Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 69
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 69
aldar eftir Krist og telja margir
Armeníu vera fyrsta landið í heimi
sem gerði kristni að ríkistrú árið
301. Í dag teljast 93% þjóðarinnar til
Armensku postulakirkjunnar sem er
hluti Austurkirkjunnar. Ólík kirkjum
víða er lítið sem ekkert um skraut í
armenskum kirkjum og þær látlausar.
Víða er kirkjunum skipt í tvo sali.
Inn í forsalinn mættu allir, meira að
segja heiðingjar, til að hlýða á messur
og söng en í innri salinn eða skipið þar
sem messan fór fram máttu einungis
þeir sem skírðir voru stíga. Bæði utan
við og inni í kirkjunum eru grafir
presta og heilagra manna en ólíkt
því sem tíðkast víða þykir sjálfsagt í
Armeníu að ganga á gröfunum og losa
sig þannig við hluta syndabaggans
sem sogast niður í grafirnar.
Falleg náttúra
Náttúra Armeníu er fjölbreytt og
myndræn. Landið er fjöllótt og hæsti
tindur þess, Gyamish, er í 3.724 metra
hæð. Í dölum og sums staðar upp á
fjallsbrún vaxa skógar með eik, beyki
og ávaxtatrjám og meðal villtra dýra
eru geitur, dádýr og svín.
Austanvert í landinu, skammt frá
landamærum Aserbaídsjan, er Sevan-
vatn. Árið 1933 var stærð vatnsins
1.360 ferkílómetrar og dýpt þess
95 metrar og líffræðileg fjölbreytni
þess mikil. Á fjórða áratug síðustu
aldar, undir stjórn Sovétríkjanna, var
ákveðið að lækka yfirborð vatnsins
með því að nota vatnið úr því í
áveitur og til raforkuframleiðslu.
Valhnetutrjám og eikum var plantað á
nýjum lendum við bakka vatnsins og
stórfellt eldi á framandi fisktegundum
hafin. Ekki liðu mörg ár þar til íhlutun
mannsins í vistkerfi vatnsins leiddi til
hruns í lífkerfi þess. Frá 1953 hefur
verið unnið markvisst að endurheimt
vistkerfis Sevan-vatns, sem í dag er
um 1.240 ferkílómetrar að flatarmáli.
Þjóðarmorð
Einn af hörmulegustu atburðum 20.
aldar var skipuleg tilraun Ottóman-
veldisins til að útrýma Armenum í
Tyrklandi. Ríflega milljón Armenar
voru drepnir á árunum 1915 til 1918
meðal annars með því að láta þá
ganga allslausa í eyðimörkinni í
Sýrlandi þar til þeir dóu úr hungri
og þorsta. Skipum með armenskum
flóttamönnum var sökkt og konur og
Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 | Netfang: sala@limtrevirnet.is
Söluskrifstofur: Lynghálsi 2, 110 Reykjavík | Borgarbraut 74, 310 Borgarnes
Áratugareynsla við íslenskar aðstæður
Stuttur afgreiðslutími og fjölbreytt úrval
Uppsetning í boði á hurðum og viðbótarbúnaði
Margir litir og fylgihlutir í boði
Traustar bílskúrs- og
iðnaðarhurðir frá Lindab
og Krispol
limtrevirnet.is
FALLEGAR
HURÐIR SEM
ÞÚ GETUR
TREYST
skoðaðu úrvalið limtrevirnet.is
Tangarhöfða 1 - 110 Reykajvík - 551-5464 - www.wendel.is - wendel@wendel.is
Gleðilega hátíð
og gæfuríkt komandi ár
með þökk fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Starfsfólk A.Wendel ehf.
Kryddmarkaður í Jerevan.
Ávextir í Armeníu.
HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan
líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook
Smáauglýsingar 56-30-300