Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 16

Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 16
Sif Sigmarsdóttir n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Mín skoðun Skoðanir eru eðlileg- ar. Ólíkar skoðanir eru nauð- synlegar. Þær búa til súrefnið í samfélag- inu. Margir ylja sér nú við til- hugsunina um tilver- una eftir Covid en Alþjóða- heilbrigðis- málastofn- unin spáir lokum heimsfar- aldursins á árinu. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Verð á rafmagni er orðið svo hátt í Bretlandi að fjöldi fólks hefur ekki lengur efni á að kynda heimili sín. Hneykslun vakti nýverið þegar breska orkufyrirtækið Ovo ráðlagði viðskiptavinum sínum að sækja sér hita með því að faðma gæludýrin sín, hefði það ekki efni á að kveikja á ofnunum. Annað orku­ fyrirtæki, E.ON, sendi viðskiptavinum sínum sokka í pósti. Margir ylja sér nú við tilhugsunina um tilveruna eftir Covid, en Alþjóðaheilbrigðis­ málastofnunin spáir lokum heimsfarald­ ursins á árinu. Í gráma janúarmánaðar snúast áætlanir um hinn nýja veruleika gjarnan um ferðalög til heitra landa og gleðskap. Svo kann þó að vera að handan hornsins bíði annað en sú veröld vellystinga sem okkur dreymir um. Frábær faraldur Í kórónaveirufaraldrinum urðu hinir ríku ríkari og þeir fátæku fátækari. Samkvæmt skýrslu hjálparsamtakanna Oxfam sem birt var í vikunni, tvöfaldaðist samanlagður auður tíu ríkustu manna veraldar á tímum heimsfaraldursins. „Milljarðamæringar áttu frábæran faraldur,“ sagði Gabriela Bucher, framkvæmdastjóri Oxfam. „Seðlabankar dældu fjármunum inn á fjármálamarkaði til að bjarga hagkerfum, en mikið af verðmæt­ unum endaði í vösum milljarðamæringa sem stórgræddu á bólum á hlutabréfamörkuðum.“ Á sama tíma og eignir manna á borð við Elon Musk og Jeff Bezos blésu út, drógust tekjur 99 prósenta mannkyns hins vegar saman, samkvæmt skýrslunni. Vegna sóttvarnaaðgerða, samdráttar í alþjóðavið­ skiptum og túrisma, fjölgaði fólki sem lifir í fátækt um 160 milljónir. Bretland gæti orðið fyrst landa til að lýsa kórónavírusfaraldrinum lokið, en mjög hefur hægt á smitum og spítalainnlögnum þar nýverið. Sú heimsmynd sem blasir við handan hamfaranna er þó ekki glaumur og gleði. Launaójöfnuður hefur aukist í fyrsta sinn í tíu ár, verðbólga hefur ekki verið jafnhá í þrjátíu ár, skattbyrði hins almenna launþega þyngist og fjölskyldur þurfa að velja milli þess að kynda eða kaupa mat. Veröldin eftir kóvid var á dagskrá árs­ fundar Alþjóðaefnahagsráðsins, sem venju­ lega er haldinn í Davos, en fór fram í vikunni rafrænt vegna heimsfaraldursins. Fundinum barst opið bréf af óvenjulegum toga. „Við getum ekki annað en viðurkennt að í þau tvö ár sem veröldin hefur gengið í gegnum ólýsanlegar þjáningar vegna heimsfaraldurs hefur auður okkar snaraukist,“ sagði í bréfinu sem var undirritað af hundrað milljarðamær­ ingum víða að úr heiminum. „Fæst okkar, ef nokkurt, geta þó í einlægni sagst hafa borgað sanngjarna skatta.“ Í bréfi til efnahagsráðsins krefst ríkasta fólk veraldar þess að það sé tafarlaust krafið um hærri skatta, svo að byggja megi upp sann­ gjarna veröld úr sviðinni jörð heimsfarald­ ursins: „Skattleggið þau ríku, skattleggið okkur strax.