Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 65

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 65
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 65 Verðlistinn yfir heyvinnutækin frá KUBOTA er eingöngu rafrænn í ár. Honum er hægt að hlaða niður á slóðinni www.thor.is/KUBOTA2022 eða á FaceBook síðu okkar, Þór hf. - Landbúnaður Eins er hægt að nálgast hann með því að taka mynd af QR kóðanum hér að ofan. Viljir þú fá útprentað eintak sent heim biðjum við þig að hafa samband og við sendum þér KUBOTA verðlistann 2022 um hæl. Kæri viðtakandi, Þú hefur í höndunum verðlista ársins 2022 yfir KUBOTA heyvinnuvélar. Verðlistinn gildir fyrir vélar sem afhentar verða á árinu 2022. COVID heimsfaraldurinn hefur orsakað íhlutaskort og vandræði í dreifikeðjum. Því er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að leggja inn pöntun tímanlega til þess að tryggja afhendingu á réttum tíma. Við höfum reynt okkar besta til að gera þennan lista aðgengilegan og einfaldan til þess að auðvelda ákvarðana- töku og val ef fjárfesta á í heyvinnuvél. Nánari upplýsingar um KUBOTA heyvinnuvélar má nálgast á vefsíðu okkar www.thor.is. Ef einhverjar spurningar vakna eða frekari útskýringa er þörf eru sölumenn okkar í Reykjavík og á Akureyri til þjónustu reiðubúnir. • Allar vélar eru afhentar samsettar og yfirfarnar af tæknimönnum okkar • Öll verð eru tilgreind án virðisaukaskatts og miðast við gengi EUR = 150 IKR • Verð breytist í samræmi við gengisskráningu og endanlegt verð miðast við gengi á afhendingardegi. • Hvenær sem er frá pöntun og fram að afhendingu má greiða upp vélina og festa þar með gengið. Pantaðu vélina þína fyrir 31. desember 2021 og við afhendum hana samsetta heim á hlað, þér að kostnaðarlausu. Með því að panta tímanlega tryggir þú að þú fáir vélina sem þú vilt og að hún verði komin til þín tímanlega fyrir heyskap. KUBOTA Sláttuvélar - Hliðhengdar Verð án vsk DM2024 Diskasláttuvél - vbr. 2,40 m - 6 diskar 1.280.000 DM2028 Diskasláttuvél - vbr. 2,80 m - 8 diskar 1.330.000 DM2032 Diskasláttuvél - vbr. 3,20 m - 8 diskar 1.400.000 Verðlisti KUBOTA heyvinnuvéla 2022 KUBOTA Diskasláttuvélar Áramóta- tilboð KUBOTA Áramótatilboð KUBOTA ÞÓR F H REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is SANDBLÁSTURSSANDUR  Glerperlur  Garnet  Soda  Plastkúlur  Járnsandur  Stálsandur  Álsandur  Hnetuskeljar SANDBLÁSTURSKASSI VERÐ 74.990 kr  HREINSIEFNI - Íslensk  SANDBLÁSTURSSANDUR  SANDBLÁSTURSKASSAR  SANDBLÁSTURSKÚTAR  SANDBLÁSTURBYSSUR  KERAMIKSPÍSSAR  ÞVOTTAKÖR  ULTRASONIC CLEANER  O.m.fl. SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA SÍÐAN 1985 SANDBLÁSTURSKASSI VERÐ 37.690 kr Einn stærsti framleiðandi af fjö- letýleni (polyethylene), hreinum plastperlum, er efnaframleið- andinn Ineos. Stofnandi og stærsti eigandi fyrirtækisins er Jim Ratcliffe, sem er orðinn Íslendingum kunnur fyrir stór- tæk uppkaup á jörðum hér á landi. Fyrirtækið Ineos sérhæfir sig í framleiðslu á plasti og efna- vinnsluvörum úr jarðefnaeldsneyti en starfsemin gerði Ratcliffe m.a. að ríkasta manni Bretlands og meðal ríkustu manna veraldar. Auðæfi Ratcliffes hafa þó hrunið á árinu ef marka má við- skiptamiðilinn Bloomberg. Þau voru metin á tæpa 30 milljarða dollara í maí sl. en eru í dag 12 milljarðar dala. Auðæfi Jims Ratcliffe voru metin á bilinu 24–30 milljónir bandarískra dala framan af ári, en hrundu í lok maí og aftur í lok ágúst. Eignir hans eru nú metnar á 12 milljónir dala. Mynd/Bloomberg Þá á gjaldið að standa undir endur- nýtingu úrgangsins og förgun hans eftir því sem við á. Úrvinnslusjóður heldur utan um umsýslu og ráðstöfun úrvinnslu- gjalds og samningum við aðila um úrvinnslu úrgangs á grundvelli útboða eða verksamninga. Hvert fer plastið? Sveitarfélög bera ábyrgð á úrgangi og eru því í allflestum tilfellum þjónustuaðili Úrvinnslusjóðs. Þau stýra útboði þar sem kveðið er á um hvernig þjónustunni til bænda skuli vera háttað. Guðlaugur segir misjafnt hversu mikla þjónustu sveitarfélög bjóði upp á. Þannig sé úrgangur sóttur á bú í Skagafirði