Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 42

Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 42
Skólaritari og launafulltrúi Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa ritara í 65% starf frá 1. mars 2022. Helstu verkefni og ábyrgð - Almenn skrifstofustörf. - Umsjón með reikningshaldi. - Skólaritari er jafnframt launa- og persónuverndarfulltrúi. Hæfnikröfur - Auk stúdentsprófs er bókhaldsnám eða bókhaldsþekking æskileg. - Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta. - Reynsla af launaforritinu H-laun er kostur. - Lipurð í mannlegum samskiptum, samviskusemi og frumkvæði. Með umsókn fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu og meðmæli tveggja aðila. Skólaritari starfar í húsnæði tónlistarskólans Eyravegi 9, Selfossi. Fastur starfstími skólaritara er kl. 12:00 – 16:00 auk fjögurra morgna í mánuði kl. 8:00 - 12:00 (eða eftir samkomulagi). Kjör eru samkvæmt kjarasamningi FOSS. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2022. Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 861-9687 / helga@tonar.is eða aðstoðarskólastjóra í síma 864-1235 / joi@tonar.is, sem einnig taka á móti umsóknum. Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum landsins með starfsemi á 14 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 575 og starfa 39 kennarar við skólann. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.tonar.is Kr ía h ön nu na rs to fa | w w w .k ria .is Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 480 www.vmst.is Fyrirmyndarþjónusta Virðing Áreiðanleiki Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða í stöðu forstöðu manns þjónustuskrifstofa Vinnumála stofnunar á Norður landi eystra og Austurlandi með aðsetur á Akureyri. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt stjórn og framkvæmd verkefna þjónustu skrifstofanna. Meðal helstu verkefna eru ráðgjöf og þjónusta við atvinnuleitendur, atvinnurekendur og aðra hagsmuna­ aðila á svæðinu. Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki MENNTUN OG HÆFNI: • Háskólamenntun í félagsráðgjöf, náms­ og starfsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Stjórnunarhæfni og reynsla. • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar. • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi. • Stafræn færni til að nýta við framkvæmd og framþróun þjónustu skrifstofunnar. • Góð tök á íslensku og ensku. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 2. maí 2022. Sækja skal um starfið á vef Starfatorgs: www.starfatorg.is. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Vinnu mála­ stofnunar og viðkomandi stéttarfélags. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðunin um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100% Nánari upplýsingar veita: Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri þjónustusviðs, gisli.d.karlsson@vmst.is og í síma 515­4800 Vilmar Pétursson mannauðsstjóri, vilmar.petursson@vmst.is og í síma 515­4800. Umsóknafrestur er til og með 7. febrúar 2022. FORSTÖÐUMAÐUR ÞJÓNUSTUSKRIFSTOFA Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og Austurlandi Viltu stýra áhættu hjá stærsta lífeyrissjóði landsins? Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins leitar að öflugum og ábyrgum einstaklingi með haldgóða reynslu af áhættustýringu, greiningu og framsetningu efnis. Í áhættustýringu LSR eru verkefnin ekki einungis áhugaverð og krefjandi – þau varða hagsmuni tugþúsunda sjóðfélaga. Þú slæst í hóp reynslumikils starfsfólks sem stýrir sjóðnum í gegnum örar breytingar með metnað og bjartsýni að leiðarljósi. Áhættustýring hefur eftirlit með helstu áhættu­ þáttum sjóðsins, vinnur þvert á önnur svið, beitir sér fyrir sífelldum úrbótum og stuðlar að sterkri áhættuvitund starfsfólks. Áhættustýring veitir einnig öðrum sviðum sjóðsins stuðning og ráðgjöf við dagleg störf. Helstu verkefni og ábyrgð • Greining og mat á helstu áhættuþáttum sjóðsins. • Gerð skýrslna og annarra gagna fyrir stjórn, stjórnendur og eftirlitsaðila. • Áhættueftirlit og frávikagreining sem tengist fjárfestingum og rekstri sjóðsins. • Þátttaka í stöðugri þróun áhættustýringar. • Virkt samstarf við starfsfólk sjóðsins. Menntunar­ og hæfniskröfur • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, s.s. hagfræði, stærðfræði eða verkfræði. • Haldgóð reynsla af greiningarvinnu og mjög góð greiningarhæfni. • Framúrskarandi hæfni til að setja fram efni og niðurstöður í tölum, myndum og texta. • Góð færni í íslensku og ensku. • Framúrskarandi samstarfs- og samskipta- hæfileikar, metnaður og heilindi. • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi. • Reynsla af greiningartólum eins og t.d. Power BI er kostur. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, katrin@hagvangur.is. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2022. Umsókninni þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins OG METNAÐUR SÉRFRÆÐINGUR Í ÁHÆTTUSTÝRINGU REYNSLA, FRUMKVÆÐI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.