Saga - 2014, Blaðsíða 194
192
undir 1880 voru boðberar sameiginlegu minninganna? Má líta svo á að
þjóðminningin um Tyrkjaránið í kennslubókum hafi viðhaldist fyrir bein
áhrif stjórnvalda eða kemur hið sameiginlega minni til sögunnar? Hvernig
viðhelst minnið?
Trúskipti
Þjóðríkið kemur einnig við sögu í kaflanum um trúskipti. Fleiri vísanir eru nú
til skýringa í samhengi við þjóðerni og jafnvel fjölmenningu en var í fyrri
hluta ritsins. Skýrast kemur það við sögu í samhengi við V. kaflann, „Sálu -
hjálp“, sem fjallar um trúskipti og sálarheill þeirra sem lentu í Barbaríinu.
Höfundur nefnir réttilega að áhugi fræðimanna hafi aukist á síðari árum á
trúskiptum sem slíkum, og tengir það við sívaxandi umræðu á Vestur löndum
um fjölmenningu og fjölmenningarsamfélög (m.a. bls. 34, 311 og 328). Í stuttu
máli fjallar kaflinn annars vegar um þá Íslendinga sem ekki skiptu um trú og
komust til Íslands og hins vegar um þrjá einstaklinga sem skiptu um trú; tvo
Vestmannaeyinga og síðan ræningjaforingjann sjálfan, Múrat Reis.
Athyglisverð umfjöllun er um útkaup á Íslendingum sem lentu í Bar -
barí inu. Fyrri útkaupaferðin á árunum upp úr 1630 er vel þekkt. Höfund ur
leggur hins vegar meiri áherslu á hina svokölluðu seinni útkaupaferð á
árunum 1642–1652 (eða 1645 eins og stundum er vísað til hennar), einkum
þar sem hún hefur verið óþekkt þar til nú. Íslendingar virðast ekki hafa
komið að þessum útkaupum á löndum sínum, heldur voru þau á vegum
Danakonungs og í gegnum Spán. Alls voru 23 einstaklingar keyptir í þeirri
lotu, þar af átta Íslendingar. Hinir voru Danir og Norðmenn (bls. 289–296).
Áhugavert er að sjá hve vel skilgreindur hópurinn var sem kaupa mátti.
Skilyrðin voru þau að ekki mátti kaupa fólk af útlendri þjóð þótt það hefði
búið í Danmörku, ekki fólk sem var danskt að þjóðerni ef það hafði verið
tekið af útlendum skipum og ekki fólk sem fallið hafði frá kristinni trú. Að
lokum segir höfundur að fyrst og fremst ætti að kaupa heim Íslendinga sem
höfðu verið lengi „í ófrelsinu“ (bls. 290). Segir höfundur að konungur hafi
lagt áherslu á það að Íslendingar, og þá helst fátækar íslenskar konur, væru
keyptir heim, það fólk sem hefði verið lengst í herleiðingunni og verið rænt
af landi (bls. 298). Ekkert segir þó í bókinni um tildrög þess að stærsti hluti
hópsins, sem voru Danir og Norðmenn, voru keyptir lausir og tækifærið til
samanburðar á þessum hópum ekki nýtt hér til að varpa frekara ljósi á hið
víðara samhengi.
Þegar kemur að þeim einstaklingum sem skiptu um trú, teflir höfundur
ævisögum þriggja þeirra fram gegn yfirlitsrannsókninni sem gerð var á
þeim kristnu sem keyptir voru heim. Almennt voru ströng viðurlög ef menn
skiptu um trú og ekki var auðvelt að fá þegnrétt í fyrra samfélagi. Einum
Vestmannaeyingi tókst það þó, Jóni Vestmann. Hann skipti í tvígang um trú
og endaði aftur í Danmörku sem kristinn maður. Einnig er fjallað um Önnu
andmæli
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 192