Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 20216 Ágæti lesandi, nú líður að áramótum og er vert að fara yfir liðið ár og hvar við erum stödd á vegferð nýrra Bændasamtaka Íslands. Í byrjun þessa árs fór Sigurður Eyþórsson til nýrra starfa hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá hófst leit að nýjum framkvæmdastjóra fyrir samtökin en samið var við Oddnýju Steinu Valsdóttur um að sinna starfinu þar til nýr starfsmaður tæki til starfa. Eftir nokkur viðtöl við einstaklinga var niðurstaðan sú að ráða Vigdísi Häsler Stefánsdóttur til starfans og tók hún við stöðu framkvæmdastjóra í febrúar á þessu ári. Fyrsta verkefni stjórnar var að formgera sameiningu búgreinafélaganna í Bænda­ samtökin þar sem fyrir lá að afgreiða þyrfti málið á Búnaðarþingi í mars. Það er skemmst frá því að segja að á því Búnaðarþingi var tillagan samþykkt að öll félögin myndu sameinast Bændasamtökunum með fyrirvara um samþykkt aðalfunda viðkomandi búgreina. Á aukabúnaðarþingi þann 10. júní var síðan endanlega staðfest sameiningin, að undanskildu Félagi hrossabænda sem frestaði til hausts og hafa staðfest aðkomu sína að Bí og svo Æðarræktarfélag Íslands en þeirra aðalfundi hefur verið frestað og ekki komið ný dagsetning þar sem Covid­19 hefur sett strik í reikninginn. Ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessu mikla og mikilvæga verkefni fyrir einhug og samstarf í að láta þetta raungerast og ekki síður bændum fyrir samstöðuna í þessu mikilvæga hagsmunamáli bænda til framtíðar. Verkefni næstu mánaða og missera er að fínpússa sameininguna þannig að sameinuð samtök vinni betur að hag allra bænda. Heimsfaraldur hefur haft ýmis áhrif Verulegur tími hefur farið í að fá skráningar bænda inn í Bændatorgið þannig að allir félagsmenn aðildarfélaganna skili sér inn í sameinuð samtök. Fundarherferð var farin í október þar sem við kynntum áherslur okkar til framtíðar en því miður urðum við að fresta hluta fundanna vegna veðurs og svo Covid. Það er von okkar að halda fundarherferð áfram á nýju ári þegar vonandi Covid linnir. Unnið er að stefnumótun fyrir Bændasamtök Íslands sem lögð verður fyrir búgreinaþing sem fyrirhugað er að verði haldið 3. og 4. mars næstkomandi. Mikilvægt er fyrir stjórn að hafa stefnu Bændasamtakanna til framtíð­ ar sem leiðarljós, en fyrirhugað er að halda Búnaðarþing þann 30. mars til 1. apríl 2022. Stjórn hefur hist reglulega á þessu ári og eru stjórnarfundir orðnir 26 en við reynum að halda fundi á 14 daga fresti þar sem mjög mörg mál þurfa úrlausnar með skjótum hætti. Ég vil þakka stjórninni fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og ekki síður samstöðuna þar sem hingað til hefur ekki þurft að koma til atkvæðagreiðslu um mál heldur höfum við náð að tala einum rómi fyrir bændur á Íslandi í heild sinni. Viðræður um sölu á Hótel Sögu Ekki er hægt að rita létt yfirlit yfir starfsemina án þess að minnast á Hótel Sögu. Þegar þetta er ritað eru viðræður í gangi við fjármálaráðuneytið um hugsanleg kaup á húsinu fyrir Háskóla Íslands. Ýmis tæknileg atriði þarfnast úrlausnar áður en skrifað verður undir kaupsamning en viðræður eru í gangi og er það von mín að þeim ljúki fyrir jól. En verulegur tími hefur farið í viðræður við ýmsa áhugasama fjárfesta um kaup og leigu, þetta hefur tekið talsverðan tíma af öðrum störfum en við höfum haft til ráðgjafar Sigurð Kára Kristjánsson í þessu verkefni og færi ég honum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf fyrir okkar hönd í þessu máli. Ég vil að lokum þakka öllu starfsfólki Bændasamtakanna fyrir frábært samtarf á árinu sem er að líða og óska öllum, ekki síður lesendum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir á nýju ári. