Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202114 FRÉTTIR Verkefnið Loftslagsvænn land­ búnaður fékk á dögunum hvatningar verðlaun ársins 2021 á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Í verkefninu, sem er nú á sínu öðru ári, þar sem 40 bændur taka þátt, er markmiðið að gera búreksturinn loftslagsvænan með annars vegar kolefnisbindingu og hins vegar samdrætti í losun á gróðurshúsalofttegundum. Landsvirkjun hlaut hins vegar Loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu á fundinum. Yfirskrift fundarins var Framtíðarsýn og næstu skref. Þetta er í fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt en markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Mikill heiður Tvisvar hafa verið teknir inn í verk efnið hópar sauðfjárbænda og einu sinni hópur nautgripabænda. Um samstarfsverkefni er að ræða á milli Ráð gjafar miðstöðvar landbúnaðarins (RML), Land­ græðslunnar, Skógræktarinnar, umhverfis­ og auðlindaráðuneytisins og atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytisins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Líf Magneudóttir, formaður dómnefndar, afhentu Berglindi Ósk Alfreðsdóttur, verkefnisstjóra Loftslagsvæns landbúnaðar og ráðunauts RML, viðurkenninguna. Berglind segir að hvatningar­ verðlaunin séu verkefninu ómetanleg því um eftirsótta og virta viðurkenningu sé að ræða. „Það er mikill heiður að vera í góðum hópi fyrirtækja sem hafa hlotið þessar viðurkenningar seinustu ár, eins og Carbfix, Landspítalinn, Efla, Klappir og HB Grandi. Eining voru tilnefnd fyrirtæki sem eru að vinna gott starf í loftslagsmálum, eins og Byko, Vís, Strætó og Íslandsbanki,“ segir Berglind. „Þessi viðurkenning verður táknræn fyrir stefnu verkefnisins og mun nýtast við að móta framtíð þess,“ bætir hún við. Í umsögn dómnefndar um verk­ efnið segir að í gegnum það séu bændur studdir með beinum hætti í þeirra eigin markmiðasetningum í loftslagsmálum, með fræðslu og ráðgjöf. „Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Öflugar fyrirmyndir Í þakkarræðu Berglindar kom fram að styrkur verkefnisins felist í öflugu samstarfi þriggja fagaðila og tveggja ráðuneyta sem sé eitt af lykilatriðum þess að vel takist til við að finna lausnir á því hvernig bændur geti unnið að loftslagsmálum á jákvæðan hátt. Viðurkenningin hvetji þátttökubændur til dáða í sínum loftslagsverkefnum og geri þá að öflugum fyrirmyndum í loftslagsmálum landbúnaðarins. Miðað við möguleika og aðstæður hvers og eins Sem fyrr segir eru meginmarkmið verkefnisins að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu í landbúnaði. Að sögn Berglindar er við hverja og eina aðgerðaráætlun tekið mið af möguleikum og aðstæðum hvers bús. Þátttakendur vinni markvisst að settum markmiðum í daglegum bústörfum með markvissri fræðslu og ráðgjöf um hvernig hægt er að gera búskapinn loftslagsvænni með bættum búskaparháttum, skógrækt og landgræðslu. Hún segir að þátttakendur séu hvattir til þess að koma með nýjar aðgerðir og markmið að umhverfis­ og loftslagsaðgerðum en tækifærin þar séu mikil. Þátttakendur koma fram með loftslagsvænar aðgerðir sem eru fullar af nýsköpun, framsækni og spennandi möguleikum. Allir þátttakendur eru því líka að bæta í þekkingarbrunn um loftslagsvænar aðgerðir íslensks landbúnaðar. /smh Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar og ráðunautur hjá RML, með viðurkenninguna. Mynd / Dúi J. Landmark Vík í Mýrdal: Vegagerðin á móti efnistöku í fjörunni Sveitarstjórn Mýrdalshrepps er mjög ósátt