Saga - 2014, Blaðsíða 129
127
Hér má enn benda á fólksfjöldaþróun. Hér að framan var minnst
á manntalið frá 1729 sem bendir til þess að þá hafi framfærslubyrði
sveitanna enn verið létt eftir að stórabóla, með sinni mannfækkun
um fjórðung eða svo fullum tuttugu árum áður, létti á jarðnæðis-
skorti og atvinnubresti. Sams konar áhrifa mætti þá ekki síður
vænta á fólksfjölgunarskeiðum eftir plágur 15. aldar, hina síðari
1495. Þær virðast hafa valdið mun meiri mannfelli en stórabóla og
mætti vænta áhrifanna af þeim mun lengur eða langt fram á 16. öld.
Endalok kaþólsku kirkjunnar, og röskun á því hlutverki sem hún
kann að hafa gegnt við framfæri öreiga, eru sem sagt ekki nauðsynleg
skýring á neinu sem breyttist (eða kann að hafa breyst) í þeim efn-
um eftir siðaskipti. Slíka röskun verður að rökstyðja með beinum
heimildum um það sem kirkjan gerði í þágu fátækra, annars vegar
á síðasta skeiði kaþólskunnar, hins vegar á tímanum eftir siðaskipti.
Viðhorf til fátækra og fátæktar
Vilborg víkur réttilega að því að á síðmiðöldum hafi líknar- og
félagsmálastarfsemi kirkjunnar á meginlandinu „stirðnað í formun-
um“ og hætt „að koma að tilætluðum notum“.37 En að öðru leyti
leiðir hún að mestu hjá sér þær djúptæku breytingar sem urðu á
viðhorfi til fátækra og fátækraframfærslu frá og með þrettándu öld,
samfara vexti borga og hinum miklu skakkaföllum sem 14. öldin bar
með sér.38 Þetta veldur því aftur að Vilborg eignar siðaskiptunum
miklu meiri hlut í umræddum viðhorfsbreytingum en efni standa
til. Þetta þarfnast nánari útskýringa og rökstuðnings.
Á 13. og 14. öld urðu borgir helsti starfsvettvangur hinna nýju
betlimunkareglna, fransiskana, dóminíkana og ágústína39 en þær
boðuðu að hinir fátæku væru lifandi ímynd Krists; þær hneigðust
til að upphefja fátæktina og brennimerkja veraldlegt ríkidæmi. Eftir
að maður hafi gefið ölmusu áttu syndir hans að upphefjast og hinn
siðaskiptin og fátækraframfærsla
37 Sama heimild, bls. 104.
38 Hér er einkum átt við Svarta dauða sem geisaði á Íslandi á 15. öld, sjá Árni
Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, bls. 173–195.
39 Betlimunkar, sem fylgdu reglu Ágústínusar, komu til sögunnar á 13. öld og
störfuðu aldrei á Íslandi. Þekktastur þeirra er Marteinn Lúther. Íslensk Ágúst-
ínusarklaustur voru af eldri grein reglunnar, svonefndri kanúkareglu.
Klaustrum hennar var, ólíkt samfélögum betlimunka, heimilt að safna verald-
legum auði.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 127