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Nú er senn að baki annað árið í sérkenni- legu ástandi vegna heimsfaraldurs af völdum Covid-19. Hugsanlega er langt í að jarðarbúar upplifi það sem kalla mætti „eðlilegt“ ástand að nýju og jafn- vel að breyttur veruleiki vegna veiru- sjúkdóma sé hið nýja eðlilega ástand. Þrátt fyrir allt þá hefur mannskepnan alltaf reynt að aðlagast breyttum aðstæðum og vel flestir Íslendingar í dag þurfa svo sem ekkert að vera að væla og hafa það bara ágætt. Alltaf eru samt einhverjir sem hafa ekki tök á að krafla sig upp í samfélaginu af eigin rammleik og lifa við sárafátækt, vegna ýmiss konar veikinda og fötlunar. Það er til hreinnar skammar hvernig komið er fram við það fólk af hálfu okkar sameiginlega ríkiskerfis. Þar er það engin kórónaveira sem hægt er að fela sig á bak við sem stýrir þeim gjörningum, heldur lifandi fólk, sem er okkar fulltrúar á Alþingi. Ekki má heldur gleyma öldruðum, sem töldu sig vera að búa í haginn til efri áranna með stofnun lífeyrissjóða í lok sjö­ unda áratugar síðustu aldar. Þá var skýrt tekið fram að þeir áttu að vera uppbót á lágmarksgreiðslur almannatrygginga, en ekki að koma í stað þeirra. Hvern hefði þá grunað að fulltrúar almennings á hinu háa Alþingi myndu smám saman reyna að koma því þannig fyrir að sjóðirnir yrðu fyrst og fremst nýtt­ ir í þágu ofurríkra fjármálamanna til að leika sér með og sem fastur hluti af lífeyr­ isgreiðslukerfi ríkisins? Það er því ekkert skrítið að margir lífeyrisgreiðendur upplifi þetta sem hreinan þjófnað á því lífeyris­ tryggingafé sem þeir hafa lagt til hliðar með skylduaðild á langri starfsævi. Í ljósi botn­ lausra skerðinga í kerfinu er þetta ekki bara huglæg upplifun, heldur sorgleg staðreynd. Af hverju í fjáranum ætti fólk svo að vera tilbúið að leggja um og yfir 15% af sínum launatekjum í slíka fjárglæfraspila­ mennsku? Tilgangurinn með stofnun lífeyris­ sjóðanna kemur skýrt fram í söguágripi Alþýðusambands Íslands, en þar segir m.a.: „Einn af mikilvægustu áföngunum í baráttu íslenskrar verkalýðshreyfingar er kjarasamningur ASÍ og VSÍ frá 1969 um stofnun almennra lífeyrissjóða fyrir alla launamenn. Samningurinn skyldar launa­ greiðanda til þess að taka þátt í að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsmenn sína og tryggja þeim þannig lífeyrisréttindi við starfslok vegna aldurs eða örorku og sömuleiðis eftirlifandi maka og börnum lífeyri við andlát.“ Lög um skylduaðild allra launamanna að lífeyrissjóðum voru síðan sett árið 1974, og tóku líka til þeirra sem voru utan verka­ lýðsfélaga. Síðan segir í ágripi ASÍ: „Með kjarasamningi milli Alþýðu­ sambands Íslands og Samtaka atvinnurek­ enda frá 19. maí 1969 var gert samkomulag um að frá 1. janúar 1970 skyldu starfræktir söfnunarlífeyrissjóðir á félagslegum grunni samtryggingar og var þeim ætlað að vera viðbót við almannatryggingarkerfið og standa undir verulega bættum kjörum lífeyrisþega sem mikil þörf var á. Til að tryggja öllum launamönnum lágmarksrétt var kveðið á um skylduað­ ild allra félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem að lífeyrissjóðnum standa og skyldu sjóðirnir veita öllum sjóðfélögum sama rétt fyrir sömu iðgjöld án tillits til aldurs við iðgjaldagreiðslu, kynferðis eða starfs.“ Við verðum þó að vona að hætt verði að ganga á rétt fólks hvað afkomutryggingar áhrærir. Með þá von í brjósti vil ég þakka öllum lesendum Bændablaðsins ánægjulega samfylgd á árinu sem er að líða. Bestu óskir um gleðileg jól og megi gæfan vera með ykkur á nýju ári. – Hörður Kristjánsson Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 – Forsíðumynd: Þorsteinn Davíðsson Horft af Steingrímsfjarðarheiði inn yfir Þorskafjarðarheiði í desembersól. Upp úr botni Þorskafjarðar liggur þjóðvegur um Þorskafjarðarheiði og lá niður í Langadal við Ísafjarðardjúp líklega um 25 km vegalengd. Var hann lagður á árunum 1940-1946 og þjónaði sem aðalleiðin á milli Reykjavíkur og Djúps fram til 1987, þegar vegur um Steingrímsfjarðarheiði var opnaður. Heiðin er allt að 490 metra há og talsvert ekin á sumrin, er nú með tengingu inn á Steingrímsheiði, en lokast strax og fer að snjóa. Vegna þessara erfiðu vetrarsamgangna var farið að huga að öðrum kostum. Tvær leiðir voru skoðaðar, önnur úr Ísafirði við Laugaból og yfir Kollafjarðarheiði og niður í Kollafjörð (þjóðvegur 66) sem er 21 km og liggur á stuttum kafla upp í 460 metra hæð. Hin leiðin var að fara yfir Steingrímsfjarðarheiði (mest í 439 metra hæð) og niður í Steingrímsfjörð skammt norðan við Hólmavík. Skiptar skoðanir voru um hvora leiðina ætti að fara, en tekin var um það pólitísk ákvörðun að ráðast í vegagerð yfir Steingrímsfjarðarheiði. Var sá vegur opnaður árið 1984. Mynd / Hörður Kristjánsson Að tryggja afkomu Nýjar áskoranir á nýju ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.