Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 98
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202198
Íslensk lömb - Lambadagatal
2022 er komið út í áttunda sinn.
Daga- talið er í A4 stærð og auðvelt
að hengja það upp hvar sem
hentar. Sem fyrr prýða dagatalið
stórar andlitsmyndir af fallegum,
marglitum, nýlega fæddum lömbum
úti í náttúrunni.
„Allar myndirnar í dagatalinu
voru teknar á sauðburði síðastliðið
vor og það vor var skítkalt en þurrt
og hægviðrasamt,“ segir Ragnar
Þorsteinsson í Sýrnesi í Aðaldal,
sauðfjárbóndi, útgefandi og höfundur
lambadagatalsins. Hann segir bæði
krefjandi og tímafrekt að taka myndir
af lömbum eins og
öðru ungviði. Þau
eru sjálfstæð og á
sífelldri hreyfingu,
fylgjast vel með
því sem er í gangi
í kringum sig og
eru stundum lítið
til í að standa kyrr
og brosa meðan
m y n d a v é l i n n i
er stillt upp. „Á
þessum tíma er
sauðburður í fullum
gangi og því oft ekki
mikill tími aflögu
til annarra verka.
Myndatakan er þó
mjög skemmtileg og það
er endurnærandi á sál og líkama að
leggjast út á tún og taka myndir af
lömbunum, knúsa þau og vinna
traust þeirra.
Megintilgangur
útgáfunnar er að breiða út sem
víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku
sauðkindarinnar og finna á þeirri
vegferð, þá miklu velvild sem er
meðal fólks til okkar sauðfjárbænda
og íslensku sauðkindarinnar en hún
hefur fætt okkur og klætt í gegnum
aldirnar og án hennar værum við
ekki til sem þjóð í dag,“ segir Ragnar
í Sýrnesi. /MÞÞ
BÆKUR& MENNING
Hálfhringirnir
númer 7 og 5
LAUSNIR Á GÁTUM
Dýrin eru
þessar tölur
tígrisdýr, hestur,
fíll, svín, hýena,
köttur, ljón, kind,
górilla og hundur.
Dýranöfnin
10 eru:
7
6
6
6
6
1
1
4
3
2
5
8
„Hvaða litarugl er þetta
nú eiginlega,“ sagði Kata
önug. „Þetta hringsnýst
allt svo það er ekki
hægt að horfa á þessa
lita hringi án þess að fá
höfuðverk,“ bætti hún
við og ranghvolfdi í sér
augunum. Lísaloppa las
leiðbeiningarnar. „Hér
stendur, hvaða tveir af
hálfu hringjunum, ef þeir
eru lagðir saman, eru eins
og heili hringurinn efst?“
Þær horfðu á hringina
dágóða stund. „Nei,“
sagði kata. „Þetta er bara
ein lita hringavitleysa
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
414
Sérð þú hvaða tveir helmingar lagðir saman eru eins og heili hringurinn??
?
?
?
1
5
2
6
3
7
4
8
fyrir mér, þú mátt reyna
að leysa þessa þraut, ég
gefst upp.“ „Gefst upp?“
Sagði Lísalopa glottandi.
„Allt í lagi, sagði Kata og
dæsti. „Reynum þá að
finna eitthvað vitrænt
út úr þessari þraut.“ Hún
var ekki tilbúinn að láta
það fréttast að hún hefði
gefist upp svona léttilega
að leysa einhverja þraut.
„Hvaða litarugl er þetta
nú eiginlega,“ sagði Kata
önug. „Þetta hringsnýst
allt svo það er ekki
hægt að horfa á þessa
lita hringi án þess að fá
höfuðverk,“ bætti hún
við og ranghvolfdi í sér
augunum. Lísaloppa las
leiðbeiningarnar. „Hér
stendur, hvaða tveir af
hálfu hringjunum, ef þeir
eru lagðir saman, eru eins
og heili hringurinn efst?“
Þær horfðu á hringina
dágóða stund. „Nei,“
sagði kata. „Þetta er bara
ein lita hringavitleysa
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
414
Sérð þú hvaða tveir helmingar lagðir saman eru eins og heili hringurinn??
?
?
?
