Fréttablaðið - 22.01.2022, Síða 51

Fréttablaðið - 22.01.2022, Síða 51
SveitarfélagiðÁrborg er að leita eftir öflugum einstaklingum sem vilja ganga til liðs við skemmtilegan vinnustað sem sinnir fjöl- breyttum verkefnum í þágu samfélagsins. Árborg er ört vaxandi samfélag með um 11 þúsund íbúa. Hjá sveitarfélaginu vinnur breiður hópur fólks í sameiningu að því að veita íbúum og öðrum þjónustuþegum sem besta þjónustu. Starfsfólk sveitarfélagsins eru um 1000 manns á rúmlega 30 vinnustöðum. Fjármálasérfræðingur á fjölskyldusviði Fjölskyldusvið Árborgar auglýsir starf fjármálasérfræðings laust til umsóknar. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fjármála- og rekstrarþjónustu vegna skólamála-, félagsþjónustu og frístundamála. Næsti yfirmaður fjármálasérfræðings er sviðs- stjóri fjölskyldusviðs og helstu verkefni tengjast fjármálaþjónustu við stjórnendur fagsviðsins, greiningu lykiltalna, fjármálagrein- ingar, eftirlit og áætlanagerð að höfðu samráði við stjórnendur. Fjármálasérfræðingur þarf að sýna ábyrgð, frumkvæði og metnað til að ná bætingu í rekstrarárangri fagsviðsins. Leitast er við að efla faglega umgjörð og þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og stofnanir fjölskyldusviðs. Um er að ræða 100% starf og ráðið verður í stöðuna frá 1. mars 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsjón með fjárhagslegri umsýslu sviðsins eftir því sem sviðsstjóri felur viðkomandi • Upplýsingagjöf, eftirlit og ráðgjöf við stjórnendur fagsviðsins • Vinna að þróun reiknilíkana og umsjón með þeim • Gerð fjárhagsáætlana og skoðun reikninga • Mánaðarleg uppgjör og frávikagreiningar • Rýni í kjarasamninga, lög og reglugerðir sem hafa áhrif á rekstur og fjölda stöðugilda • Aðstoð við umsóknir í Jöfnunarsjóð og eftirlit í samstarfi við fjármálasvið • Greiningarvinna og úrvinnsla tölulegra upplýsinga Menntun og hæfniskröfur • Háskólagráða í viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi • Meistarapróf er kostur • Reynsla af vinnu við uppgjör og áætlanagerð æskileg • Reynsla af greiningu lykiltalna æskileg • Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg • Þekking á rekstri skóla og félagþjónustu er kostur • Góð íslenskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð • Lipurð í samskiptum Innkaupastjóri Sveitarfélagið Árborg auglýsir starf innkaupastjóra laust til umsóknar. Um nýtt starf er að ræða sem heyrir undir fjármálasvið sveitarfélagsins. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga og drifkraft til að móta þessa nýju stöðu ásamt því að endurskoða innkaupaferla og vinna að hagræðingu í innkaupum þvert á alla vinnustaði Árborgar. Þekking og reynsla af innkaupum, útboðum og vörustjórnun er mikilvæg í starfi innkaupastjóra ásamt góðri hæfni í mannlegum samskiptum. Um 100% starf að ræða. Gott er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgð • Yfirumsjón með innkaupum sveitarfélagsins • Framþróun á skilvirkum innkaupum, mótun innkaupaferla og innleiðing þeirra • Innkaupasamningar og útboð • Skýrslugerð og greiningar • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnenda Menntun og hæfniskröfur • Háskólamenntun eða mikil starfsreynsla sem nýtist í starfi. • Þekking og reynsla á innkaupum, útboðum og vörustjórnun • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur • Þekking og reynsla af Navision er kostur • Gerð er krafa um nákvæm og öguð vinnubrögð og afburða talnaskilning • Sjálfstæði, frumkvæði og þjónustulund • Framúrskarandi samskiptafærni • Framúrskarandi málskilningur • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Nánari upplýsingar Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur vegna starfs innkaupastjóra er til og með 30. janúar. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Garðarsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, inga@arborg.is, sími 480-1900 Umsóknarfrestur vegna starfs fjármálasérfræðings er til og með 2. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, thorsteinnhj@arborg.is eða í síma 480-1900. Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins. Eingöngu er hægt að sækja um störfin á ráðningarvef sveitarfélagsins, starf.arborg.is og umsóknir gilda í sex mánuði. Byggingafélag námsmanna auglýsir eftir málara í viðhaldsteymi félagsins. Málari/umsjónarmaður fasteigna Helstu verkefni : • Málun íbúða félagsins, bæði heilmálun og viðgerðir • Eftirlit með íbúðum og fasteignum • Samskipti við leigutaka og úttektir íbúða við skil • Þrif og frágangur íbúða til afhendingar fyrir nýja leigjendur. Kröfur : • Menntun og reynsla á sviði húsamálunar • Jákvætt hugarfar og góðir samskiptahæfileikar • Rík þjónustulund • Haldgóð íslenskukunnátta • Hreint sakavottorð • Ökuréttindi Umsóknarfrestur er til 23. janúar og skal öllum umsókn- um skilað með rafrænum hætti í tölvupósti á netfangið bodvar@bn.is. Tilgreina skal helstu persónuupplýsingar ásamt ferilskrá og menntun. Öllum umsóknum verður svarað. Störfin henta bæði konum og körlum og eru bæði kyn hvött til að sækja um. Byggingafélag námsmanna á og leigir út til námsmanna um 600 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er með um 100 íbúðir í byggingu og áformar að byggja um 150 íbúðir til viðbótar á næstu 5 árum. Ennfremur sér félagið um rekstur stúdentagarða Háskólans í Reykjavík þar sem eru yfir 250 íbúðir. Erum við að leita að þér? ATVINNUBLAÐIÐ 17LAUGARDAGUR 22. janúar 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.