Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202152
LÍF&STARF ÍSLENDINGA Í ÖÐRUM HEIMSÁLFUM
Nígeríu
Snorri Sigurðsson er lesendum
Bændablaðsins líklega vel kunn-
ur enda skrifar hann reglulega í
blaðið um ýmiss konar fagleg mál-
efni og aðallega varðandi eitthvað
sem snýr að kúabúskap, enda sér-
fræðingur á því sviði.
Hann starfaði áður hér á landi hjá
bæði Landssambandi kúabænda og
Landbúnaðarháskólanum, en hefur
frá árinu 2010 starfað utan land-
steinanna bæði við kennslu og ráð-
gjöf í nautgriparækt. Undanfarin ár
hefur hann unnið hjá danska afurða-
félaginu Arla Foods við þróunar-
aðstoð félagsins í ýmsum löndum.
Frá Kína til Nígeríu
Síðustu þrjú árin var Snorri í Kína
þar sem hann sá um kínverskt-danskt
þróunarsetur nautgriparæktar í eigu
Arla Foods og kínverska afurðafyr-
irtækisins Mengniu. Megin verk-
efnið í Kína var að aðlaga þarlenda
mjólkurframleiðslu að nútíma bú-
skaparháttum en þrátt fyrir að kúa-
búin í Kína séu mörg hver gríðarlega
stór, með þúsundir kúa hvert þeirra,
þá var framleiðni þeirra lág m.a.
sökum skorts á ráðgjöf og almennri
þekkingu á mjólkurframleiðslu.
Um síðustu áramót flutti Snorri
svo ásamt eiginkonu sinni, Kolbrúnu
Önnu Örlygsdóttur, til Nígeríu þar
sem mjólkurframleiðslan er í dag
afar frumstæð og innanlandsfram-
leiðslan nær ekki einu sinni að sinna
10% af mjólkurneysluþörf lands-
manna. Þar hefur Snorri það að aðal-
starfi að sjá um hrávöruframleiðslu
og -vinnslu Arla Foods, þ.e. frá grasi
í glas eins og það er kallað.
Afurðafélag í þróunaraðstoð?
Það kann að virka hálf undarlegt að
afurðafélag sé að sinna þróunarað-
stoð en fyrir því eru ákveðnar skýr-
ingar að sögn Snorra.
„Arla Foods er mjög stórt fyr-
irtæki á sviði útflutnings mjólk-
urafurða frá framleiðslulöndum
sínum í norðurhluta Evrópu og þegar
mjólkurafurðir eru fluttar inn til
landa sem flokkast sem þróunarlönd
eru oft gerðar ríkar kröfur til inn-
flutningsaðilans. Þessar kröfur eru
langoftast samfélagskröfur, þ.e. að
fyrirtækið sem er að flytja inn vörur
taki þátt í að byggja upp þekkingu
og kunnáttu í því landi sem verið er
að flytja vörur til.
Stundum er einnig gerð krafa um
fjárfestingar innflutningsfyrirtæk-
isins í innviðum eða framleiðslu í
viðkomandi landi. Þetta átti m.a. við
um viðskipti okkar í Kína til margra
ára og það var ástæðan fyrir því að
ég var staðsettur þar síðustu 3 ár við
ráðgjöf til þarlendra kúabænda, en
Arla Foods er stórtækt á kínverska
markaðinum og t.d. stærsti innflutn-
ingsaðili landsins á G-mjólk.“
Mjólkuriðnaðurinn í Kína hefur
tekið miklum stakkaskiptum á aðeins
örfáum árum og áratugum og eins og
áður segir þá eru þar fjölmörg kúabú
með þúsundir og upp í tugþúsundir
kúa. Þrátt fyrir mikla stærð búanna
var þekkingu verulega ábótavant og
því fjárfesti Arla Foods í þekkingar-
miðlun, ráðgjöf og námskeiðahaldi
fyrir kínverska kúabændur.
Árið 2020 urðu hins vegar ákveðin
vatnaskil í Kína þegar meðalkúabú
landsins náðu í raun þeim árangri að
standa jafnfætis eða jafnvel fram-
ar kúabúum í Evrópu hvað varðar
afurðasemi kúa.
„Þegar litið er til helstu lykiltalna
frá rekstri má einnig sjá að staðan
í mjólkurframleiðslu Kína er í raun
afar góð í dag og vegna þessara
breyttu aðstæðna í Kína, og þeirrar
staðreyndar að við höfðum í raun náð
hreint ótrúlega góðum árangri með
kínversku kúabúin sem við unnum
með, lagði ég til að við myndum
draga úr starfseminni þar. Ég mat það
einfaldlega svo að það væri ekki leng-
ur þörf fyrir okkur á þessum markaði
og okkar tengiliðir hjá stjórnvöldum
í Kína voru sammála þessu mati.“
Forsvarsmenn Arla Foods ákváðu
því að færa meginþunga þróunarvinnu
fyrirtækisins annað og efla starfsem-
ina í Nígeríu, en auk þess vinnur
félagið að þróunarverkefnum í öðrum
löndum t.d. Eþíópíu, Indónesíu og
Bangladesh.
Afríka í heild sinni í miklum vexti
Aðspurður sagði Snorri að það
þyrfti eiginlega að útskýra fyrst
ákveðin grunnatriði varðandi Afríku
og Nígeríu áður en hægt væri að
fjalla um uppbyggingu Arla Foods
í Nígeríu. Þannig hafi verið mikill
uppgangur í Afríku undanfarin ár,
en þó misjafnt eftir löndum enda
heimsálfan gríðarlega stór, þrisvar
sinnum stærri en Evrópa. Það sem
er þó sérstakt við þessa heimsálfu er
hve mikið af matvælum er flutt inn,
en um 85% allra matvæla eru innflutt
og gera áætlanir ráð fyrir því að þetta
hlutfall muni haldast nokkuð óbreytt
á komandi árum.
Mjaltaaðstaðan á núverandi slóðum Snorra Sigurðssonar í Nígeríu í Afríku. Mikilvægt var að bæta úr þeirri aðstöðu sem bændurnir í Kaduna höfðu aðgengi að fyrir skepnur sínar og því réðst
Arla Foods í það að byggja upp mjaltaaðstöðu á fjórum mismunandi stöðum svo bændurnir gætu haft möguleika á því að mjólka kýrnar með mjaltavélum. Myndir / SS
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Litlu mjaltavélarnar duga vel, en ný kúabú sem Arla Foods mun reisa í Nígeríu
verða með allt öðrum hætti og öllu stærri í sniðum.
Snorri Sigurðsson í hópi innfæddra þátttakenda á námskeiði. Hlutverk Snorra er að uppfræða heimamenn um allt
sem tengist mjólkurframleiðslu.