingu þess svo og kosti við að nota það byrjar ekki fyrr en á bls. 250.
Orðið „korsari“ hefur almenna merkingu, sjóræningi, eða pirate á ensku,
samkvæmt orðabókum. Doktorsefni segir hins vegar að orðin þrjú, „frí -
býtari“, „korsari“ og „kapari“, hafi verið höfð um lögformlega sjóræningja,
og „korsari“ eigi við ræningja sem voru „tengdari stjórnvöldum en víðast
hvar“ (bls. 250), og orðið hafi verið notað í Norður-Afríku, Frakklandi og
Spænsku Niðurlöndum í þessari merkingu. Doktorsefni segir á bls. 251 að
orðið hafi einkum verið haft um menn sem stunduðu „afmarkaða starf-
semi“ frá norðurafrískum borgum sem er nokkuð óljóst orðalag. Ég spyr
hvort hann sé þarna að tala um leyfi stjórnvalda til að ræna óvini og þannig
eigi að líta á ránin formlega sem hernað. Hinn mikli meistari, Fernand
Braudel, segir að Spánverjar hafi notað þetta orð, „korsarar“, um ræningja
frá Barbaríi á Miðjarðarhafi á 16. öld en „píratar“ um ræningja á Atlantshafi
en svo hafi þetta farið að renna saman eftir 1600. Braudel notar oft „korsar-
ar“ um Algeirsborgara snemma á 17. öld en þó ekki alltaf, heldur líka
„pírata“, megi marka enska þýðingu.7 Um Sale fjallar hann ekki. Ég spyr: Á
doktorsefnið við að „korsari“ merki ætíð „maður sem hefur hlotið formlegt
leyfi yfirvalda til að ræna óvini þeirra“? Er nokkuð mögulegt að sýna fram á
það í tengslum við Íslandsför 1627? Merkir „korsari“ þá kannski aðeins,
„ræningi frá Norður-Afríku“?
Altaristafla
Þá komum við að altaristöflu (bls. 420 og áfram og sjá myndir á bls. 443–
447). Á Krossi í Landeyjum er merkileg altaristafla og á henni segir að þeir
Kláus Eyjólfsson og Niels Klementsson hafi gefið hana árið 1650. Hinn síðar-
nefndi var kaupmaður í Eyjum, fyrst getið þar 1636 og stjórnaði þá verslun-
inni í Eyjum. Hann stýrði varla uppbyggingu Landakirkju, eins og doktors-
efni segir (bls. 420), hún hófst árið 1631 en Niels kaupmaður mun hafa séð
um reikninga hennar, a.m.k. frá 1636. Og ofmælt mun að hann hafi fundið
fyrir Tyrkjaráninu á eigin skinni (bls. 428). Í lærðri og hugvitssamlegri
umfjöllun tengir doktorsefnið töfluna við Tyrkjaránið og hefur gert það
nokkrum sinnum áður á prenti. Töflunni væri þá ætlað að varðveita um -
rædda þjóðminningu um Tyrkjaránið (bls. 85). Í nýlegu fræðiriti er vísað til
skrifa doktorsefnis og tekið undir að taflan tengist Tyrkjaráni, komi í kjölfar
þess, eins og þar stendur, en er ekki rætt nánar.8 Doktorsefni biður beinlínis
andmæli
7 Fernand Braudel, The Mediterranean and the Mediterranean World in the Age of
Philip II (London: HarperCollins Publishers 1992), bls. 640 og 644.
8 Þóra Kristjánsdóttir, „Krosskirkja. Gripir og áhöld“, Friðaðar kirkjur í Rangárvalla -
prófastdæmi. Kirkjur Íslands 17. Ritstj. Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson
(Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands o.fl. 2011), bls. 265–269.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 179