Saga - 2014, Blaðsíða 163
161
8,2 prósent í febrúar 2009 en stóð í 3,9 prósentum sumarið 2013.
Verðbólga var 18,6 prósent en komst niður í 1,8 prósent. Kaup -
máttur launa jókst og marga fleiri mælikvarða notaði Steingrímur til
að sýna hve vel ríkisstjórnin hefði unnið.43 Minningar hans eru
þannig þaktar staðreyndum og tölulegum upplýsingum sem eiga að
veita þá tilfinningu að hér sé ekkert um að deila. En skrásetjarinn
Björn Þór Sigbjörnsson leyfði sér þó að setja fyrirvara við upptaln-
ingu söguhetjunnar: „Deilt er um allt, líka staðreyndir. Afstaða
manna til þess hvort tvö-þrjú prósent hagvöxtur er mikill eða lítill
hagvöxtur ræðst af því hvort þeir tilheyra meiri- eða minnihlutan-
um [á þingi]. Menn velja sér viðmiðin.“44
Sjónarhorn getur ráðið meira en staðreyndir. Vissulega lítur
Esjan öðruvísi út af Kjalarnesi en frá höfuðborgarsvæðinu. Á netinu
og víðar er samt vandfundin sú ljósmynd af fjallinu sem ekki er tekin
af seinni staðnum. Ríkjandi sjónarhorn ræður sýn fólks á söguna.
Það vissu þeir vel, hinir þaulreyndu stjórnmálamenn Steingrímur J.
Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Og þess vegna skrifuðu þeir
bækur sínar.
Minnisfræði snúast ekki eingöngu um minni einstaklinga. Undan -
farna áratugi hafa rannsóknir á sameiginlegum minningum hópa og
þjóða (e. collective memory) notið mikilla vinsælda í akademískri
sagnfræði og skyldum fræðagreinum.45 Sameiginlegar minningar eru
margflóknar, þær breytast og tekist er á um þær. Í greiningu á ráð -
herra bókunum þremur skiptir mestu máli að stjórnmálamenn geta
mótað þessar minningar með verkum sínum, ræðum og skrifum, jafn -
vel frekar en fræðimenn sem ná ekki endilega athygli almenn ings.46
raupað úr ráðuneytum
43 Björn Þór Sigbjörnsson, Steingrímur J, bls. 252−255.
44 Sama heimild, bls. 252.
45 Í „kanón“ um sameiginlegar minningar má alltaf finna skrif eftir Emile
Durkheim, Maurice Halbwachs og Pierre Nora. Um nýleg yfirlit má benda á
t.d. Geoff Eley, „The Past under Erasure? History, Memory and the Con -
temporary“, Journal of Contemporary History, 46:3 (2011), bls. 553–573; Con -
structions of Conflict: Transmitting Memories of the Past in European Historio -
graphy, Culture, and Media. Ritstj. Katharina Hall og Kathryn Jones (Oxford:
Peter Lang 2011).
46 Sjá t.d. Claus Bryld og Anette Warring, Besættelsestiden som kollektiv erindring.
Historie- og traditionsforvaltning af krig og besættelse 1945–1997 (Frederiksberg:
Roskilde Universitetsforlag 1998), einkum bls. 458; Marc Ferro, The Use and
Abuse of History, or, How the Past is Taught after the Great Fire (London: Rout -
ledge 2. útg. 2003), bls. 149.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 161