Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202128 Við rætur Jizera-fjallanna í suðvesturhluta Póllands liggur litla þorpið og listamannanýlendan Kopaniec. Þegar þetta er skrifað eru jólin skammt undan og forvitnilegt að kynna sér siði og venjur er eiga við á þessum friðsæla stað. Viðmælandi minn, Marcela Rozanska, er uppalin í Kopaniec en hefur verið með annan fótinn hérlendis síðastliðin tíu ár. Hún hefur því upplifað íslensku jólahátíðina í öllu sínu oft yfirdrifna veldi og leyfir lesendum að gægjast inn í rólegri veröld hátíðarinnar í Kopaniec. „Það sem kom mér fyrst á óvart segir Marcela, var hversu margar gjafir fólk gefur hérlendis og fær og líka þá venju að merkja frá hverjum gjöfin er. Þaðan sem ég kem er siður að allar gjafir komi frá jólasveininum og í minni fjölskyldu gefum við bara innbyrðis. Skiptumst ekki á gjöfum við vini og aðra ættingja heldur í raun bara nánustu fjölskyldu. Reyndar er mín fjölskylda kannski ekki staðalímynd pólskra fjölskyldna, en þetta er ég og fólkið næst mér alið upp við. Svo hefst almennt jólahald ekki fyrr en fyrsta stjarnan birtist á himninum – við systir mín sátum oft úti í gluggakistu og horfðum eftir fyrstu jólastjörnunni sem þýddi að nú mættum við líta á gjafirnar og senn hæfist borðhald. Og það er nú annað sem er ólíkt öllu því sem ég hef kynnst á Íslandi. Við borðið eru sæti fyrir fjölskylduna en einnig er auður diskur og sæti fyrir óvæntan gest – ef einhver skyldi þurfa mat og húsaskjól yfir jólanóttina. Bornar eru fram tólf smámáltíðir, og þar er tenging við lærisveina Jesú. Reyndar hef ég smám saman komist að því að hefðirnar okkar í Kopaniec og kannski öllu Póllandi eru sambland af fornum heiðnum siðum og trúarlegum og svo kannski staðbundnum hefðum eða þjóðmenningu. Þetta er svolítið sérkennileg blanda jólahalds kannski, en okkur þykir vænt um það. Ekkert má borða fyrr en allir fjölskyldumeðlimir hafa brotið og borðað oblátu saman og skipst á óskum um góða heilsu og velmegun. Meðan á máltíðinni stendur ættu allir að smakka dálítið af öllu – og jólamaturinn er annað sem er ólíkur íslenskum jólamat. Fyrst kemur rauðrófu- eða villisveppasúpa með dumplings (fylltum hveitibögglum) og svo aðalrétturinn sem er vatnakarfi. Svo grænmetisréttir og í lokin eftirréttir, eins og sætar kökur sem eru gerðar úr hnetum og birkifræjum, þurrkuðum ávöxtum og þess háttar. Ég vorkenndi oft karfanum því margir nágrannar okkar keyptu hann nokkru fyrir aðfangadag og geymdu syndandi í baðkarinu svo hann héldist ferskur sem lengst. En við í minni fjölskyldu, fyrir utan ömmu kannski, höfum hallast meira og meira að neyslu grænmetis eftir því sem árin líða þannig að nú er helst ekki fiskur í jólamatinn. Og já, borðið er fallega dúkað og uppsett en undir því verður að vera hey! Sem á að tákna heyið úr jötu Jesúbarnsins. Við gerum það svo heima hjá foreldrum mínum að lesa upp úr bókum – stundum var lesið einhvers konar jólaguðspjall en líka stundum eitthvað eins og kafli úr fallegri bók eða bók sem fær mann til að hugsa. Eftir matinn voru gjafirnar opnaðar og þá allar frá jólasveininum þó mann grunaði nú kannski að mamma og pabbi hefðu staðið fyrir kaupunum. Svo er seinna leið á kvöldið var farið út og sungnir jólasöngvar með fólkinu í þorpinu, það er eitt af því sem ég sakna ... að ganga um og syngja saman í jólanóttinni. Síðan um miðnætti fara dýrin að tala... líkt og hjá ykkur á þrettándanum og Jónsmessunni.