Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202154
LÍF&STARF ÍSLENDINGA Í ÖÐRUM HEIMSÁLFUM
„Við höfum haldið mörg nám-
skeið fyrir bændurna og þrátt fyrir
að ég hafi nú áratuga reynslu af
námskeiðahaldi fyrir bændur hefur
þetta reynt vel á. Allt efni þarf að
aðlaga að þeirri staðreynd að bænd-
urnir eru ólæsir og því hef ég mest
stuðst við myndir. Þá hjálpar ekki að
bændurnir á svæðinu sem við störfum
á tala fæstir ensku og því þarf að þýða
allt sem er líka ákveðin áskorun í raun.
Vegna menningarinnar meðal
hirðingjanna eru námskeiðin kynja-
skipt og í öllu falli er salnum skipt
upp eftir kyni og fyrir okkur skiptir
allra mestu máli að ná til kvennanna.
Hér er það nefnilega þannig að kýrn-
ar eru í eigu karlanna en mjólkin er
kvennanna. Því gerum við mikið í því
að fá þær til að auka þekkingu sína
á mjólkurframleiðslunni og skilning
þeirra á mikilvægi þess að bændurnir
standi saman s.s. varðandi ræktun í
stað þess að elta gróðurþekju. Þetta
átak okkar hefur þegar skilað árangri
og samvinna bændanna hefur aukist
nánast dag frá degi, nokkuð sem var
næsta óhugsandi fyrir einungis örfá-
um árum.
Fyrsta kúabúið í eigu Arla Foods
Eitt stærsta verkefni Arla Foods í
Nígeríu núna er að byggja upp og stór-
auka mjólkurframleiðsluna og er það
gert með tvennum hætti. Annars vegar
með því að byggja upp eigið kúabú
en það er í fyrsta skipti í sögu félags-
ins, sem nær aftur til ársins 1889, að
félagið verður með eigin mjólkur-
framleiðslu. Kúabúinu var fundinn
staður í norðausturhluta Kaduna
fylkis, á svæði sem heitir Damau en
það hafði áður verið tekið frá fyrir
tilraunaverkefni í skógrækt sem rann
út í sandinn. Damau svæðið er alls um
9 þúsund hektarar og hefur Arla Foods
þar umráðarétt yfir um 400 hekturum
en hinn hluti landsins verður nýttur
fyrir uppbyggingu á 1.000 nýbýlum.
Kúabú með 450 kúm líklega
stækkað í 1.000 kúa bú
„Við erum núna að byggja upp kúabú
með 450 kúm en ég geri frekar ráð
fyrir því að við stækkum það í um
1.000 kýr þegar frá líður enda mun
landið sem við höfum geta staðið
undir mun fleiri en þessum 450 kúm.
Þetta er gríðarlega umfangsmikið
verkefni enda erum við að byggja upp
á svæði þar sem hvorki voru vegir,
brýr né nokkur aðstaða. Við þurfum
því bæði að byggja fjós, alla aðstöðu
starfsfólks, mötuneyti, girðingar og
þess háttar. Þá hefur þorri þess lands
sem við fengum aldrei verið notað
til landbúnaðar og því óhemju vinna
í því að gera það tækt til landbún-
aðar. Um helmingur þess lands sem
við erum með var alsett runnagróðri
sem hefur verið mikil vinna í að
hreinsa upp.
Í dag er þó góður gangur í þessu
og við erum núna með um 160 hekt-
ara tilbúna þar sem við ræktum bæði
gras, maís og hrísgrjón. Hrísgrjónin
eru til manneldis enda á landi sem
flæðir yfir þegar rigningartímabilið
er en annað land er allt fyrir gróffóð-
uröflun kúnna.“
Kúnum flogið til landsins
Þar sem kúakynið í Nígeríu er mjög
afkastalítið og hentar ekki fyrir nútíma
kúabúskap sagði Snorri að Arla Foods
muni kaupa kvígur af kúabændum
sem eru í eigendahópi félagsins og
fljúga þeim til Nígeríu. Keyptar verða
kvígur af Holstein Friesian kyni og
ættu þær að una sér vel á nýja kúabúi
Arla Foods. Enda verður aðstaðan öll
til fyrirmyndar og þannig verður t.d.
fullkominn kælingarbúnaður í fjós-
byggingunum svo útihitastigið ætti
ekki að hafa teljandi neikvæð áhrif á
framleiðsluna.
1.000 ný kúabú
Eins og áður segir er verið að koma
upp nýbýlum á Damau svæðinu og
verða þar alls 1.000 kúabú. „Þetta er
verkefni sem við erum að veðja svo-
lítið á en það er fylkisstjórn Kaduna
sem sér um þessa uppbyggingu.
Hugmyndin er að koma upp kúa-
búum með 5 hektara landi og að-
stöðu fyrir allt að 8 kýr auk íbúðar-
húss. Svo verður kúabændum, sem
eru hirðingjar í dag, boðið upp á að
setjast þarna að. Hið forna líf hirðingja
er brátt á enda þar sem það þrengir að
öllu landi sem ekki er í notkun.
