Saga - 2014, Blaðsíða 205
ingum Íslenskrar málnefndar er í senn áferðarfallegri og þjálli. Einnig ork-
ar meðferð þýðanda á örnefnum og nöfnum allt of oft tvímælis og stundum
er sérviskan slík að jaðrar við tilgerð eða smekkleysi. Hvers vegna í ósköp-
unum að nota Gestrisnahaf um Svartahaf, jafnvel þótt Grikkir hafi kallað
það þessu nafni, eða kalla Ninive Ninusborg og Reggio Hreggjar? Sem bet-
ur fer eru þó í bókinni kort og skýringar sem leysa þessar gestaþrautir.
Einnig er undarlegt að nota orðið kotungar um ríkisþræla Spartverja þar
sem tökuorðið helóti hefur fyrir löngu unnið sér þegnrétt í íslensku og fell-
ur prýðilega að henni. Svona mætti lengi telja en verður ekki gert hér.
Eðlilegast er auðvitað að nota þau heiti sem almennum lesendum eru töm-
ust á tungu þótt þau feli í sér ákveðnar breytingar frá frumtexta. Stundum
er þó nauðsynlegt að þýða nöfn, jafnvel mannanöfn; það er til dæmis óhjá-
kvæmilegt til að koma til skila fyndni Kleómenesar Spörtukonungs í
orðahnippingum hans við Hrút forystumann Egínumanna.
Þegar upp er staðið hefur Stefán Steinsson unnið sannkallað þrekvirki
með þýðingu sinni á Rannsóknum og er verkið þýðanda og útgefanda til
sóma. Það er ósk mín að Stefán láti ekki staðar numið hér, því af nógu er að
taka þegar stórvirki latneskrar og grískrar ritlistar eru annars vegar.
Rannsóknir Herodótosar er verk sem ætti að skipa heiðurssess í bókahillu
hvers einasta sagnfræðings eða áhugamanns um sögu sem vill standa undir
nafni.
Guðmundur J. Guðmundsson
Gunnar Karlsson, ÁSTARSAGA ÍSLENDINGA AÐ FORNU: UM 870–
1300. Mál og menning. Reykjavík 2013. 381 bls. Myndir, kort, mynda-
skrá, nafna- og atriðisorðaskrá.
Flestir landsmenn hafa lært að Ísland hafi byggst vegna áræðni, frelsisþrár
og sjálfstæðisanda landnámsmanna og -kvenna, en í upphafi Ástarsögu
Íslendinga að fornu nefnir Gunnar Karlsson sagnfræðingur aðra skýringu,
nefnilega ástina. Hann bendir á að fóstbræðurnir Ingólfur Arnarson og
Hjörleifur Hróðmarsson flúðu til Íslands eftir að hafa vegið keppinaut hins
síðarnefnda um ástir Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs. Ástarsaga Íslendinga
er almennt til vitnis um að Íslandssagan er stútfull af ástarsögum þótt lítið sé
minnst á þær í umfjöllunum leikra og lærðra um sögu og menningararf
landsins. Gunnar einsetur sér að bæta þar úr og, ólíkt öðrum fræðimönnum,
„kanna tilfinningarnar sjálfar og sjálfra sín vegna“ (bls. 42) þótt heimildirn-
ar séu fáorðar um þær. Yfirgripsmikil þekking Gunnars á efninu gerir hon-
um kleift að laða fram vitnisburði úr miklu safni fjölbreyttra heimilda sem
gefa okkur innsýn í tilfinninga- og ástarlíf miðaldafólks. Þannig fjallar hann
um þær aðstæður sem lög sköpuðu kynlífs- og ástarsamböndum, ástir sem
ritdómar 203
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 203