Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202144
LÍF&STARF
Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík
Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is
STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA
VÍKURVAGNAR EHF.
RAFMAGNSBÚNAÐUR
BREMSUR
BEISLI
DEKK
LJÓS
LED LJÓS
Gróðurhúsið er nýr áfangastaður
í Hveragerði sem var opnaður
fyrr í mánuðinum. Þar má finna
hótel, mathöll, verslanir, kaffi-
hús, bar, ísbúð og bændamarkað.
Félagarnir Valgarð Sörensen og
Brynjólfur J. Baldursson standa að
baki fjögurra hæða nýbyggingu
sem blasir nú við þegar keyrt er
framhjá Hveragerði.
„Ég man eftir Eden, sem var
túristastopp áður en að ferða
mannaflaumurinn kom að ein
hverju viti. Um 300.000 ferðamenn
stoppuðu í Eden á hverju ári, það
er í raun ótrúlegt,“ segir Valgarð.
„Við bjuggum báðir lengi
erlendis og flytjum svo heim
kringum 2016 og sjáum þá hvernig
umferðarflæðið hefur gjörbreyst á
þessu svæði. Rútur stoppa gjarn
an á bílastæðinu fyrir framan
Verslunarmiðstöðina Sunnumörk.
Við sáum þar tækifæri til að gera
Hveragerði að meiri áfangastað,
ekki einungis fyrir erlenda ferða
menn heldur líka Íslendinga, íbúa
Suðurlands og sumarbústaða
eigendur sem eiga leið hér hjá.
Svo er bara hálftíma keyrsla fyrir
borgarbörnin að kíkja í ísbíltúr.“
Húsið er samtals 2.600 fermetra
stórt á fjórum hæðum og félagarnir
segja þetta fjárfestingu upp á tæpan
einn og hálfan milljarð króna.
Húsið er hannað af Kára
Eiríkssyni arkitekt og innanhúss
hönnun var í höndum Hálfdans
Pedersen. Á efri tveimur hæðun
um eru hótelherbergi og í kjallara
hússins mun opna 160 fm minja
gripaverslun Nordic Store.
Á jarðhæð er móttaka hótels
ins, miðjuborð með afgreiðslu
og kaffihús. Verslanir á borð við
Epal, Álafoss, Herrafataverzlun
Kormáks&Skjaldar og bænda
markaðurinn Me&Mu hafa þar
athvarf. Einnig má finna mathöll
með veitingastöðunum Hipstur,
Taco vagninum, Punk Fried
Chicken, Yuzu burgers, Wok on
og Nýlendubarnum ásamt ísbúð
inni Bongó, sem Rut Káradóttir
innanhússarkitekt stendur að ásamt
eiginmanni sínum.
Nafn ísbúðarinnar vísar einmitt
til apans Bongó, eitt af aðdráttar
afli Edens í den. „Þetta er í raun
Eden nútímans,“ segir Valgarð,
sem hefur nokkra reynslu af
rekstri veitingastaða enda kom
hann Búllunni hans Tomma á fót
í London.
Húsið er í svokölluðu BREEAM
umhverfisvottunarferli sem á að
staðfesta að verkefnið standist
kröfur um sjálfbærni og lágmörk
un umhverfisáhrifa. „Við höfðum
sjálfbærnisjónarmið í forgrunni og
vottunarkerfið kallaði á að tekið
væri á grænum atriðum alveg frá
fyrstu skóflustungu að kaffibollan
um sem við afhendum kúnnanum,“
segir Brynjólfur.
Á hótelinu eru 49 herbergi.
„Við teljum sniðugra fyrir erlenda
ferðamenn að staðsetja sig hér,
umkringda fallegri náttúru, frekar
en í Reykjavík. Flestir fara í ferðir
á Suðurland og eins inn í Reykjadal
og Bláa lónið og allir þessir staðir
eru steinsnar frá Hveragerði. Það
getur því sparað þeim tíma, pen
inga og kolefnisspor að vera hér.
Til lengri tíma sjáum við fyrir okkur
að geta boðið upp á rafmagnsbíla
hérna líka, fyrir þá sem vilja fara
stuttar ferðir á eigin vegum,“ segir
Brynjólfur. /ghp
Nýr áfangastaður í Hveragerði:
Andi Edens svífur yfir
vötnum í Gróðurhúsinu
Gróðurhúsið er 2.600 fermetrar að stærð og starfsemi þess kallar á 50–60
ný störf í Hveragerði. Mynd /ghp
Athafnamennirnir Brynjólfur og Valgarð vonast til að þessi nýja starfsemi laði að Íslendinga ekki síður en erlenda
ferðamenn. Glæsilegt málverk eftir Hvergerðinginn Jakob Veigar prýðir samkomurými Gróðurhússins. Mynd /ghp
Sælkeraverslun og
bændamarkaður
Í verslunarrými Gróðurhússins má finna sælkeraverslunina Me&Mu.
Þær Anna Júlíusdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir standa að baki þessari
nýju verslun, sem býður smærri framleiðendum og bændum vettvang
til að bjóða vörur sínar. „Við seljum vörur frá smáframleiðendum um allt
land auk þess að flytja inn hágæða sælkeravörur frá Ítalíu. Jafnframt
erum við með umboðssölu fyrir finnskar lífsstílsvörur, t.d. búsáhöld,
eldstæði og útiarna,“ segir Anna en verslun Me&Mu má einnig finna
á Garðartorgi 1 í Garðabæ.
Í sumar hyggst Anna nýta útisvæði Gróðurhússins fyrir bændamarkað
með ferskvörur og kynningar frá smáframleiðendum. „Við stílum líka
inn á sumarbústaðaeigendur því hér verður hægt að grípa kjöt beint
frá bónda og ýmsa hentuga matvöru á leið í bústaðinn.“
Mynd /ghp
Mathöllin er öll hin huggulegasta. Mynd /Aðsend