Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 73

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 73
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 73 LÍF&STARF Trésmíðavélar, Járnsmíðavélar, Borar, , Sporjárn, Rennijárn, ‚Útskurðarhnífar. Jólagjafirnar í ár fyrir handlagið fólk Smiðshöfða 12. 110 Reykjavík Sími 5868000 www.roggi.is verslun@roggi.is Þjónusta við Iðnaðinn Bruderleikföngfjölbreytt úrval fyrir litlu bændurna Draper verkfæri fjölbreytt úrval og gott verð Redback leðurskór Þægilegir skór, auðvelt að smeygja sér í og úr Sendum um allt land FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a 570 9840 FB Verslun Hvolsvelli Dufþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is Fyrirgæludýrinúrval af allskonar handa bestu vinunum * Kuldagallarogvinnufatnaður Flott verð á lofttrampólínum fram að áramótum! Þrjár stærðir í boði! Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 ÁRAMÓTATILBOÐ! og Jóns Guðmundssonar á magni kolefnis í jarðvegi á Íslandi (yfir- standandi – óbirt gögn) sem gefa sterklega til kynna að beitiland sem hefur verið friðað um tíma (>30 ár) hefur minna kolefni í jarðvegi en beitt land. Er sú niðurstaða reyndar í samræmi við fjölmargar erlend- ar rannsóknaniðurstöður sem hafa verið að birtast á seinni árum. Þá hafa margendurteknar erlend- ar rannsóknir á beit sýnt að beit er ekki aðeins nauðsynleg til að viðhalda graslendi, heldur einnig að þétta svörðinn og auka uppskeru með aukinni sportamyndun grasanna og umfangi róta – sjá meðfylgjandi mynd 1. Í viðauka beitarhluta reglugerðar- draganna er gerð grein fyrir mat á ástandi lands og sjálfbærni beitar. Þar virðist gert ráð fyrir því að með friðun aukist hlutfall æðplantna. Hvað a rannsóknir eru lagðar til grunna þessari ályktun? Fjöldi rann- sókna á beit á norðurslóðum, t.d. á hreindýraslóðum í Skandinavíu, sýnir, þvert á móti, að með friðun fyrir beit minnkar hlutfall æðplantna í sverði – en mosi tekur yfir. Það er alþekkt í túnum sem ekki eru slegin (beit og sláttur hafa nokkuð svip- uð áhrif) að hlutdeild mosa í sverði eykst með tímanum. Þekking á byggingu og lífeðlisfræði grasa og skýrir þetta, þar sem klipping og beit hvetur til sprotamyndunar og þéttingar plöntunnar (sjá t.d. mynd 1). Þá þola mosi og fléttur illa traðk og láta undan við beit sem eykur hlut- deild grasa og annarra æðplantna í sverðinum á kostnað mosa og fléttna. Þessa þekkingu á byggingu og líf- eðlisfræði grasa er líka mikilvægt að hafa í huga þegar metið er hvaða land eigi beita og hvað eigi ekki að beita. Í reglugerðardrögunum kemur fram að ekki skuli beita í hallandi landi og að á svæðum með >30° halla eigi ekki að leyfa beit – að það land skuli friða fyrir beit. En hvað þýðir þessi krafa um friðun fyrir beit í halla fyrir stöðuleika vistkerfa fjallshlíða? Það er nokkuð óumdeilt að við friðun eykst hlutdeild mosa í sverðinum. Mosi hefur ekki eiginlegar rætur og liggur því að mestu ofan á jarðvegin- um, og hefur einnig mikla getu til að safna í sig vatni (eiginleiki notaður td. í ylrækt). Hærri hlutdeild mosa í halla eykur því verulega hættuna á jarðskriði og jarðsigi í fjallshlíðum. Vegna þessa er mun meiri hætta á aurskriðum í friðuðu landi en beittu, þar sem hlutdeild grasanna er meiri og rótarmassinn þéttari (sjá mynd 1). Hér er vert að benda á að þær jaðr- vegsskriður sem féllu td. í Kinn og Útkinn (sjá mynd 2) í októberbyrjun síðastliðnum féllu úr friðuðu eða nær friðuðu landi, en engar skriður féllu á Flateyjardal handan við, enda þar nokkuð jafnbeitt afréttarland. Fyrir nokkrum árum féllu líka skriður í Kinn – þær komu úr Kinnafjalli sem hefur verið friðað til áratuga. Hið sama gildir um skriðurnar sem féllu í Seyðisfirði á síðasta ári– þær komu úr friðuðu landi með lúpínusáning- um (sjá mynd 3). Miklar rannsóknir eru fyrirliggj- andi um aðferðir til að styrkja svörð í halla, rannsóknir sem oft eru gerð- ar vegna ýmissa framkvæmda sem skilja eftir mjög hallandi land, t.d. við vega- og virkjanagerð (sjá td. lista yfir heimildir aftast). Þegar þessar rannsóknir eru skoðaðar er ljóst að þær plöntur sem verið er að nota til að styrkja svörð í halla eru grastegundir. Eins og að