Fréttablaðið - 22.01.2022, Page 38

Fréttablaðið - 22.01.2022, Page 38
hagvangur.is Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða skólastjóra Stóru-Vogaskóla. Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í ört stækkandi sveitarfélagi. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Fagleg forysta og skólaþróun • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans • Rekstur Tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga • Samstarf við ýmsa aðila skólasamfélagsins Menntunar- og hæfniskröfur • Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði • Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og þróun skólastarfs • Leiðtogahæfni, metnaður og reynsla af að leiða skólaþróun • Rík samskipta- og skipulagshæfni • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti Ráðið verður í stöðuna frá 1. apríl 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2022. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Nánari upplýsingar um störfin veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is Stóru-Vogaskóli er heildstæður grunnskóli með 170 nemendur í 1.-10. bekk. Íþrótta- og sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöð og sundlaug bæjarins. Innan veggja skólans og undir stjórn skólastjóra er einnig rekinn Tónlistarskóli Sveitarfélagsins Voga. Frístundaskóli er einnig starfræktur á vegum skólans, þar er athvarf fyrir nemendur í 1.-4. bekk að loknum skóladegi. Einkunnarorð skólans eru virðing - vinátta – velgengni. Sveitarfélagið Vogar er næst landstærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 1.330 íbúa. Sveitarfélagið býður upp á rólegt og vinalegt umhverfi þar sem stutt er í náttúruna. Skólastjóri Stóru-Vogaskóla Skannaðu kóðann fyrir nánari upplýsingar Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í 50 ár hagvangur.is 4 ATVINNUBLAÐIÐ 22. janúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.