Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 85

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 85
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 85 SKEMMUR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571-3535 VEFFANG www .bkhonnun . is BOGAHÚS Stærðir frá 40 m², fást með og án einangrunar. Erum að bóka hús og uppsetningu fyrir vor og sumar 2022. Boghúsin fást óeinangruð og nú einnig einangruð. Breiddir frá 12m og upp í 20m. Erum að bóka hús og uppsetningu fyrir vor og sumar 2022. BÆKUR& MENNING Ómar Ragnarsson þekkja allir landsmenn, hvort heldur í hlutverki fréttamanns, skemmtikrafts, náttúruverndarsinna, flugmanns eða annars, enda litríkur og skemmtilegur maður sem fer vart fram hjá neinum. Ómar, sem hefur verið á ferð og flugi um landið, áratugum saman segir hér í nýútgefinni bók sinni, „Af einskærri sumargleði“ frá árunum 1971-1985 er hann, ásamt Ragnari Bjarnasyni ferðuðust um landið og héldu uppi stuðinu með úrvali tónlistarmanna, söngvara og leikara undir nafninu Sumargleðin. Einnig rekur Ómar upphaf ferils síns og segir á lifandi og skemmtilegan hátt frá skemmtanalífinu á Íslandi áður fyrr eins og honum einum er lagið. Revíurnar, héraðsmótin og ekki síst samferðafólk hans er allt glætt gleði og glaum. Þarna er á ferð sannkölluð stemningsbók sem á eftir að gleðja bæði þá sem muna gamla daga og allt áhugafólk um tónlist, bíla, flugvélar og fortíðina en í henni er fjöldi áður óbirtra mynda, söng- og sviðstexta. Ómar hefur einnig samið lag í tilefni útgáfu bókarinnar um sögu Sumargleðinnar og má finna geisladisk með samnefndu efni, Sumargleðin hjá Öldu Music. Lopapeysubókin eftir Grétu Sörensen kom út nú á dögunum, en í henni má finna uppskriftir að peysum fyrir börn frá sex mánaða aldri og upp í stærðir fyrir fullorðna. Bókin inniheldur víðtækan fróðleik um prjónaskap, lopa sem hráefni, samsetningu lopalita, frágang og mismunandi útfærslur lopapeysunnar samkvæmt íslenskri hefð. Lesendum er til að mynda kennt á einfaldan hátt að prjóna peysu og hentar bókin þannig bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir og vilja ef til vill skapa sínar eigin útfærslur. Eins og kannski einhverjir vita er Gréta Sörensen einnig höfundur Prjónabiblíunnar sem notið hefur mikillar hylli og var m.a. tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna. Er sú bók afar yfirgripsmikil eins og nafnið gefur til kynna og þar má finna alla almenna grunntækni sem lýtur að prjóni. Gréta er menntaður prjónahönnuður, vefnaðar- og textílkennari og hefur lokið prófum bæði úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands af textílbraut auk þess að ljúka mastersgráðu á textílbraut Konstfack, Listaháskóla Stokkhólms, þar sem hún sérhæfði sig í prjónahönnun. Lopapeysubókin er eign inn á hvert heimili, en hún er gefin út bæði á íslensku og ensku og gæti því reynst þeim vel er áhuga hafa á íslenskum hefðum þegar kemur að gerð slíks handverks. Lopapeysubókina á hvert heimili Af einskærri sumargleði: Sögur frá litríkum skemmtanaferli Til sölu Notaðar rotþrær til sölu Umhverfis- og mannvirkjasvið óskar eftir tilboðum í 4 stk.af notuðum rotþróm. Þær eru 20.000 lítra. Leyfilegt er að bjóða í hverja rotþró fyrir sig. Nánari upplýsingar um rot- þrærnar eru gefnar í gegnum netfangið jbg@akureyri.is Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið umsarekstur@akur- eyri.is fyrir kl. 13.00, miðviku- daginn 11. janúar 2022. Geislagata 9 Sími 460 1000 www.akureyri.is akureyri@akureyri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.