fram kemur að fram- an styrkist grassvörðurinn við beit. Í Hollandi eru varnargarðar þaktir með grasi og beittir markvisst til að styrkja svörðinn og varnargarðana. Sú hugmynd sem kemur fram í reglu- gerðardrögunum – að friða skuli land í halla (>20-30°) til að varna jarð- vegsrofi sýnir algjört skilnings- og þekkingarleysi á eðli og vistfræði jarðvegs, gróðurs og beitardýra. Í reglugerðinni er tekið upp nýtt hugtak, Visteining. Visteining er þar skilgreind sem: Samfellt einsleitt landsvæði sem hefur ákveðna eig- inleika þannig að það sker sig úr öðrum visteiningum hvað varðar landform og í svörun sinni við land- nýtingu. Visteining getur samsvarað eða verið hluti af svæði sem telst til ákveðinnar vistgerðar. Visteiningar skulu kortlagðar í mælikvarðanum 1:12.000 – 1:100.000. Við lestur þessarar skilgreiningar vaknar sú spurning hvort höfundar reglugerð- ar hafi yfir höfuð skoðað náttúru Íslands, hvað þá að þeir hafi nokkra þekkingu á því sem þeir eru að setja á blað. Það sem einkennir helst og er ein af sérstöðu Íslenskra vistkerfa og vistgerða eru mósaík – það er mjög mikil fjölbreytni á litlum skala. Mér er stórlega til efnis að hægt sé að finna einsleitt landsvæði – svo- kallað visteiningu - sem hægt væri að kortleggja í 1:100.000, nema helst ef að kortleggja ætti jökla landsins. Hvar eru fyrirliggjandi rannsókna- upplýsingar um „svörum tiltekinna visteininga“ – eða „einsleits lands sem sker sig úr“ – við landnýtingu? Hvaða landnýtingu er átt við? Skógrækt, ferðaþjónustu? Vistgeta lands er sögð, í reglugerðardrögun- um, ráðast af loftslagi, jarðvegi og landslagi. Hér virðist stuðst við löngu úreltar vistfræðihugmynd- ir kenndar við Clements sem voru afskrifaðar þegar á síðustu öld. Nú vita menn að landnýting fyrri tíma er oft afgerandi (historical legacy) um hvað kemur á eftir. Hvað með uppgræðslur (áburðargjöf) og trjá- plantekrur eða skógrækt og vistgetu lands? Hér vantar verulega á að unnið sé með „viðurkenndan vís- indalegan grunn“ sem þó er sagt að matið eigi að vera byggt á. Hér er verið að vinna með heimatilbúnar, óljósar og óskilgreindar hugmyndir sem hvergi er hægt að finna neina vísindalega stoð fyrir, en byggja á huglægu, óskilgreindu mati. Fram kemur í reglugerðinni að ætlunin er að kortleggja svokallaðar „visteiningar“ í skalanum 1:12.000 –1:100.000 og að Landgræðslan komi til með að sjá um þjálfun og réttindi úttektaraðila. Hér virðist ætlunin vera að búa til kerfi með kostnaði sem áætla má að hlaupi á tugum, ef ekki hundruðum milljóna árlega. Ekki aðeins þarf að mennta og þjálfa úttektaraðila, heldur einnig að standa að mjög umfangsmikilli kortlagningu um allt land. Og hér virðist Landgræðsla ríkisins eiga að sitja öllu megin borðsins - . Ekki aðeins virðist Landgræðslan hafa unnið, að meira eða minna leiti, þá reglugerð sem fyrir liggur heldur á Landgræðslan einnig að sjá um bæði framkvæmd og úttekt á öllu verk- efninu. Samkvæmt stjórnsýslulög- um getur ekki sami aðili komi að máli á öllum stigum – og alls ekki vera úttektaraðili á sjálfum sér. Landgræðslan er framkvæmdastofn- un og það er sett verulegt spurningar- merki við það hlutverk að „þjálfa“ og „viðurkenna“ úttektaraðila á þeim verkefnum sem Landgræðslan stjórn- ar. Að ráðuneyti Umhverfismála leggi slíka stjórnsýslu til, með vit- und og vilja Umhverfisráðherra, er til skammar fyrir báða aðila. Almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðuneyti og ráðamenn virði og haldi stjórnsýslulög. Niðurstaða greiningar á „Drögum að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu“ er að reglugerðardrögin í heild sinni eru til skammar fyrir ráðuneyti og ráðherra vegna þess þekkingarleysis og þeirra slæglegu vinnubragða sem hún endurspeglar. Virðast reglugerðardrögin helst til þess gerð að færa ótakmarkað vald og fjármagn á borð Landgræðslunnar á komandi áratugum - með einbeittu broti á stjórnsýslulögum. Vegna þessa er það eðlileg krafa að reglugerðardrögin séu dregin til baka í heild sinni. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Cand,agr., MSc., PhD prófessor í landnýtingu – sérsvið beitarvistfræði annagudrun@holar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.