Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 70

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 70
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202170 börn voru neydd til að taka ís- lamska trú. Talið er að af tveimur milljónum Armena í Tyrklandi hafi sex hund- ruð þúsund lifað af. Klaustur frá því árið eitt þúsund Haghpat-klaustrið klaustrið var byggt skömmu fyrir árið 1000. Sagan segir að Sanahin-munkar sem helguðu sig trú, vísindum, listum og bókum hafi reist klaustrið á gullöld menningar Lori- konungsveldisins. Klaustrið var lengi ríkt og munkar þar frægið fyrir uppskriftir sínar á helgum bókum auk þess sem þar var lögð áhersla á stjörnufræði, lækningalist og tónlist. Með tíman- um stækkaði bókasafnið í Haghpat og til að vernda dýrmætustu ritin voru grafnar bókageymslur í gólf klausturkirkjunnar og lagðar hellur yfir. Stuðlabergið á Azat Um 40 kílómetra frá Jerevan er gil sem kallast Azat og í því er að finna einhverjar þær fallegustu stuðlabergmyndanir sem ég hef séð. Bergið líkist einna helst pípu- orgeli með steinpípum sem teygja sig um 100 metra til himins enda kalla Armenar kalla fyrirbærið sin- fóníska steina eða basatorgelið. Zorats Karer Í Armeníu er að finna, að talið vera frá um 3.500 fyrir Krist. Í þyrp- ingunni eru 223 steinar sem hefur verið raðað skipulega upp þannig að þeir mynda hring með krosslaga örmum til höfuðáttanna fjögurra. Steinarnir, sem í dag eru þaktir skófum, sem enn eru uppréttir eru frá hálfum og að þriggja metra háir og allt að tíu tonn að þyngd. Í um áttatíu af steinunum hefur verið gert hringlaga gat og án þess að vitað sé fyrir víst hver tilgangur steinagerð- isins er hafa verið leiddar að því líkur að staðurinn hafi verið ætlaður til að skoða gang himintunglanna. Selim karavanserai Í Armeníu er karavanserai áningar- staður þar sem kaupmenn til forna áðu til að hvíla sig og burðardýr sín. Selin áningastaðurinn var byggður skömmu eftir 1330 og er í 2300 metra hæð frá sjávarmáli og liggur við eina af Silkileiðunum. Byggingin skiptist í tvennt, eins konar móttöku og aðalsal sem er 13 metra breiður og 26 metra langur. Eftir aðalsalnum miðjum er flór og sitt hvoru megin við hann voru básar fyrir burðadýrin, oftast úlfalda. Innan við básana voru jötur og út til veggja svefnaðstaða fyrir fólk. Noratus kirkjugarðurinn Skammt frá þorpin sem kallast Noratus er kirkjugarður með miklum fjölda legsteina úr grjóti. Elsti leg- steinninn er talinn vera frá því seint á tíundi öld. Á marga steinana er búið að höggva krossgerð sem kallast khachkar eða armenski steinkross- inn og í kringum hann skreytingar, blóm og rósettur. Satt best að segja er ótrúlegt þegar gengið er innan um steinana á stórgrýtu yfirborðinu að ímynda sér að um kirkjugarð sé að ræða og að yfirleitt hafi verið hægt að hola fólki þar niður. Allstaðar er grjót bæði grjót sem er í sínu náttúrulega umhverfi og aðflutta steina. Samkvæmt einni sögu lét nítj- ándu aldar munkurinn Ter Karapet Hovhanesi-Hovakimyan grafa sig lifandi í garðinum. Hovakimyan sem var níræður þegar kviksetning hans átti sér stað það síðasta sem hann sagði var að hann væri búin að fá nóg og hræddist ekki dauðan og að aðrir ættu ekki að gera það heldur. Í dag er siður að brjóta flöskur með vatni eða vín við leiði munksins til að öðlast blessun. Hobbitarnir í Khndzoresk Af mannvistaleifum hellabúanna í Khndzoresk mætti ætla að frum Hobbitarnir hefðu búið í Armeníu. Í dag er hægt að heimsækja hella- byggðina Khndzoresk með því að fara eftir 160 metra langri hengibrú og er ganga eftir henni ekki fyrir lofthrædda. Þegar mest var er talið að um 1500 manns hafi búið í hellum í við Khndzoresk en við upphaf tuttug- ustu alda var íbúafjöldinn um 1300 og síðust íbúarnir yfirgáfu hellan skömmu eftir miðja síðustu öld. Húsnæðisskiptan var oftar en ekki þannig að loft eins hellis var gólfið hjá annarri fjölskyldu. Í sam- félaginu sem lifði að mestu á búfjár- eldi voru tvær kirkjur, skólar og að minnstakosti ein verslum. Matur og vín Auk fallegrar náttúru og áhuga- verðra sögu er matur og vín í Armeníu gott í munn og maga. Dolma er til dæmis gómsætur réttur sem samanstendur af hökkuðu kjöti, lauk, hrísgrjónum og kryddi sem vafið er inn í vínviðarblöð. Topik eru hveitibögglar sem fylltir eru með kjúklingabaunum, kartöflum og sesamfræjamauki og dassi af salti og sykri. Rauð- og hvítvín í Armeníu er gerjuð í leirkrukkum sem grafin eru í jörð og vegna aðferðarinnar öll þurr og þau sem ég smakkaði mjög góð. Armenar brugga gott koníak og eina landið í heimi utan Frakkland sem má kalla koníak koníak. Til að vernda dýrmætustu rit Haghpat-klaustursins fyrir þjófum voru grafnar bókageymslur í gólf klausturkirkjunnar og lagðar hellur yfir. Selin karavanserai, áningarstaður þar sem kaupmenn til forna áðu til að hvíla sig og burðardýr sín. Skammt frá þorpinu sem kallast Noratus er kirkjugarður með miklum fjölda legsteina úr grjóti. UTAN ÚR HEIMI Bændasamtök Íslands starfa í þágu landbúnaðarins í heild ! Hefur þú spurningar varðandi hvernig á að gerast félagsmaður? Fulltrúar BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 á skrifstofutíma. Hægt er að senda skilaboð í gegnum Bændatorgið og á netfangið gudrunbirna@bondi.is. Það borgar sig að vera í Bændasamtökunum Snúum bökum saman og stöndum vörð um íslenskan landbúnað Bændur eru hvattir til þess að skrá veltu skv. framtali síðasta árs hið fyrsta inni á Bændatorginu. Veltuskráning þessi er forsenda fyrir félagsaðild í samtökin skv. samþykktum á síðasta Búnaðarþingi. Þeir sem ekki klára skráningu sína og greiða félagsgjöld í Bændasamtökin fyrir árslok 2021 detta út af félagatali og missa í kjölfarið réttindi sín innan samtakanna. Khachkar eða tar-menski steinkrossinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.