Saga - 2014, Blaðsíða 151
149
Umhverfissagnfræði verður að hafa það að leiðarljósi að lýsa
sögu samskipta mannsins við umhverfi sitt í öllum sínum marg-
breytileika. Sú staðreynd ein og sér að maðurinn sé líffræðileg vera
mælir ekki svo fyrir að saga hans hafi öll mótast af völdum náttúr-
unnar. Þá yrði útkoman umhverfissaga þar sem gjörðir mannsins
skiptu engu, heldur nægði sú orsakaskýring ein að allt hefði stjórn -
ast af náttúrunni. En á sama hátt verður að hafa í huga að saga
mannsins stjórnaðist ekki heldur af gjörðum hans einum, jafnvel
þótt hann byggi yfir gífurlegum hæfileikum sem vitsmunavera. Öll
saga mannsins gerist í náttúrulegu umhverfi hans og getur því ekki
einskorðast við það sem hann aðhafðist. Að öðrum kosti lentum við
í að skrá sögu mannveru sem væri með öllu laus úr tengslum við
náttúrulegt umhverfi sitt, rétt eins og við ímynduðum okkur í upp-
hafi þessa máls.16
Sögu mannsins og samskipta hans við umhverfi sitt má ekki
draga í dilk annars hvors aðilans. Hún verður að segja sögu stöð -
ugra samskipta mannsins og umhverfis hans. Sú saga verður því að
gera ráð fyrir hvoru tveggja, jafnt mannlegum sem náttúrulegum
orsakaskýringum. Sem dæmi má nefna hungursneyð. Hún getur
orðið af völdum náttúrunnar, til dæmis ef nytjaplöntur ná ekki að
þroskast vegna óhagstæðs veðurfars eða af því að nauðsynlega nær-
ingu skorti í jarðveginn. En vanþroski plantna verður ekki að upp-
skerubresti eða jafnvel hungursneyð fyrr en hann snertir manninn.
Hungursneyð er fyrirbæri sem kemur manninum við og getur því
jafnframt orðið af manna völdum. Ef maðurinn byggir til dæmis alla
sína afkomu á ræktun einnar nytjaplöntu, ef matvælum er ójafnt
skipt manna á milli eða ef maðurinn sveltir jarðveginn næringu með
einrækt einnar tiltekinnar nytjaplöntu. Örlög manns og náttúru eru
samofin og því verður öðrum aðilanum ekki einum um kennt
hvernig fór.17
Umhverfissagnfræði má heldur ekki einblína á breytingar. Saga
manns og skóga má til dæmis ekki einblína á skógarhöggið eitt,
heldur verður hún einnig að fjalla um vöxt skóga. Þótt vera megi
einfaldara að finna heimildir um breytingar, eins og skógarhögg, má
umhverfi og sagnfræði
16 Sjá nánar um atbeina manns og náttúru: Linda Nash, „The Agency of Nature or
the Nature of Agency?“, Environmental History 10:1 (2005), bls. 67–69. Um
kenn ingarlegt samband manns og náttúru, sjá Theodore Schatzki, „Nature and
Technology in History“, History and Theory 42:4 (2003), bls. 82–93.
17 Sjá Joachim Radkau, „I. Nachdenken über Umweltgeschichte“, bls. 44–45.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 149