Saga - 2014, Blaðsíða 90
88
Þannig má álykta að heimildir frá þessum tíma horfi oftast á
atburði frá sjónarhóli Norðlendinga. Þar af leiðandi virðist sennilegt
að í annálum sé ríkjandi samúð með þeim í deilum við Smið
Andrésson, enda er það raunin. Ekki er sagt frá atburðum þeim sem
leiddu til Grundarbardaga öðruvísi en sem tilraun Smiðs til að kúga
Eyfirðinga, en hvergi kemur fram hvers vegna Smiður leit á þá sem
útlaga og landráðamenn.
Hér þarf að huga að því hvernig mismunandi hópar voru skip -
aðir. Í fyrsta lagi er fullyrt í annálum að liðsmenn Smiðs hafi verið
Sunnlendingar. Enginn valdsmaður af Suðurlandi var þó í liði hans
svo að vitað sé. Ívar hólmur Vigfússon, sá sem fór með sýslu um
Vestfirðingafjórðung og Sunnlendingafjórðung vestan Þjórsár 1352
og tók svo allt Ísland á leigu 1354, virðist hafa átt Hlíðarenda í
Fljótshlíð og verið kominn af gamalgrónum höfðingjaættum, Odda -
verjum og Haukdælum.37 Annar sýslumaður sem tengja má við
Sunn lendingafjórðung er Andrés Gíslason, sem var hirðstjóri 1357–
1360 og 1366–1369.38 Hann virðist hafa verið búsettur í Mörk undir
Eyjafjöllum.39 Þá er Andrés Sveinsson, sem var hirðstjóri 1372–1387,
nefndur í bréfi sem ritað er á Strönd í Selvogi.40 Enginn þessara
höfðingja hefur nein tengsl við Grundarbardaga svo vitað sé.
Þeir höfðingjar sem vitað er að börðust með Smiði á Grund árið
1361 voru hins vegar allir úr Vestfirðingafjórðungi. Þar má fyrstan
nefna Jón Guttormsson skráveifu, sem var hirðstjóri 1357–1360 og
síðar lögmaður. Jón féll í bardaganum og var lík hans flutt á Kol -
beinsstaði, enda virðist hann hafa verið mágur Ketils Þorlákssonar
sýslumanns, sem þar hafði verið búsettur og var helsti höfðingi
sverrir jakobsson
37 Sjá nánar Einar Bjarnason, „Ætt Ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar og niðjar
hans“, Skírnir 138 (1964), bls. 68–107, einkum bls. 68–75.
38 Hugsanlega fóru þeir Ívar og Andrés einnig með hirðstjórn 1361–1363, sjá
Grethe Authén Blom, Magnus Eriksson og Island, bls. 26.
39 DI III. 1269–1415. Útg. Jón Þorkelsson (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bók -
mennta félag 1896), bls. 297.
40 DI III, bls. 212. Fullyrt hefur verið að Andrés Sveinsson hafi verið ættaður frá
Grími Þorsteinssyni hirðstjóra, sem átti Herdísarvík í Selvogi, og að þeir Andrés
Gíslason í Mörk undir Eyjafjöllum hafi verið bræðrungar, sjá nánar Bogi
Benediktsson, Sýslumannaæfirmeð skýringum og viðaukum eftir Jón Pétursson
og Hannes Þorsteinsson. II. bindi (Reykjavík: [s.n.]1889–1904), bls. 435–37.
Andrés þarf ekki að hafa átt Strönd þó að hann sé nefndur í skjölum sem tengjast
bænum. Í máldaga Strandarkirkju frá 14. öld er „Ívarr bóndi“ nefndur og er þar
eflaust á ferð Ívar hólmur Vigfússon sýslumaður, sjá DI IV, bls. 101.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 88