Saga - 2014, Blaðsíða 232
fyrir um 11.000 árum, er fyrst greint frá þróun landbúnaðar almennt, en
síðan rakið hvernig landbúnaði vatt fram í helstu nágrannalöndum okkar,
einkum þó í Noregi. Þá er vikið að landnámi Íslands og fjallað um heim-
ildagildi Landnámu. Byggðaþróun er lýst með skemmtilegum kortum.
Sérstakur kafli er um áhrif landnáms á umhverfið og þar bent á að þótt
þau hafi vissulega verið mikil, hafi líklega of mikið verið gert úr þeim. Svo
virðist sem meginþorra íslenskra skóga hafi verið eytt á fyrstu hálfri öld
landnáms, en eftir það hafi útbreiðsla skóganna haldist að mestu svipuð.
Landsnámsmenn hafi trúlega eytt skógi til að laga landið að þeim búskap
sem þeir voru vanir, en það var einkum kúabúskapur sem krefst töluverðs
landrýmis. Aukin heldur sé ekki hægt að nota birki, sem mest var af í
íslenskum skógum, til fóðurs; kýr vilji ekki birkilauf og því hvorki hægt
að láta þær bíta skóginn né safna laufheyi af birkinu. Þá er greint frá land-
búnaði á þessum tíma, framleiðslu og landnýtingu. Greinargóðir kaflar
eru um innan- og utangarðskerfið, sem höfundur kallar svo, en innan
garðs var túnið og utan hans engi og úthagar. Fjallað er um garðalög í
Svarfaðardal, Suður-Þingeyjarsýslu og víðar og umfang þeirra og skipu-
lag sýnt með myndum og teikningum. Skemmtileg þrívíddarmynd á bls.
109 sýnir hvernig áburðarnotkun á Glaumbæ og Jaðri í Skagafirði breyttist
á árunum 879–1700. Á fyrsta tímabilinu var lítið borið á tún, á því næsta
mikið og skipulegar, en á því síðasta (1300–1700) var áburðarnotkunin
óskipuleg.
Í þriðja kafla, sem spannar tímabilið 1100–1400, er fyrst rætt um það
hvernig landbúnaður birtist í Íslendingasögum og síðan fjallað um byggð
og umhverfi, mannvit og búskap og bændur og betra fólk. Greint er frá
umfjöllun fræðimanna um það hversu margir Íslendingar hafi verið á
miðöldum og hve margir hefðu getað framfleytt sér af landinu. Niðurstaða
höfundar er sú að full ástæða sé „til að efast um að einhvers konar hámark
hafi verið á því hversu margir gátu lifað af landinu á Íslandi fyrr á öldum.
Engan veginn er víst, og raunar ólíklegt, að búið hafi verið að nýta alla
möguleika landsins til útþenslu í landbúnaði um 1100“ (bls. 115). Kaflinn
um íslensku góssin er fróðlegur og þar eru kort notuð til að sýna Skarðs -
góssið á 15. öld og hvernig Helgafellsklaustur auðgaðist af jörðum á 13. og
14. öld. Átök og erjur Sturlungaaldar fá ekki mikið rými.
Svartidauði og seinni plágan á 15. öld gerbreyttu íslensku samfélagi. Það
er rétt hjá höfundi að svo virðist sem söguvitund Íslendinga hafi ekki
meðtekið að fullu hvaða áhrif þessar drepsóttir höfðu á hið íslenska land-
búnaðarsamfélag. Fram að þeim tíma hafði landbúnaðarkerfið verið með
svipuðu sniði og í Noregi, en samfélagið gjörbreytist eftir það. Sauðfé
fjölgaði og nautgripum fækkaði, eins og glöggt er sýnt á tveimur kortum
sem betra hefði þó verið að hafa á sömu síðu (sjá bls. 124 og 181). Akuryrkja
lagðist af og tekjur af landskuld og kúgildaleigum féllu mikið með krepp-
unni. Í samantekt segir höfundur að eftir plágurnar hafi íslenskur land-
ritdómar230
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 230