Saga - 2014, Blaðsíða 224
Sigrún Helgadóttir, FALDAR OG SKART. FALDBÚNINGURINN OG
AÐRIR ÍSLENSKIR ÞJÓÐBÚNINGAR. Opna og Heimilisiðnaðarfélag
Íslands. Reykjavík 2013. 201 bls. Heimildaskrá, myndir og myndaskrá.
Landsmenn sem fæddir eru um miðja 20. öld muna efalaust eftir því að hafa
sem börn og unglingar séð peysufataklæddar konur með skjólgóð sjöl um
herðar á strætum bæja landsins. Eldri borgarar þessa lands kannast enn-
fremur við að með peysufötum báru konur oft skrautleg slifsi og svuntur úr
nýjustu fáanlegum gerviefnum, eða skyrtur og svuntur úr álíka efnum, við
búning sem nefndur er upphlutur. Tíska, smekkur og fjárráð réðu þá mestu
um efnisval í slifsi, skyrtu og svuntu. Hver söng með sínu nefi í þeim efn-
um.
Í upphafi 21. aldar er fjölþjóðlegt yfirbragð á klæðnaði Íslendinga.
Peysuföt og upphlutur eru ekki hluti af daglegu lífi landsmanna. Það er hins
vegar langt frá því að þessir búningar séu úr sögunni, en útlit þeirra og hlut-
verk hefur breyst. Skrautleg gerviefni eru ekki eftirsótt álnavara í íslenska
þjóðbúninga nú um stundir. Frá síðustu áratugum 20. aldar hefur yfirbragð
upphluta og peysufata smám saman færst til samræmis við það sem
tíðkaðist á 19. öld og upp úr aldamótum 1900. Faldbúningur — kvenbún-
ingur sem lagðist af á 19. öld — hefur verið endurvakinn og jafnframt verið
hannaðir búningar á karla sem eiga að túlka þjóðleg sjónarmið.
Hér er ekki rúm fyrir rækilega umræðu um þátt þjóðernisrómantískra
hugmynda í fyrrnefndri þróun. Það er á hinn bóginn nærtækt að vekja
athygli á því að fyrirmyndir að endurskoðun á útliti og hlutverki íslenskra
þjóðbúninga síðustu fjóra áratugi eða svo eru sóttar til nágrannalandanna,
einkum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Í þessum löndum hafa ýmis félög
og söfn, sem komið var á laggirnar á síðari hluta 19. aldar fyrir áhrif þjóð -
ernis rómantískra hugmyndastrauma, leikið lykilhlutverk í því að móta
stefnu við val á búningagerðum, efnum í þá og notkun þeirra sem hluta af
þjóðernislegum táknum viðkomandi þjóðar. Heimilisiðnaðarsambönd og
söfn sem leggja áherslu á þjóðfræðileg atriði hafa verið framarlega í því að
leggja línurnar í búningamálum á Norðurlöndum. Mörg þeirra hafa notið
ríflegra styrkja úr opinberum sjóðum. Meginhvati að aðgerðum var og er
enn leitin að rótum viðkomandi þjóðar — arfleifð sem lifir í safngripum,
sögum og lýsingum sem skrifaðar voru á öldum áður.
Þótt Ísland sé allmikið á eftir nágrannalöndunum á fyrrnefndri vegferð
í búningamálum virðast viðhorf til íslenskra þjóðbúninga vera að þokast í
svipaðan farveg og annars staðar á Norðurlöndum. Rit Sigrúnar Helga -
dóttur Faldar og skart er hluti af framvindu þeirra mála. Höfundur er félagi í
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarfélagi Íslands (bls. 9).
Sigrún á einnig sæti í Þjóðbúningaráði, sem komið var á laggirnar í upphafi
árs 2001, en mennta- og menningarmálaráðherra skipar ráðið (sjá www.
ritdómar222
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 222