Þá má rekja töluvert af glæpum og
óöryggi í landinu til hirðingja og
árekstra á milli þeirra og landeigenda
svo ríkisstjórnin hefur boðað öllum
fylkjum að stöðva þetta form landbún-
aðar innan fárra ára. Við lögðum því til
að reyna þessa aðferð, koma upp góðri
aðstöðu og bjóða bændum að setjast
þar að. Þeir fá þó ekki neitt ókeypis og
munu þurfa að kaupa aðstöðuna hægt
og rólega af fylkisstjórninni.
Við munum svo sjá um að safna
mjólkinni og vinna úr henni. Til þess
að geta safnað mjólk frá 1.000 bænd-
um af litlu svæði reikna ég með að
við komum upp miðlægum stöðvum
þar sem bændurnir geta komið dag-
lega með mjólk til okkar. Þar mynd-
um við gæðameta innleggið, kæla
niður mjólkina og svo keyra hana í
afurðastöðina okkar. Þetta er reyndar
enn í mótun en mér finnst líklegt að
þetta verði niðurstaðan enda stutt í að
við verðum að hefja framkvæmdir,
en reiknað er með að fyrstu bænd-
ur setjist að í Damau næsta haust.“
Mikill munur á Kína og Nígeríu
– En hver er nú helsti munurinn á því
að búa annars vegar í Kína og hins
vegar í Nígeríu?
„Það er mikill munur á þessum
tveimur löndum. Í fyrsta lagi er veð-
urfarið sérstakt hér en þar sem við
búum við Atlantshafið er hitastigið
allan ársins hring mjög stöðugt og
þetta frá 27-28 gráðum og upp í 32-33
gráður. Frekar sérstakt að vera alltaf
í sama hita! Þá er þjóðfélagsástandið
auðvitað gríðarlega erfitt og sam-
hliða mikilli fátækt og skorti á allri
innviðauppbyggingu þá er óðaverð-
bólga mikið vandamál. Hér hefur t.d.
gengið gjörbreyst á nokkrum vikum
og matvörur hækkað um tugi prósenta
síðan í vor. Þá eru öryggismálin klár-
lega mikið vandamál líka og þó svo
að það sé passað vel upp á okkur og
fólki óhætt hér í þéttbýlinu í Lagos,
þar sem við búum, þá hefur fátæktin
og þjóðfélagsástandið leitt til þess að
glæpir eru mjög algengir og sérstak-
lega utan þéttbýlisins.
Fréttir af mannránum og þess
háttar hörmungum berast því miður
öðru hverju og við þurfum því að fara
varlega. Þannig er það að þegar ég
ferðast í norðurhluta landsins þá er
það alltaf í fylgd þungvopnaðra líf-
varða og öryggisbíla. Það er því miður
nauðsynlegur hluti þess að geta sinnt
þessu starfi. Ég hef þó aldrei upplifað
nokkuð sem gæti minnt á hættu en
Arla Foods tekur ekki nokkra áhættu
svo þetta þarf einfaldlega að vera
svona.“
Verkefnið tekur mörg ár
Aðspurður um tímalengd verkefnisins
sagði Snorri að það muni taka mörg
Hirðingjar með bústofn sinn í Nígeríu. Mjólkurframleiðslan sjálf
fer að langstærstum hluta fram með hvíta Fulani kúakyninu, en
það er smágert kúakyn og t.d. töluvert minna en það íslenska.
Þar sem kúakynið í Nígeríu er mjög afkastalítið og hentar ekki fyrir
nútíma kúabúskap sagði Snorri að Arla Foods muni kaupa kvígur
af kúabændum sem eru í eigendahópi félagsins og fljúga þeim til
Nígeríu. Keyptar verða kvígur af Holstein Friesian kyni og ættu þær
að una sér vel á nýja kúabúi Arla Foods.
Ræktunarstarf á vegum Arla Foods í Damau svæðinu í Kadunafylki í Nígeríu.
Hér má sjá hvernig landið var áður en ræktun hófst og síðan eftir að ræktun
er farin að skila árangri. Damau svæðið er alls um 9 þúsund hektarar og
hefur Arla Foods þar umráðarétt yfir um 400 hekturum en hinn hluti landsins
verður nýttur fyrir uppbyggingu á 1.000 nýbýlum. Þorri þess lands sem Arla
Foods fékk hefur aldrei verið notað til landbúnaðar og því óhemju vinna í
því að gera það tækt til slíkra nota.
Tölvuteikningar af nýja
kúabúinu sem Arla Foods
er að reisa í Nígeríu.
Snorri með námskeið fyrir innfædda þar sem salnum var skipt upp eftir kyni. Vegna menningarinnar meðal hirðingj-
anna eru námskeiðin kynjaskipt og skipti þá mestu fyrir Snorra og hans fólk hjá afurðafyrirtækinu Arla Foods að
ná til kvennanna. Ástæðan er að kýrnar eru í eigu karlanna en mjólkin er kvennanna.