Saga - 2014, Blaðsíða 106
104
nafnorðið „stuprum“ með „jómfrúr krenking, saurlífi, framið með
ekkjum eða meyjum“, og „constuprator“ með „frillulífismaður, hóru-
búkur“.26 Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705–1779) tekur svo af skarið
í íslensk-latneskum orðalista sínum þar sem hann þýðir sögnina
„skamma“ með útskýringunni „invehor in aliquem vel verba leviter“,
þ.e. „ég ræðst gegn einhverjum með barsmíðum eða orðum vægi-
lega“. Úrdrátturinn „leviter“ er sérkennilegur og gæti vísað til bar -
smíða á konu, að hans mati vægilegs heimilisofbeldis, andstætt opin-
berum hýðingum eða slagsmálum karla. Sem dæmi um notkun
sagnar innar „skamma“ tekur hann orðasambandið „að skamma
konu“, sem skýrt og skorinort merkir „feminam vitiare“, þ.e. að
nauðga konu.27
Agnes viðkannast
Í yfirheyrslunum er framburður sakborninganna þriggja ýmist
bókaður sem bein ræða, þar sem þau tala í fyrstu persónu, og á það
einkum við um þau Sigríði og Friðrik, eða í endursögn skrifara sem
óbein ræða, og á það oftast við um orð Agnesar sem ætla má að séu
því meir ritstýrð en orð hinna. Þá einkennir það einnig yfirheyrsl-
urnar að í þeim fer fram mikil umræða um hvað hinir hafa sagt,
hvenær og við hvern. Þannig verður texti dómabókarinnar mjög
áhugaverður til orðræðugreiningar, enda engu líkara en a.m.k.
Agnes sé fremur dæmd fyrir það sem hún sagði en það sem hún
helga kress
26 Sama heimild, bls. 338. Upphafleg merking orðsins „skömm“ lifir enn í orðinu
„blóðskömm“ sem þýðing á „incestus“, sbr. sama heimild, bls. 31, þar sem
sögnin „incesto“ er ennfremur þýdd með „ég drýgi blóðskömm, skamma“. Um
fræðilega skilgreiningu fyrirbrigðisins, sjá Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi
1270–1870 (Reykjavík: Háskóli Íslands og Háskólaútgáfan 1993), einkum bls.
18–22.
27 Vef. Orðaskrá úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík samin
1734–79. Kristín Bjarnadóttir tók skrána saman eftir seðlasafni sem Jakob
Benediktsson skrifaði upp eftir handritinu. Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum. http://www.arnastofnun.is/page/ordabokarhandrit_
jons_olafssonar
Ég þakka Sigurði Péturssyni latínufræðingi fyrir aðstoð við þýðingu á lat-
neskum skýringum hér og síðar. Í tölvubréfi til mín, dagsettu 24. febrúar 2014,
segir hann um sögnina „vitiare“: „Ég er sammála þér að ég held að skýring
Jóns úr Grunnavík á að skamma konu sé það sem eðlilegt sé að miða við og
sögnin vitiare í þessu sambandi er alveg ljós. Um merkingu hennar getur eng-
inn efast sem séð hefur hvernig klassískir höfundar nota hana.“
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 104