“ Á listanum má finna Dani, Norðmenn, Bandaríkjamenn, Breta og Þjóð­ verja. Þar var þó ekki að finna neinn auðjöfur frá einu ríkasta landi heims, Íslandi. Teikn eru á lofti um að veruleikinn eftir Covid verði tvískiptur. Annars vegar blasir við draumkennd veröld hinna fáu sem knýja áfram eftirspurn eftir Range Rover jeppum og skíðaferðum til Ischgl, hins vegar óttablandin grámóska hinna fjölmörgu sem þurfa að gera sér að góðu að faðma gæludýrin sín til að halda á sér hita. Á Íslandi kann að virðast langt í endalok faraldursins. Freistandi er því að „dvelja í möguleikanum“ eins og ljóðskáldið Emily Dickinson komst að orði – ylja sér við óra. En hinn nýi veruleiki er handan hornsins. Hver hann verður er undir okkur komið. Hér á landi eins og annars staðar hafa fjölmargir hagnast gífurlega í heimsfaraldr­ inum. Er ekki tímabært að spyrja hver sé eðlilegur hlutur þeirra í komandi uppbygg­ ingarstarfi? n Handan hamfaranna Skoðanaskipti á Íslandi gætu verið í hættu af ástæðu sem rekja má til upp­ lýsingahræðslu. En svo er nú komið, að því er virðist í æ f leiri tilvikum, að betur fer á því að halda sig til hlés en að tjá hug sinn til manna og málefna. Og láti menn í ljósi álit sitt og afstöðu eru þeir nú hæglega skotnir á færi – það er tíska dagsins, krafa kvöldsins; þeir skuli lítillækk­ aðir, forsmáðir og bannfærðir, gott ef ekki útilokaðir. Skoðun er nefnilega ekki lengur sjálfsögð, eðlilegt efni í umræðu, hvati til vitrænna samskipta, hvað þá saklaus máti til gagnrýninna tjáskipta, heldur er hún meiningarfull og oft og tíðum ofhlaðin af gildismati, og þess þá heldur hættuleg og afhjúpandi fyrir allan okkar innri mann. Í raun og veru hefur rannsóknarréttur miðalda verið endurvakinn með aðstoð eilífðartækninnar sem festir öll okkar sam­ skipti til frambúðar – og það sem við segjum í dag, kannski umhugsunarlaust og ógæti­ lega, felur í sér endanlega dóminn um okkar ágæti. Við erum það sem við segjum og gerum á samfélagsmiðlum – og þar er komin varanleg umsögn um mannkosti okkar, ef þeir eru þá á annað borð einhverjir. Staðan er nefnilega þessi: Umburðarlyndið og þolinmæðin gagnvart skoðunum annarra virðist vera á undanhaldi, altso hleypidóma­ leysið og mildin í samskiptum við þá sem kunna að halda öðru fram en maður sjálfur. Og verst er óþolið gagnvart skrýtnum skoðunum, óvæntum, allt öðru vísi en áður hafa verið viðraðar, en einkum og sér í lagi gagnvart skýrum málflutningi fólks sem vill bara standa í lappirnar og leyfa sér annað en hjarðhegðun. Þessi hægfara þróun í átt til einnar leyfi­ legrar skoðunar í hvaða málaflokki sem er, mun grafa undan lýðræðinu. Hún mun draga þróttinn úr lífsnauðsynlegu samtali þjóðarinnar um áherslur og stefnur – og hún mun líka gera samfélagið einsleitara og ótta­ slegnara. Skoðanir eru eðlilegar. Ólíkar skoðanir eru nauðsynlegar. Þær búa til súrefnið í sam­ félaginu. Ysti maðurinn til hægri græðir allt­ af á samtalinu við ysta manninn til vinstri – og miðjumaðurinn þar á milli hefur alltaf eitthvað mikilvægt til málanna að leggja. Og það er af því að eitthvert inntak er til í öllum skoðunum, einhver kjarni sem verðugt er að velta fyrir sér. Og vera sammála honum og vera ósammála honum. En útiloka hann ekki. n Skoðanafrelsi SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. janúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.