1
5
2
6
3
7
4
8
fyrir mér, þú mátt reyna
að leysa þessa þraut, ég
gefst upp.“ „Gefst upp?“
Sagði Lísalopa glottandi.
„Allt í lagi, sagði Kata og
dæsti. „Reynum þá að
finna eitthvað vitrænt
út úr þessari þraut.“ Hún
var ekki tilbúinn að láta
það fréttast að hún hefði
gefist upp svona léttilega
að leysa einhverja þraut.
„Hvaða litarugl er þetta
nú eiginlega,“ sagði Kata
önug. „Þetta hringsnýst
allt svo það er ekki
hægt að horfa á þessa
lita hringi án þess að fá
höfuðverk,“ bætti hún
við og ranghvolfdi í sér
augunum. Lísaloppa las
leiðbeiningarnar. „Hér
stendur, hvaða tveir af
hálfu hringjunum, ef þeir
eru lag ir saman, eru eins
og heili hringurinn efst?“
Þær horfðu á hringina
dágóða stund. „Nei,“
sagði kata. „Þetta er bara
ein lita hringavitleysa
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
414
Sérð þú hvaða tveir helmingar lagðir saman eru eins og heili hringurinn??
?
?
?
1
5
2
6
3
7
4
8
fyrir mér, þú átt reyna
að leysa þessa þraut, ég
gefst upp.“ „Gefst upp?“
Sagði Lísalopa glottandi.
„Allt í lagi, sagði Kata og
dæsti. „Reynum þá að
finna eitthvað vitrænt
út úr þessari þraut.“ Hún
var ekki tilbúinn að láta
það fréttast að hún hefði
gefist upp svona léttilega
að leysa einhverja þraut.
Þann 20. nóvember gaf Sögumiðlun
út bók um Þóri Baldvinsson (1901-
1986) arkitekt. Þann dag voru liðin
120 ár frá fæðingu Þóris en helsta
starf hans var að veita Teiknistofu
landbúnaðarins forstöðu á
árunum 1938-1969. Þáttur hans
í nútímavæðingu sveitanna var
gríðarstór, bættur húsakostur sem
hélst í hendur við vélvæðingu.
Þórir Baldvinsson var í senn
framúrstefnumaður í arkitektúr
og hugsjónamaður í baráttu fyrir
bættum húsakosti til sveita. Hann
varð fyrstur íslenskra arkitekta til að
kynna nýjar húsnæðislausnir í anda
funksjónalisma og var frumkvöðull í
gerð slíkra bygginga hér á landi, eins
og samvinnuhúsanna svokölluðu
við Ásvallagötu í Reykjavík og
við Helgamagrastræti á Akureyri.
Þar kynnti Þórir fyrstur manna til
sögunnar forskölun í húsbyggingum
hér á landi.
Þórir teiknaði einnig fjölmargar
opinberar byggingar; héraðsskóla,
kaupfélagshús, samkomuhús og
verksmiðjuhús vítt og breitt um landið
og þekktar byggingar í Reykjavík
eins og Alþýðuhúsið við Hverfisgötu
og Mjólkurstöðina við Laugaveg
sem nú hýsir Þjóðskjalasafnið. Hér
gefur að líta í fyrsta sinn yfirlit verka
Þóris ásamt æviágripi hans. Ólafur
J. Engilbertsson ritstýrir bókinni en
auk hans skrifa greinar Árni Daníel
Júlíusson, Jóhannes Þórðarson, Ólafur
Mathiesen og Pétur H. Ármannsson,
sem jafnframt tekur saman verkaskrá
Þóris. Úlfur Kolka sér um útlit
bókarinnar en hana prýðir fjöldi
ljósmynda og teikninga.
Þórir fór til náms í Bandaríkjunum
árið 1923, en veiktist alvarlega af
lömunarveiki 1926 og fór þá að
vinna á teiknistofu. Í kreppunni 1929
fór teiknistofan í þrot og hélt Þórir
í kjölfarið til Íslands árið 1930. Er
hér gripið niður í kafla í bókinni er
tengjast störfum Þóris fyrir íslenskan
landbúnað.
Teiknistofa landbúnaðarins
Fljótlega eftir heimkomuna gerð-
ist Þórir starfsmaður Teiknistofu
Byggingar- og landnámssjóðs,
síðar Teiknistofu landbúnaðarins.