við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að leyfa ekki efnistöku af sandi í fjörunni austan við Vík í Mýrdal. Í bókun sveitarstjórnar segir m.a.: „Vitað er að efnisflutningar með ströndinni nema milljónum rúmmetra á ári en áformuð efnistaka yrði ekki nema lítið brot af því. Fullyrðingar Vegagerðarinnar um að efnistaka, sem háð verður jafn ströngu eftirliti og lagt er til, muni án efa auka á rofhraða eru með öllu órökstuddar. Mikið er í húfi fyrir samfélagið í Mýrdalshreppi að tilraunir til þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf sveitarfélagsins fái eðlilegan framgang. Slíkt þarf ekki að vera á kostnað umhverfisins og sveitarstjórn Mýrdalshrepps mun eftir sem áður standa jafnt vörð um hagsmuni náttúrunnar og samfélagsins.“ Í umsögn Vegagerðarinnar segir m.a.: „Afstaða Vegagerðarinnar helst því óbreytt í málinu og er Vegagerðin mótfallin efnistöku úr fjörunni. Stöðugt landrof er á fjörunni og mun efnistaka án efa auka á rofhraða hennar. Mýrdalshreppur hefur sent umsókn til Vegagerðarinnar um að ríkið fjármagni þriðja sandfangar­ ann, austan við þann sem byggður var síðast. Umsóknin byggir á þeim staðreyndum að töluvert rof á sér stað á ströndinni og strandlínan ekki tryggð nema með gerð þessa þriðja sandfangara. Með því að leyfa efnistöku í fjörunni rétt austan við áhrifasvæði sandfangaranna er hreppurinn í þversögn við umsögn um byggingu á þriðja sandfangaranum.“ /MHH Loftslagsvænn landbúnaður fékk hvatningarverðlaun: Bændur í verkefninu eru öflugar fyrirmyndir Landsvirkjun og fyrirtækið PlastGarðar ehf. hafa undirritað samning um aðstöðu fyrir verkefnið „Hey!rúlla“ í skrifstofu­ húsnæði Landsvirkjunar við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Þetta verkefni PlastGarðars snýst um að vinna að þróun og hönnun á margnota heyrúllupokum, með það að markmiði að skipta út einnota heyrúlluplasti í landbúnaði fyrir margnota lausn sem er bæði betri og umhverfisvænni. Þegar fyrstu pok­ arnir eru tilbúnir verða þeir prófaðir samhliða hefðbundnum geymsluað­ ferðum á heyi í heyrúllum. Garðar Finnsson, eigandi PlastGarðars, stofnaði fyrirtækið fyrir skömmu. Hann tók nýlega þátt í verkefninu „Vaxtarrými“, sem var fyrsti viðskiptahraðallinn á Norðurlandi, átta vikna hraðall með áherslu á sjálfbærni, mat, vatn og orku. Einn þeirra aðila sem kom að Vaxtarrými var „Eimur“, samstarfsverkefni nokkurra aðila um bætta nýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi. Landsvirkjun er einmitt einn bakhjarla Eims. „Hey!rúlla“ ætlar að skapa hringrásarhagkerfi landbúnaðar­ plasts innan Íslands. Markmið okkar er að margnota heyrúllupokar endist í allt að 15 ár og verði svo að fullu endurunnir í nýja poka. Það er mikilvægt fyrir þróun og vöxt fyrirtækisins að fá góða aðstöðu og ég er bjartsýnn á framhaldið,“ segir Garðar og Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, bætir við: „Já, við hjá Landsvirkjun fögnum því að fá tækifæri til að hlúa að enn einum vaxtarsprotanum, nú með því að hýsa PlastGarðar í Bjarnarflagi. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Liður í því er að styðja við nýsköpun af ýmsum toga, um leið og við eflum samskipti við nærsamfélagið og styðjum við hringrásarhagkerfið.“ /MHH Landsvirkjun: Verkefnið „Hey!rúlla“ fær inni í Bjarnarflagi Jóna Bjarnadóttir og Garðar Finnsson, sem heldur á frumgerð heyrúllupoka, í fimmtungi þeirrar stærðar sem fyrirhuguð er með verkefninu. Mynd/Aðsend Varahlutir í lyftara - Toyota - Hyster - Yale - Jungheinrich - OO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.