Saga - 2014, Blaðsíða 180
178
með honum. Ef við treystum hinni hollensku heimild er ljóst að Jan Jansson
hefur stjórnað ráninu í Grindavík. Í fjölda erlendra fræðirita segir að hann
hafi líka stjórnað í Eyjum og það hef ég sjálfur tekið upp.6 En tenging hol-
lensku heimildarinnar við íslenskar sýnir að þetta stenst varla, Jansson hef-
ur tæpast verið í Eyjum.
Doktorsefni gerir ekki ráð fyrir Jan Jansson í Eyjum en heldur samt að
hann hafi verið upphafsmaður og hugmyndasmiður fararinnar og tekið upp
samvinnu við Algeirsborgara um hana. Hann hafi haft annan fótinn í
Algeirsborg og Íslandsförin verið samantekin ráð; Múrat Reis og Algeirs -
borgarar skiptu líklega landinu á milli sín, segir doktorsefni. Á bls. 211–213 til-
greinir hann þó ýmis rök gegn þessu. Engu að síður heldur hann sig við til-
gátuna. Samkvæmt íslenskum heimildum voru foringjarnir tveir, annar var
frá Algeirsborg og stýrði aðgerðum eystra og í Eyjum (bls. 213) og nefndist
Morat Fleming. Doktorsefni rekur tilgátur um foringjann Murad Flamenco
sem á að hafa verið franskur (bls. 330). Það virðast því sterkar líkur fyrir að
foringjarnir hafi verið tveir og bágt að sjá að Jan Jansson hafi beinlínis verið
yfirforingi. Samkvæmt hollensku heimildinni sem höfundur dró fram var
Jan Jansson í Ermarsundi 1627 og það gagnaðist honum lítt, segir í heimild-
inni, og mun átt við að ránsfengur hafi verið rýr eða enginn. Má skilja svo að
þá fyrst hafi hann ákveðið að fara til Íslands, hann sigldi því ekki beint frá
Marokkó til Íslands. Tilraun til rána í Ermarsundi bendir vart til að Íslands-
förin hafi verið ákveðin í Marokkó í samráði við stjórnvöld þar. Doktorsefni
getur sér til að Jansson hafi frétt um það í Ermarsundi að danski flotinn væri
þá bundinn við önnur verkefni en varnir Íslands og hafi því séð að leiðin til
Íslands myndi vera greið. Niðurstaða mín er sú að Jansson hafi stjórnað í
Grindavík, standist hollenska heimildin frekari könnun. Hins vegar tel ég að
rökin fyrir því að Jansson hafi lagt á ráðin með Algeirsborgurum um Íslands-
ferðina og verið hugmyndasmiðurinn, jafnvel foringinn, séu heldur veik.
Næst spyr ég: Var ferðin hernaðaraðgerð (sbr. bls. 20, 192 og 193–194)?
Munur var gerður á ræningjum eftir því hvort þeir höfðu leyfi stjórnvalda til
rána eða ekki; fengist leyfi var litið á iðju þeirra sem hernað. Á bls. 95 telst
Tyrkjaránið hafa verið hernaðarárás, ekki beinlínis rán. Doktorsefni telur óvíst
um slík leyfi, skilji ég rétt. Engu að síður talar hann um hernaðar aðgerðir en
telur helst að þær hafi verið af trúarlegum hvötum (bls. 276, sbr. bls. 250). En
hvað merkir „trúarlegar hvatir“ í þessu sambandi? Voru ræningjarnir í trúar-
stríði hérlendis á vegum stjórnvalda í Norður-Afríku? Hvaða rök eru til þess?
Erum við kannski að tala um „heilagt stríð“ í einhverri mynd?
Orðið „korsari“ er strax nefnt á bls. 14 og haft um ræningjana frá Norður-
Afríku. Þetta lýsir viðleitni við að skerpa hugtök og nota skýr íðorð og er
lofsvert. Orðið er notað margoft í ritgerðinni en umræða um uppruna og
andmæli
6 Sjá t.d. skrif Henrys Barnby í Journal of Cork Historical and Archaeological Society
74:2 (1969) og Mariner’s Mirror 56 (1970).
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 178