Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 31

Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 31
KYNN INGARBLAÐ Kynningar: Kore, PósturinnLAUGARDAGUR 22. janúar 2022 Heimsendingar KORE alla leið heim að dyrum KORE stimplaði stökka blómkálsvængi með kóreskri gochujang-sósu og djúsí kóresk taco rækilega inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar, þegar þessi margrómaði skyndibitastaður opnaði dyr sínar í júni fyrir hartnær fimm árum. Nú er hægt að fá KORE sent beint heim að dyrum en einnig er von á að fleiri staðir verði opnaðir á árinu. 2 Atli Snær til hægri, Ylfa Mjöll dóttir Atla, í miðið og svo Jón Þorberg Ottósson til vinstri, eru hér stödd á KORE á Kringlutorgi, tilbúin að taka á móti viðskiptavinum og heimsendingarpöntunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Veitingastaðurinn KORE var opn- aður þann 1. júní 2018 í Granda Mathöll og ári síðar, þann 1. maí, á Kringlutorgi. Í júní í fyrra var systurstaður KORE, Chikin, í Ingólfsstræti, svo opnaður. „Þetta hefur í raun verið algjört ævintýri frá fyrsta degi sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir Atli Snær, sem er eigandi veitingastaðanna, ásamt Jóni Þorberg Óttarssyni. Innblástur í borg englanna KORE býður upp á einstakan kost í skyndibita- og veitingastaðaf- lóru Reykjavíkur. „Sérstaða okkar er sú að við vinnum með hráefni sem hreinlega hafa ekki sést á veitingastöðum hér heima. Við erum í raun ekki harðkjarna kór- eskur staður, heldur sækjum við innblástur í kóreska matargerð. Við vinnum mikið með kóresk hráefni, en höfum hins vegar alltaf sagt að það sé smá LA-tvist á matnum okkar, en í borg englanna er einmitt algengt að sjá kóreska og mexíkanska matargerð renna saman, líkt og gerist hjá okkur á KORE. Síðast en ekki síst er allt okkar hráefni unnið frá grunni, eftir okkar eigin uppskriftum, sem er töluvert frábrugðið mörgum skyndibitastöðum hérna heima. Annars reynum við bara almennt að hafa gaman af því sem við erum að gera og úr verður ljúffeng sam- suða af metnaði, gleði og sköp- unarkrafti.“ KORE fyrir alla KORE er með gómsætan skyndi- bita fyrir alla, hvort sem fólk vill kjöt, grænmeti eða vegan mat. „Það er okkur mjög mikilvægt  Núna erum við með sérstakan veganúar-afsláttar- kóða sem veitir græn- kerum afslátt af heimsendum græn- metisréttum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.