Saga - 2014, Blaðsíða 216
þekktar heimildir og vel kunnar. Allt er þetta smekklega gert hjá Sveini og
umfjöllun vönduð, fræðileg, en umfram allt læsileg, enda hefur Sveinn
Einarsson stílvopnið á sínu valdi. Sveinn segir frá af hlýju og nær frá upp-
hafi samlíðun með skáldinu, samlíðun sem aldrei er yfirgengileg heldur
byggist á skilningi og mannlegri innsýn.
Annar kafli bókarinnar ber yfirskriftina „Leikskáldið“. Hann spannar
um 90 síður og þar er leikhúsmaðurinn Sveinn að sjálfsögðu á heimavelli.
Hann fer nokkuð ítarlega yfir verk skáldsins og greinir kost og löst á þeim
— þar er misjafn smekkur eins og gengur. Hann les Kamban inn í þróun
danskrar leikritunar með ágætum og dregur t.d. fram skoðanir bókmennta -
fræðingsins Martins Ellehauge, sem fannst Kamban ekki njóta sannmælis í
dönsku samhengi (bls. 94–97). En að sjálfsögðu ver Sveinn mestu púðri í að
skoða verkin og handtök skáldsins. Hann fjallar bæði um innihald verka og
viðtökur — en eðlilega eru þeir þættir ekki í jafnvægi milli einstakra leikrita
því örlög þeirra á leiksviði (hafi þau komist þangað) hafa verið mjög mis-
jöfn. Sveinn er hefðinni trúr, hann mælir helst með þeim leikjum sem hafa
náð að lifa og um Oss morðingja segir hann bókstaflega að hann sé þeirrar
skoðunar, líkt og margir, að þar fari eitt best skrifaða leikrit Íslendings (bls.
148). Og um Marmara segir Sveinn að það sé „eitt hið svipmesta í leikritun-
arsögu okkar“ (bls. 130). Sveinn hleður vel að þessum verkum tilvitnunum
úr leikdómum og annarri umfjöllun og gerir vel, fer þar meðalveg og vinn-
ur ágætlega úr. Hvað Höddu Pöddu varðar finnst mér Sveinn slá úr og í,
hann gerir verkinu góð skil en nær ekki — að mínu viti — að lemja af sér
fjötra hefðarinnar og kveða uppúr með að Hadda Padda sé prýðilegt leikrit,
sem mér þó finnst undir niðri að sé hans skoðun. Það vill segja á sínum stað
í leiklistarsögunni og á margan hátt sem dramatísk saga á nútíma mæli-
kvarða. Sveinn segir þó, svo öllu sé til haga haldið, að hann undrist að ekki
hafi verið látið reyna á sviðsetningu þessa æskuverks Kambans í seinni tíð
(bls. 112). Sama má segja um Skálholt, þar finnst mér Sveinn halda aftur af
sér — hann veit vel að verkið á góða möguleika og er um margt ljómandi
sviðsverk. Víst er Sveinn að mestu hættur að leikstýra sjálfur, en fáum
myndi ég samt treysta betur til að gera enn eina atlögu að þessu leikriti.
Hann segir að lokum um verkið: „En hér hefur verið litið á þetta leikrit sem
eitt þeirra sem lifa mun meðan leiklist er stunduð á Íslandi og mun tíminn
leiða í ljós hvort það reynist rétt, djörfung leikhúsmanna og hæfileiki lands-
manna til að halda í fortíð sína og menningu mun skera úr um með það“
(bls. 119). En hvað finnst Sveini?
Þegar ég sagði hér nokkru framar að Sveinn væri „særður af þessari
sömu hefð“ á ég við að á stundum lætur hann eins og hefðin hafi rétt fyrir
sér þegar hún hefur það ekkert endilega — að mínu mati. Við skulum hafa
í huga að hefðin þarf að sanna sína dóma og til þess er hún ekki kölluð á
meðan enginn skorar hana á hólm. Þetta finnst mér sérstaklega eiga við um
tvö leikrit Kambans en annað þeirra glímir Sveinn við í þessum öðrum kafla
ritdómar214
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 214