Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 92

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 92
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202192 LÍF&STARF Jólakrydd Barnaþrautir Um síðustu jól héldum við að jólin 2020 yrðu algjörlega einstök sökum óvenju legra aðstæðna út af heimsfaraldri Covid-19. Því hefði trúlega sjald- an ver ið mikilvægara að finna upp á einhverju skemmti - legu að gera. Nú lítur út fyrir að jólin 2021 geri sömu kröfur til fólks vegna kórónuveirufar- aldursins sem enn geisar um allar jarðir. Eins og áður býður Bændablaðið því upp á þrautir til að glíma við fyrir jólin eftir snillinginn Braga Halldórsson. Fyrsta barnaþrautin sem full orðnum er að sjálfsögðu líka heimilt að glíma við er tiltölulega einfalt púsluspil. Önnur þrautin er kannnski ekki alveg jafn auðveld og hún sýnist og reynir þar á rökhugsun. Þriðja þrautin er stafar- ugl sem reynir dálítið á heilastarf- semina. Lausnirnar er að finna á bls. 98, en það er auðvitað harðbannað að kíkja áður en reynt er við þrautirnar. Jólakrossgáta Bændablaðsins er svo vegleg að vanda. Lausnin á henni verður birt í fyrsta blaði ársins 2021 sem væntanlegt er 14. janúar. Íslendingar eru vanir að gera vel við sig í mat og drykk um jólin, gefa gjafir og gleðjast. Fólk fagnar fæðingu Krists og upprisu ljóssins. Mesta skammdegið er liðið og sólin farin að hækka á lofti. Flestir eiga sínar matarhefðir um jólin en aðrir breyta til og prófa eitthvað nýtt um hver jól. Krydd af ýmsu tagi eru ómiss andi í matreiðslunni og í marga jólarétti eru höfð krydd sem ekki eru hversdags á boðstólum. Dæmi um það sem má kalla jólakrydd eru einiber, negull, engifer, múskat, kardimomma, allrahanda, stjörnuanís, vanilla og jafnvel kanill. Allt bragðmikil krydd sem gefa matnum sérstakan keim. Einiber Einir vex víða á norðurhveli og meðal annars hér á landi. Bragðið af einiberjum er sætt og með vott af barri. Á heimasíðunni Íslenskt lambakjöt segir að marin einiber séu góð til að krydda villibráð og að þau eigi því vel við ýmsa norður-evrópska lambakjötsrétti, ekki síst í kryddlegi og sósum með rauðvíni, lárviðarlaufi, hvítlauk og blóðbergi. Berin fara einnig vel með rósmaríni, marjoram, pipar, kúmeni og sellerífræi. Þurrkaðar einigreinar gefa jólalykt séu þær brenndar. Allrahanda eða negulpipar Ólík því sem ætla mætti er kryddið allrahanda ekki blanda af allra handa kryddum því það er unnið úr beri Pimenta dioca og stundum kallað negulpipar og því hrein kryddtegund. Bragðið minnir á blöndu af negul, múskati og kanil og þaðan er nafnið dregið. Kryddið er vinsælt í Evrópu og notað í pylsur, til að krydda þurrk- að kjöt og til að bragðbæta svína- og hænsnakjöt. Auk þess sem það er notað við pæklun grænmetis. Auk þess sem það er talsvert notað við bakstur. Negull Óneitanlega minnir útlit neguls á nagla og kryddið því oft kallað negul- naglar. Gott er að stinga negulnöglum í mandarínur og appelsínur og kalla þannig fram jólailm. Negull er mikið notaður í lamba- kjötsrétti í Arabalöndunum og hann er sagður fara vel með kanil, allrahanda, múskati, kardimommum, engifer, chili, kóríanderfræi, fennikufræi og lárviðarlaufi. Múskat Ilmurinn af múskati er mjög afgerandi en