Saga - 2014, Blaðsíða 137
135
1459.73 Þeir vilja hins vegar undanskilja heimajarðir biskupsstóla,
klaustra og sóknarkirkna, ásamt fylgifé, „fyrir þann skuld að sókn-
arprestar og aðrir fátækir hafa þar á skipaðir verið fyrr meir og
forðum daga“.74 Þarna er talað um „fátæka“ í býsna rúmri merk-
ingu úr því að hugtakið nær yfir sóknarprestana. En hvað varðar
biskupsstóla og klaustur er nærtækt að skilja þetta svo að vísað sé
til hefðbundinnar skyldu til að framfæra snauða menn. Nú væri slík
skylda „fyrr meir og forðum daga“ merkilega léleg röksemd fyrir
tíundarfrelsi þessara eigna framvegis nema hugsunin sé að þeim
fylgi áfram þessi skylda. Enda gerði hún það, eins og dæmi verða
sýnd um hér á eftir. Um klaustrin og biskupsstólana er spurningin
þá ekki, ef meta skal kenningu Vilborgar, hvort þar hafi verið sinnt
þörfum fátækra og því síðan hætt við siðaskiptin heldur hve mikið
þessar stofnanir hafi lagt til fátækraframfæris, annars vegar í kaþólsk -
um sið, hins vegar lútherskum, og hvort þar muni svo miklu að það
geti skýrt stóraukið álag á framfærslukerfi hreppanna.
Ber þá um leið að hafa í huga að einmitt framfærslukerfi hrepp-
anna naut góðs af nýnefndri breytingu á tíundarlögum. Lauslega
áætlað hefur það verið um þriðjungur af allri fasteign í landinu,75
ásamt meðfylgjandi kúgildum, sem nú fyrst var goldin fátækratíund
af. Hefði það nægt til að vega á móti nokkurri skerðingu á örlæti
kirkjustofnana.
Klaustur
Vilborg nálgast íslensku klaustrin og starfsemi þeirra úr réttri átt
þegar hún minnir á kristnar hugsjónir, sem lágu að baki klaustur-
lifnaði, og leitar erlendra dæma um hvernig á þeim var haldið í
framkvæmd. Hins vegar mætti draga fram skýrar en hún gerir hve
sundurleit saga klausturlifnaðar var — eða „reglulifnaðar“ því ekki
voru allar reglur bundnar við klaustur — í Evrópu á miðöldum, og
það þó ekki sé litið lengra en til há- og síðmiðalda, þ.e. tímabils
íslensku klaustranna. Guðhræddir menn stofnuðu klaustur, gáfu
þeim eignir og ætluðu þeim — a.m.k. oft — háleitt hlutverk. Sum
siðaskiptin og fátækraframfærsla
73 Gunnar F. Guðmundsson, Kristni á Íslandi II, bls. 136.
74 DI XIII, bls. 56 (ritháttur samræmdur).
75 Miðað við að kirkjan og stofnanir hennar hafi átt 45% fasteigna við siðaskipti
(Gísli Gunnarsson, „Fjárhagslegar forsendur kirkjustarfs“, bls. 168), þar af
eignast á að giska 10–15% síðan 1459.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 135