Teiknistofan var sett á fót þann 11.
júní 1938 í tengslum við hinn ný-
stofnaða Búnaðarbanka. Þrátt fyrir
það á Teiknistofan sér eldri sögu,
þar sem hún hafði starfað í tengslum
við Byggingar- og landnámssjóð
frá stofnun hans, 7. maí 1928, enda
stóð í lögum um sjóðinn, í 18. grein:
„Stjórn sjóðsins má, ef þörf krefur,
ráða sér til aðstoðar sérstakan húsa-
meistara...“. Raunar má segja að fyrsti
vísir að Teiknistofunni hafi orðið til
með stofnun Ræktunarsjóðs árið 1925,
sem þá réð leiðbeinanda um húsagerð
í þjónustu sína, og hélt sú starfsemi
áfram þótt gerðar hafi verið ýmsar
lagabreytingar um nöfn og ytra form.
Verkefni Teiknistofunnar voru
frá öndverðu að sjá bændum fyrir
uppdráttum að hvers konar húsum
og mannvirkjum, sem og að veita
lánasjóðum Búnaðarbanka Íslands
tæknilega þjónustu og aðstoð vegna
lánveitinga. Teiknistofa nýbýlastjórnar
var svo stofnuð með lögum frá 1936,
Teiknistofa Búnaðarbankans ári síðar
og loks Teiknistofa landbúnaðarins
samkvæmt lögum frá 1938.
Jóhann Franklín Kristjánsson hafði
yfirumsjón þessara mála frá byrjun
og til 1938, en frá þeim tíma og
til 1969 var Þórir Baldvinsson
forstöðumaður Teiknistofunnar.
Jóhann Franklín vann áfram
með Þóri að húsateikningum og
ráðgjöf og þeir félagar unnu því
saman í mörg ár að því að bæta
húsakost sveitanna.
Nútímavæðing útihúsa
Þórir ritaði grein um gripahús í Frey
í febrúar 1948. Þar tilgreinir hann
nokkur höfuðatriði sem hann segir
vera til leiðbeiningar þeim sem
ráðgera að reisa gripahús. Hann
segir ástæðu til að menn athugi þetta
mál vel þar sem smíði gripahúsa hafi
mistekist á margan hátt og þau þurfi
að vanda betur.
Þórir segir í greininni allt
fyrirkomulag gripahúsa vera á
tilraunaskeiði og það sé breytingum
undirorpið. Það eigi líka við um verkun
heysins. Súgþurrkun hafi margt til
síns ágætis en sé dýr í framkvæmd.
Votheysverkun hafi lengi tíðkast hér
á landi en með frumstæðri tækni og
það hafi unnið
gegn þeirri
verkun sem
sé þó á mikilli
uppsiglingu
m e ð a l
grannþjóðanna.
Ý m i s l e g t
bendi til að
votheysverkun
geti orðið ódýrasta verkunin og
segir Þórir að bændur ættu að fylgjast
með því sem þar sé að gerast. Nú sé
helst hallast að því að best sé að geyma
votheyið í háum 12-14 metra sívölum
eða strendum turnum. Ekki megi þó
gera of strangar kröfur um tækni við
byggingu slíkra turna, þar sem þá væri
hætt við að ekkert yrði af byggingu
þeirra vegna gjaldeyrisskorts.
Þórir taldi að hægt væri að útiloka
raka í fjósum með því móti að hafa
þau ekki of hlý. En nú væru uppi
tvær stefnur hvað þetta snerti. Sums
staðar, þar á meðal í Rússlandi, væri
talið heppilegra að hafa fjósin svöl,
jafnvel að frostmarki og kálfar þrifust
betur í svölum fjósum en hlýjum.
Fjósið í Þrándarholti.
Þórir Baldvinsson, arkitekt og frumkvöðull í anda funksjónalisma:
Kynnti nútímavæðingu útihúsa í sveitum
Mjaltabás í Þrándarholti, sá fyrsti sem tekinn var í notkun hér á landi.
Þórir Baldvinsson.
Íslensk lömb – Lambadagatal 2022 er komið út:
Lömbin ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa
Myndir / Ragnar Þorsteinsson