bragðið eilítið sætt. Kryddið er notað til að bragðbæta kökur, sæl- gæti, búðinga, kjöt og sósur, ýmiss konar drykki eins og eggjapúns og expressókaffi, einnig gott í kartöflu- rétti. Múskat fer vel með öðru kryddi eins og kanil, kardimommum, negul, engifer, pipar, blóðbergi, kóríander og broddkúmeni. Til að fá sterkt múskatbragð er best að kaupa heilar múskathnetur og raspa þær rétt fyrir notkun. Engifer Vinsældir engifers hafa aukist hratt undanfarin ár og er það hluti af dag- legri fæðu fjölda fólks hér á landi. Fersk rifin engiferrót er bragðsterk og góð í súpur, í jólaglögg og með núðlum. Þurrkað engiferduft er bragðminna og hentar því tvímæla- laust betur í jólabaksturinn. Engifer fer vel með ferskum chili, sítrónu- og límónusafa, sojasósu, vorlauk, hvítlauk, myntu, túrmerik og þurrkuðu kryddi eins og kanil, kardimommum, negul, múskati, papriku, pipar og saffrani. Stjörnuanís Ilmríkt krydd með lakkrískeim. Aldinið er eitt af undirstöðukryddum í kínverskri, asískri og indverskri mat- argerð og mikið haft með svínakjöti og önd og í Norður-Afríku er það algengt í lambakjötsréttum. Fer vel með chili, kanil, fennikufræi, kóríander, hvítlauk, engifer, sítrónugrasi og sojasósu. Vanilla Flestir þekkja bragðið af vanillu og þykir gott. Þrátt fyrir það hafa margir aldrei smakkað náttúrulega vanillu þar sem yfir 90% af vanillu á markaði er bragðefni sem er að mestu unnið úr trjákvoðu. Vanillubragðefni, hvort sem það er náttúrulegt eða vanillulíki, er mikið notað til að bragðbæta drykki og mat- vörur auk þess sem það er notað sem lyktarefni í snyrtivörur. Vanilluís er feikilega vinsæll auk þess sem vanilla er algengt íblöndunarefni í súkkulaði, karamellum, kaffi og kökum. Kanill Í huga margra minnir lyktin af kanil á jólin enda kanill mikið notaður í jólabaksturinn, til dæmis piparkökur. Auk þess sem kanill er ómissandi út á grjónagraut. Í Arabalöndunum eru kanilstangir notaðar til að krydda lambakjötsrétti. /VH Lyktin af kanil minnir á jólin enda kanill mikið notaður í jólabaksturinn, til dæmis piparkökur. Hvaða tveir af hálfu hringjunum, ef þeir eru lagðir saman, eru eins og heili hringurinn efst? „Hvaða litarugl er þetta nú eiginlega,“ sagði Kata önug. „Þetta hringsnýst allt svo það er ekki hægt að horfa á þessa lita hringi án þess að fá höfuðverk,“ bætti hún við og ranghvolfdi í sér augunum. Lísaloppa las leiðbeiningarnar. „Hér stendur, hvaða tveir af hálfu hringjunum, ef þeir eru lagðir saman, eru eins og heili hringurinn efst?“ Þær horfðu á hringina dágóða stund. „Nei,“ sagði kata. „Þetta er bara ein lita hringavitleysa Konráð á ferð og flugi og félagar 414 Sérð þú hvaða tveir helmingar lagðir saman eru eins og heili hringurinn?? ? ? ? 1 5 2 6 3 7 4 8 fyrir mér, þú mátt reyna að leysa þessa þraut, ég gefst upp.“ „Gefst upp?“ Sagði Lísalopa glottandi. „Allt í lagi, sagði Kata og dæsti. „Reynum þá að finna eitthvað vitrænt út úr þessari þraut.“ Hún var ekki tilbúinn að láta það fréttast að hún hefði gefist upp svona léttilega að leysa einhverja þraut.Getur þú reiknað út fyrir hvaða tölustafi dýrin þrjú standa? 7 6 6 6 6 1 1 4 3 Getur þú fundið 10 dýranöfn í þessu stafarugli?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.