Saga - 2014, Blaðsíða 35
33
þeirra standi ekki undir landskuldinni og kvöðunum sem á þeim
hvíli. Ljóst má vera að fátt hefur hvatt þessa bændur til nýjunga eins
og kálgarðaræktar á meðan grund völlur fyrir lífsafkomu þeirra var
ekki traustari en þetta að þeirra eigin mati. Af bréfinu að dæma
virðast bændurnir ekki hafa haft neinn tíma né getu til þess að
stunda jarðabætur af neinu tagi og kálrækt virðist þeim víðs fjarri.
Bág kjör þýddu þannig ekki endilega aukna garðrækt, eins og
virðist hafa gerst í Vestur-Skaftafells sýslu, heldur gátu þau haft
þveröfug áhrif. Skepnufellir Mosfellinganna eftir móðu harðindin
hefur heldur ekki verið jafn tilfinnanlegur og þeirra fyrir austan. Þá
hefur margur bóndinn eflaust haft hug á að komast yfir jörð með
betri leigukjörum, þegar og ef þess gæfist kostur, og því ekki talið
borga sig að standa í miklum jarðabótum.
Franz Illugason, vefari hjá Innréttingunum, er gott dæmi um
mann sem var fullur vilja til að tileinka sér nýja starfshætti en rakst
á margskonar hindranir.80 Hann kom sér upp dálitlum kálgarði á
ábýlisjörð sinni Skálholtskoti, einni af hjáleigum Reykja víkur jarðar -
innar sem var í umsjá Innréttinganna. Ekki naut hann ávaxtanna af
garðinum lengi því ári síðar, 1768, var honum sagt upp störfum,
þegar starfsemi vefsmiðjanna var minnkuð um helming, og þurfti
hann þá að flytja af jörðinni. Hann fluttist að Þýsku húsum, einni af
hjáleigum Björns apótekara í Nesi. Þessum búferlaflutningum og
fleiru segir hann frá í bréfi til Landsnefndarinnar fyrri í janúar 1771.
Bréf Franz er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Hann lýsir á
greinargóðan hátt lífskjörum sínum og framtíðarsýn. Hann vildi fá
jarðaafgjaldið lækkað, bæði landskuldina og mannslánið, og vera
laus við leigukúgildin svo hann gæti átt sínar kýr sjálfur. Jafnframt
vildi hann fá leigusamning til lengri tíma en eins árs í senn. Á móti
var hann tilbúinn að leggja í nokkrar jarðabætur og gera sér kál -
garð.81 Þetta var viðhorfið — fyrst skyldi bæta leigu fyrir komulagið,
svo gera kálgarðinn. Franz var reyndar byrjaður á kálgarðinum
þegar hann skrifaði bréfið og naut leiðsagnar apótekarans við það.
En garðsins naut hann ekki lengi frekar en áður. Árið 1772 fluttist
viðreisn garðræktar
80 Um Franz Illugason sjá Hrefna Róbertsdóttir, Landsins Forbetran, bls. 57–76;
Hrefna Róbertsdóttir, Wool and Society. Manufacturing Policy, Economic Thought
and Local Production in 18th-century Iceland. Centrum för Danmarksstudier 21
(Göteborg-Stockholm: Makadam Publishers 2008), bls. 26–29.
81 Hrefna Róbertsdóttir, Landsins Forbetran, bls. 65 og 68–71; ÞÍ. Rtk. D3/3–14. Lit.
M nr. 2. Bréf Franz Illugasonar til Landsnefndarinnar fyrri, 10/1 1771.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 33