Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 61
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 61
ÞAÐ TEKUR AÐEINS UM 30 SEK.
AÐ SKIPTA UM POKA
Paxxo Longopac flokkunarkerfið er byltingarkennd lausn
í sjálfbærri flokkun. Paxxo er sænskur framleiðandi
í fremstu röð á sínu sviði í heiminum.
Nánari upplýsingar á www.paxxo.is
SJÁLFBÆR FLOKKUN
SORPS ER KRAFA
OPIÐ ALLA
VIRKA DAGA
KL. 8–17
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | rekstrarland.is
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
RANDEX - VAGNAR
AF VÖNDUÐUSTU GERÐ
Gerðu kröfur - hafðu samband við Snorra Árnason
í síma 590 5130 og kynntu þér þína möguleika
• Við bjóðum margar stærðir og útfærslur af RANDEX vögnum
• Hardox 450 stál með allt að 80% meiri endingu
• Hagstætt verð
AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA
Íslenskt timbur er gott timb-
ur. Það er sjálfbært, vistvænt
og vel vaxið. Í þjóðskógum
Skógræktarinnar og í skógum
skógræktarfélaga víða um land
vex digurt úrvals timbur.
Mörgum kemur á óvart að
svo sé, en þegar horft er á málin
með raunsæi nútímans en ekki
örvæntingarstuðli frumkvöðlanna
má glöggt sjá að inni í víðfeðm-
um skógum landsins vaxa úrvals
trjábolir á pari við viðarvöxt
hjá samanburðarlöndunum víð-
frægu; Skandinavíu, Rússlandi
og Norður-Ameríku. Síðustu þrjá
áratugi hafa bændur á bújörðum
einnig tekið sig til við að rækta
skóg og hefur flatarmál nytja-
skóga aukist með hverri gróður-
settri plöntu. Þekking og reynsla
hefur vaxið einnig. Skilningur
ræktenda á mikilvægi skógarum-
hirðu, svo sem tvítoppaklippingu,
uppkvistun og millibilsjöfnun,
mun skila sér í enn betri viði en
hingað til og þá er nú mikið sagt.
Gjöfula skóga má rækta víða um
land og þannig leggjum við upp
með timburöryggi þjóðar inn í
framtíðina.
Bændasamtökin, ásamt fyrr-
nefndum hagsmunaaðilum
og fleiri velunnurum nytja-
skógræktar, eru um þessar
mundir að hefja samstarf um
að koma timbrinu okkar betur
til neytenda, enda tími til kom-
inn. Þegar innflutningstölur á
timbri eru skoðaðar má sjá að
Íslendingar eru stórneytendur
timburs af öllum gerðum. Það
styttist í að hægt verði að bjóða
heimaræktað timbur sem er sam-
þykkt og samkeppnishæft við það
innflutta. Það mun skila tekjum til
bænda og annarra skógræktenda.
Ætlunin er að bjóða íslenskt
loftslagsvænt timbur á markað
jafnt og þétt og koma þannig til
móts við kröfur þeirra sem óska
Jörðinni farsældar um ókomna
tíð. Bændasamtökin sjá tækifærin
í skógrækt, sérð þú skóginn fyrir
trjánum?
Hlynur Gauti Sigurðsson
búgreinadeild skógarbænda,
Bændasamtök Íslands.
Íslenskt timbur, já takk!
Kynnið ykkur kosti aðildar að BÍ. BONDI.IS > Bændatorg
Vertu memm!