Saga - 2014, Blaðsíða 247
HÁKONAR SAGA HÁKONARSONAR, BǪGLUNGA SAGA, MAGN -
ÚSS SAGA LAGABŒTIS. Útgefendur Sverrir Jakobsson, Þorleifur
Hauksson og Tor Ulset. Íslenzk fornrit XXXI–XXXII. Tvö bindi. Hið
íslenzka fornritafélag. Reykjavík 2013. lxvii+329 og lxxxiii+338 blað -
síður. Ættaskrár, viðurnefnaskrá, báta- og skipaheitaskrá, kort, mynd-
ir, viðaukar, nafnaskrá.
Á dögum Sigurðar Nordal og Einars Ól. Sveinssonar voru uppi áform um
að ritröð Fornritafélagsins, sem hófst með útgáfu 2. bindis 1933, myndi telja
mun fleiri bindi og taka til fleiri forntexta en síðar var ákveðið. Langt er
síðan röðinni voru dregin mörk við 35. bindi, sem út kom 1982, og með fyr-
irliggjandi útgáfu Hákonar sögu í tveimur bindum standa því fáar eyður
ófylltar. Guðrún Ása Grímsdóttir hefur þegar hafið vinnu við útgáfu Sturl -
ungu í þremur bindum og Þorleifi Haukssyni sækist vel Jómsvíkinga saga, en
hún er að líkindum næst í útgáfuröðinni í einu bindi með formála Þorleifs
og Marteins H. Sigurðssonar. Þá hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að
ljúka megi útgáfu Guðmundar sagna biskups í tveimur bindum á næstu árum,
Biskupa sögum IV og V og þar með ritröðinni. Stefán Karlsson, sem manna
best var að sér um Guðmundar sögur, dó frá útgáfunni en lét eftir sig sögu-
texta fyrra bindis að heita má fullunninn. Hins vegar munu áform Sigurðar
og Einars Ólafs ganga fram með öðru móti því að félagið hyggst ekki leggja
niður starfsemi, öðru nær: Frá herbergiskytru í kjallara Árnastofnunar berst
nú ómur af samlestri Þórðar Inga Guðjónssonar, ritstjóra félagsins, og
Vésteins Ólasonar á væntanlegri útgáfu eddukvæða, í tveimur bindum, af
hendi Vésteins og Jónasar Kristjánssonar. Lengra fram á veginn kúra Snorra-
Edda og fornaldarsögur Norðurlanda í a.m.k. fjórum bindum. Þá liggur
einnig fyrir að auk þeirra texta sem félagið hefur enn ekki ráðist í útgáfu á,
svo sem riddarasagna og lögbóka, er brýnt að gefa ýmsa hinna fyrri texta út
að nýju.
Því fylgja bæði kostir og gallar að viðhalda útgáfuröð sem rís á jafn-
gömlum merg og Íslenzk fornrit og ber jafnsterkan heildarsvip. Við lestur for-
mála raðarinnar frá upphafi má sannfærast um að þeir eru vettvangur lif-
andi fræða sem hafa vaxið og dafnað í takt við nýjan tíma. Á það hefur hins
vegar verið bent að úrvinnsla sagnatextanna lýtur enn í grundvallaratriðum
textafræðilegum viðmiðum sem voru almennt viðteknari á fyrri hluta 20.
aldar, þegar útgáfunni var mótaður heildarsvipur, en nú er, einkum eftir að
nýja textafræðin ruddi sér til rúms (oft með póstmódernísku bragði). Óþarft
er að rekja hér þá síungu deilu sem háð er um fræðilegt réttmæti þess eða
skynsemd að samræma stafsetningu fornra texta í útgáfum, hvort sem er
til nútímahorfs eða þess sem kallað er fornt (síðast gerði það ágætlega
Haraldur Bernharðsson í vorhefti Skírnis 2005). Á hinn bóginn sýnist
nauðsynlegra að gaumgæfa hvern sagnatexta raðarinnar sérstaklega með
ritdómar 245
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 245