Saga - 2014, Blaðsíða 107
105
gerði. Um síðustu yfirheyrsluna yfir henni er svo bókað í dómabók-
inni:
Agnes viðkannast að þá Nathan hafi verið dauður hafi hún sagt, að nú
væri hann ekki að laspúvera sig til eður neitt af kvenfólki, sömuleiðis
viðkannast Agnes að hafa einhverntímann í haust sagt við Sigríði að
það væri mátulegt að brenna Nathan ellegar gefa honum inn, áður en
þau Friðrik og Sigríður hafi verið búin að segja sér frá sínu áformi; enga
frekari upplýsing var nú af þeim Agnesi og Sigríði að fá, og eru þær nú
dimitteraðar.28
Tvöföld játning Agnesar varðar í bæði skiptin tungumál, hvað hún
hefur sagt, en ekki beint heldur hvað aðrir segja að hún hafi sagt.
Þessi ókennilega sögn „laspúvera“ sem hér er skrifuð svo, eins og
Eggert hefur einnig lesið hana, er næsta ólæsileg í annars nokkuð
skýrt skrifaðri dómabókinni. Hún skiptist þar á milli lína, þar sem
fyrri hlutinn er þó greinilega „laspú-“ en krotað er yfir fyrsta stafinn
í byrjun næstu línu og annaðhvort annar stafur skrifaður ofan í, sem
gæti verið v, eða þá að ekkert hefur verið skrifað ofan í og orðið eigi
því að vera „laspúera“.29 Augljóst er að skrifarinn hefur verið í
vand ræðum með þetta orð, ekki skilið það, og sennilega ekki
sýslumaðurinn heldur. Ummælin eru ekki í beinni ræðu og Agnes
vitnar ekki sjálf til þeirra í réttinum. Þau eru höfð eftir henni af
öðrum hvorum hinna sakborninganna, sem voru einu vitnin, og þá
sennilega Sigríði sem hefur bæði skilið þau, tal milli kvenna, og
tekið til sín, enda „laspúveruð“ eins og Agnes.30
Orðið „laspúvera“ (hér í orðasambandinu „að laspúvera til“)
finnst ekki sem slíkt í neinni orðabók og fyrirspurnir um það meðal
málfræðinga hafa ekki borið árangur. Hins vegar er Ásgeir Blöndal
eftir hans skipun
28 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls. 246. Sbr.
einnig Eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 39 og
48. Um síðari ummælin sem Agnes er látin viðkannast bætir Eggert því við að
hún hafi sagt þau „í bræði“, en það á sér ekki stuðning í bókuninni.
29 Ég þakka Jóni Torfasyni, skjalaverði á Þjóðskjalasafni, fyrir aðstoð við lestur á
fljótaskrift dómabókarinnar; einnig Má Jónssyni sagnfræðingi fyrir það sama.
Báðir koma þeir sér saman um að í krotinu eigi fremur að vera „v“ en ekkert
— annar stafur komi ekki til greina.
30 Þess sér hvergi stað í dómabókinni að Agnes hafi talað þetta til líksins „þegar
hún stóð yfir“ því í baðstofunni morðnóttina, eins og Eggert Þór Bernharðsson
sviðsetur það svo dramatískt, sbr. „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 39
og 53, heldur aðeins að hún hafi sagt þetta þegar Natan var dauður.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 105