“ /SP PÓLSK JÓL – POLSKIE BOŻE NARODZENIE Þar sem beðið er eftir að jólastjarnan birtist: Jólahald í litla þorpinu Kopaniec Luna Rós Friðriksdóttir, dóttir Marcelu, situr í glugganum heima hjá afa sínum og ömmu í Póllandi og bíður eftir að jólastjarnan birtist. Mynd/ Leszek Różański Michał Woźniak er nýbakaður faðir í Vesturbænum. Hann endurskap- ar eftirlætisjólaréttinn sinn frá Póllandi sem forrétt við borðhald á sínu nýja fjölskylduheimili á Íslandi. Michal ólst upp í smábænum Oleco, nálægt landamærum Litáens og Hvíta-Rússlands. Aðalhátíðisdagur jólanna er þar, líkt og hér, aðfanga- dagur jóla. „Það sem mér þótti mik- ilvægast sem litlum dreng, fyrir utan jólasveininn og gjafirnar, var að leita að fyrstu stjörnunni á himninum þegar dimmdi. Þetta er skemmtileg hefð sem tengist sögunni um vitringana þrjá sem fylgdu Betlehemstjörnunni í átt að Jesúbarninu. Leitin var eflaust líka hentug leið við að halda eftir- væntingarfullum börnum uppteknum í smástund,“ segir Michal. Á aðfangadag fastar fólk að sögn Michal en þegar dimmir tekur við borðhald, sem kallast Wigilia. „Máltíðin samanstendur af tólf réttum og reglan sú að allir þurfa að smakka á öllum réttunum. Venjuleg matarhefð Pólverja einkennist mikið af kjöti. En þennan dag er ekkert kjöt í boði, ein- göngu fisk- og grænmetisréttir.“ Meðal rétta nefnir Michal sveppa- súpu með villisveppum sem fjölskyld- an tínir gjarnan saman, vatnakarfi og síld, súrkál og soðkökur (e. dumplings) með ýmiss konar fyllingu. Sætari réttir eru einnig á borðum svo sem fræ- kökur, piparkökur og svokallað kutia, ævagamall eftirréttur sem inniheldur óunnið hveitikorn, ýmis fræ og hnet- ur, hunang og þurrkaða ávexti sem bleyttir eru upp með púrtvíni. Eftirlætisréttur Michal er þó sér- stök rauðrófusúpa, sem kallast barszcz á pólsku. Súpan byggir á súrum grunni, sem gerjaður er nokkrum dögum áður. Við hann er svo bættur laukur, villisveppir og grænmetissoð. „Svo er drukkið kompot við borðhaldið, sem er drykkur gerður úr þurrkuðum ávöxtum og er aðeins í boði þetta eina kvöld á árinu.“ Annar siður snýr að því að skilja eftir autt sæti og leggja á borð fyrir óvæntan gest. „Ef einhver bankar upp á ber okkur skylda til að bjóða gestinum að sitja til borðs og borða með okkur.“Heyknippi er sett undir dúkinn fyrir máltíð. Michal segir að þar komi saman blanda af heiðnum og kristnum sið. „Heyið tengist því að Jesú á að hafa fæðst í heyjötu, en einnig er þetta tengt grósku jarðar og á að veita þér gjöfulla ár. Þá þekkist það einnig að nota heyið í eins konar spádóm um komandi tíma.“ Michal man jólin sem góða tíma, þar sem mikið var snætt og síðan voru sungin jólalög og opnaðar gjaf- ir. Þeir kirkjuræknu fóru svo gjarnan í miðnæturmessur. Eftir þær settist fullorðna fólkið við kökuát og kneyfði vín með því. Hann segist að sjálfsögðu sakna þess að verja jólunum með fjöl- skyldu sinni í Póllandi og alls þess góðgætis sem hann fékk venjulega á aðfangadag. Hins vegar hefur Michal þegar gripið til sinna ráða við að færa pólskar jólahefðir inn í sitt heimilis- hald. „Ég fékk uppskriftina af barszcz frá ömmu og endurgerði súpuna og soðkökur með því alveg frá grunni í fyrra með dásamlegum árangri. Nú verður það fastur forréttur á okkar borðum á aðfangadag.“ Inntur eftir því hvað honum þykir athyglisvert við íslenskar jólahefðir segist Michal hálfskelkaður yfir öllum jólasveinunum og jólakettinum. „Þetta eru hrollvekjandi verur sem ég hafði aldrei heyrt af áður. Að það séu ein- hverjir gaurar stelandi pottum og kjöti, sleikjandi aska og pönnur, skellandi hurðum og sníkjandi kerti þykir mér furðulegt. Þar að auki þarf maður að óttast að köttur éti mann! Þetta hlýtur að hafa verið stuðandi fyrir börn,“ segir hann og hlær. Michal heillast af því hvernig Íslendingar blanda saman álfatrú og kristnum hefðum á jólunum. „Mér þykir mjög áhugavert og töfrandi að sjá fólk dansa í kringum eldinn á þrett- ándanum, álfum og jörðinni til heilla.“ Í ár eru einstök jól í lífi Michals, því í byrjun mánaðarins fæddist honum og unnustu hans, Karinu Hanney Marrero, sonurinn Leó. „Ég er í öðruvísi hátíðarskapi út af komu sonar okkar. Ég hlakka til að bjóða vinum og fjölskyldu heim og gleðjast. Þegar Leó verður eldri mun ég eflaust fá hann til að leita að fyrstu jólastjörnu kvöldsins meðan ég elda barszcz.“ /ghp Michal er óneitanlega í einstöku hátíðarskapi þessi jólin því honum fæddist sonurinn Leó í byrjun mánaðarins. Mynd/ KHM Hey undir dúknum og tólf rétta Wigilia: Töfrandi blandaðar jólahefðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.