einu sinni í mánuði ásamt hirðu á heyrúlluplasti, meðan heyrúlluplast er sótt tvisvar til þrisvar á ári í Borgarfirði. Heyrúllu- plastið er svo flutt á skilgreindan núllpunkt. Í dag eru núllpunktar útflutningshafnirnar í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Þjónustuaðilum Úrvinnslusjóðs er í sjálfsvald sett hvert þau fara með plastið svo lengi sem þau afhenda það viðurkenndum ráðstöf- unaraðilum. Þannig fari allt útflutt heyrúlluplast til viðurkenndra endurvinnslufyrirtækja innan EES og er mest sent til fyrirtækjanna Daly Plastics og Peute í Hollandi og Somex í Póllandi. Af þeim 1.100–1.400 tonnum af heyrúlluplasti sem hefur fallið til ár hvert á sl. fjórum árum hefur gróflega 95% verið endurunnið. Um 65–70% þess er flutt út þar sem erlendir kaupendur endurvinna plast- ið til áframhaldandi notkunar. Um 30–35% fara svo til endurvinnslu- fyrirtækisins Pure North Recycling í Hveragerði sem meðhöndlar plastið og umbreytir því í plastpallettur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum. Hvatagreiðslur til Hveragerðis Sigurður Halldórsson hjá Pure North Recycling kallaði eftir meira hráefni til endurvinnslu í viðtali í Bændablaðinu í febrúar síðastliðnum. Þar sagði hann að fyrirtækið gæti tekið á móti 150–200 tonnum af rúlluplasti til vinnslu á mánuði sem er töluvert meira en þeir fá til með- höndlunar í dag. Ástæðan ku vera bitbein um hver eigi að borga fyrir flutning á plastinu til Hveragerðis, þar sem úrvinnslu- gjaldslögin kveða á um að þjónustu- aðili fái greitt miðað við að hann skili úrgangi á þann núllpunkt sem næstur er. Sem dæmi er núllpunktur fyrir þjónustuaðila í Skagafirði á útskip- unarhöfninni á Akureyri. Þannig hafa þjónustuaðilar ekki val um að flytja plastið til endur- vinnslu í Hveragerði nema aðrir en hið opinbera standi undir kostnaði við þá auka flutningskílómetra sem af því hlýst. Til þess að mæta þessu ákalli hækkaði Úrvinnslusjóður endur- vinnslugjaldið til Pure North í Hveragerði 1. júlí síðastliðinn. Þannig getur innlenda endurvinnslu- fyrirtækið borgað þjónustuaðilum hærra gjald fyrir flutning til Hveragerðis frá tilteknum núll- punktum. Úrvinnslusjóður greiðir þjón- ustuaðilum 38 kr. fyrir hvert kíló sem fer í útflutning auk flutnings- jöfnunar, en Pure North Recycling fær um 60 kr. fyrir hvert kíló sem það tekur við frá sjóðnum. Mikil tækifæri í endurvinnslu Eins og fram hefur komið er söfnun, flokkun og meðhöndlun heyrúllu- plasts ekki einföld. Mikilvægi endurvinnslu er hins vegar orðið skýrt, einstaklingar vilja vera umhverfisvænni og velja eftir því, fyrirtækjum er það ljóst og eru farin að taka afstöðu í verki og það sama á sér stað í iðnaði. Allt þetta hefur velt af stað jákvæðri hreyfingu. Afleiðingar nýju Evrópu- tilskipunarinnar skapa mikil tækifæri fyrir þá sem fást við endurvinnslu á plasti. Flækjustigið er hátt og enn sem komið er fer allt of mikið af plasti í almenna urðun og í brennslu til orkunýtingar að mati Guðlaugs. Heyrúlluplast fæst í mörgum litum og veldur það nokkurri óhag- kvæmni við endurvinnslu á því. „Ef endurvinnsluaðilar fengju að ráða þá myndu þeir velja hvítan lit á heyrúlluplastið,“ segir Guðlaugur. „Sterkir litir, m.a. svartur, skapa vandkvæði við endurvinnslu og lækka endursöluverð á perlunum sem búnar eru til úr heyrúlluplastinu.“ Því þurfa endurvinnsluaðilar að sundurgreina heyrúlluplastið eftir litum áður en það fer til meðhöndl- unar og svo endurvinnslu. „Evrópureglugerðin og hækkun endursöluverðs skapar hvata og gerir heyrúlluplastið að eftirsóknarverðri vöru. Innsöfnunarkerfið hér á landi er þrautreynt og bændur hafa verið í fremstu röð í að bæta umgengni og endurvinnslu,“ segir Guðlaugur. Hann nefnir að á undanförnum árum hafi bændur stórbætt umgengni við heyrúlluplast eftir notkun og kemur það í dag mun hreinna til meðhöndlunar og endurvinnslu en áður var. „Þar hefur skipt mestu að almenn vakning er hjá bændum um að gæta að sjálfbærni á öllum sviðum,“ segir Guðlaugur. Ratcliffe og plastperlurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.