Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 97

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 97
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 97 Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna. Þessi peysa er fljótprjónuð og kósí að vera í. Prjónuð ofan frá og niður, úr tveimur þráðum af DROPS Air eða einum þræði DROPS Wish eða Snow. Drops Air og Drops Wish er á 30% afslætti til áramóta hjá Handverkskúnst. DROPS Design: Mynstur ai-274 Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) - Yfirvídd: 92 (102) 110 (118) 130 (142) cm Garn: allar þessar tegundir færðu hjá okkur á www.garn.is DROPS AIR: Drappaður nr 26 - 350 (400) 450 (500) 550 (600) g Eða notið: DROPS WISH: Grábeige nr 08 - 400 (450) 500 (500) 600 (650) g Eða notið: DROPS SNOW: Ljósdrappaður nr 47 - 550 (600) 650 (700) 800 (850) g Prjónfesta: 10 lykkjurx14 umferðir = 10x10 cm. Prjónar: Sokkarprjónar nr 9 og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 8 og 9 ÚTAUKNING: Aukið út í hvorri hlið á framstykki og bakstykki. Lykkjufjöldinn á ermum er sá sami (= 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjur í stroffi á ermum). Ekki auka út í lykkjuna, heldur um þráðinn á milli 2 lykkja. Aukið út um 3 lykkjur á eftir lykkju með prjóna- merki (þ.e.a.s. í skiptinguna á milli hægri ermi og framstykkis og í skiptinguna á milli vinstri ermi og bakstykkis) þannig: Prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju (= 1 umferð niður), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju 2 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju 3 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina). Nú hefur verið prjónuð 1 lykkja um hverja og eina í síðustu 3 umferðum (= 3 lykkjur fleiri). Aukið út um 3 lykkjur á undan lykkju með prjónamerki (þ.e.a.s. í skiptingunni á milli fram- stykkis og vinstri ermi og í skiptingunni á milli bakstykkis og hægri ermi) þannig: Prjónið fram að lykkju með prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 3 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 2 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjóna- merki frá fyrri umferð. Nú hefur verið prjónuð 1 lykkja í hverja og eina af síðustu 3 umferðum (= 3 lykkjur fleiri). ÚRTAKA (á við um ermar): Prjónið þar til 4 (3) 3 (3) 3 (3) lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í/prjónamerki á milli lykkja, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið næstu 5 (2) 2 (2) 2 (2) lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingark- anturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppsláttur- inn er felldur af eins og venjuleg lykkja). PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón. Síðan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring í sléttprjóni. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hring- prjón/sokkaprjóna í stroffprjóni. KANTUR Í HÁLSI: Fitjið upp 48 (48) 52 (52) 56 (56) lykkjur á stuttan hringprjón nr 8 með 2 þráðum Air eða 1 þræði Snow eða 1 þræði Wish. Tengið í hring og setjið prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) alls 11 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: UMFERÐ 1: *Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* yfir næstu 22 (22) 24 (24) 26 (26) lykkjur (= 11 (11) 12 (12) 13 (13) lykkjur fleiri), 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (= miðjulykkja á framstykki/bakstykki). Endurtakið 1 sinni til viðbótar í umferð = 70 (70) 76 (76) 82 (82) lykkjur. UMFERÐ 2: *Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið uppslátt- inn snúin brugðið, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* 11 (11) 12 (12) 13 (13) sinnum, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið (= miðjulykkja á framstykki/bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið 1 sinni til viðbótar í umferð (= 4 lykkjur fleiri í umferð) = 74 (74) 80 (80) 86 (86) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 9. Hengið 1 prjónamerki í miðjulykkju að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið. Setjið eitt prjónamerki í hvern uppslátt frá fyrri umferð (= 1 prjónamerki í lykkju hvoru megin við miðjulykkju). Það eru 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjur fyrir hvora ermi og 3 lykkjur á framstykki og bakstykki. Prjónið nú stroff (= 1 slétt, 2 brugðið) yfir 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjur fyrir ermi í hvorri hlið (fyrsta og síðasta lykkjan á ermi er 1 lykkja slétt) og prjónað er sléttprjón yfir 3 lykkjur á framstykki og bakstykki (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir byrjar útaukning í hvorri hlið á framstykki og bakstykki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í 4. hverri umferð alls 6 (6) 7 (8) 9 (10) sinnum = 146 (146) 164 (176) 194 (206) lykkjur. Útaukningu í stærðum (XL) XXL (XXXL) er nú lokið. Í stærðum S (M) L er nú aukið út þannig: Aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið á framstykki og bakstykki með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við lykkju með prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 1 (2) 1 sinnum = 150 (154) 168 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Allar stærðir: Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 20 (21) 23 (24) 25 (27) cm frá prjónamerki í miðjulykkju aftan í hnakka. Næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjurnar á þráð fyrir ermi og fitjið upp 5 (8) 8 (8) 8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 41 (43) 47 (51) 57 (63) lykkjur (= framstykki), setjið næstu 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 5 (8) 8 (8) 8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 41 (43) 47 (51) 57 (63) lykkjurnar. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 92 (102) 110 (118) 130 (142) lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til fram- og bakstykki mælist 24 (25) 25 (26) 26 (26) cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 8. Prjónið stroff (= 1 slétt, 1 brugðið) hringinn alls 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54 (56) 58 (60) 62 (64) cm frá öxl og niður. ERMAR: Setjið til baka 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkj- ur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna/ stuttan hringprjón nr 9 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 5 (8) 8 (8) 8 (8) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 39 (42) 45 (45) 48 (48) lykkjur. Setjið prjónamerki mitt undir ermi. Í stærð S er prjónamerki sett í miðju slétta lykkju undir ermi. Í stærð (M) L (XL) XXL (XXXL) er prjónamerki sett mitt á milli miðju 2 lykkjur brugðið. Prjónið stroff (= 1 slétt, 2 brugðið) hringinn eins og áður. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 11 (8) 6 (6) 6 (6) cm millibili alls 4 (5) 6 (6) 6 (6) sinnum = 31 (32) 33 (33) 36 (36) lykkjur. Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til ermin mælist 45 (45) 43 (43) 43 (42) cm – eða að óskaðri lengd (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina alveg eins. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Kósí peysa í vetur HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 4 9 2 6 9 8 7 1 3 6 8 7 5 1 9 6 5 7 5 3 4 9 8 5 7 6 5 2 7 1 6 3 2 9 8 8 7 3 6 1 Þyngst 1 4 6 5 7 5 2 8 4 3 9 1 1 9 7 6 8 3 2 5 9 4 5 8 6 7 4 3 8 5 2 6 9 2 3 1 8 6 5 4 3 2 1 6 9 5 8 5 6 3 1 7 5 4 4 9 7 8 2 2 5 4 7 1 9 7 4 5 3 1 8 7 2 1 9 2 7 9 4 3 6 6 9 8 4 4 6 2 1 5 Mikill dýravinur FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Sara Hlín er kát og skemmtileg stelpa. Hún er mikill dýravinur og finnst skemmtilegt að prjóna og föndra. Nafn: Sara Hlín Sigurðardóttir. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Meyja. Búseta: Ég bý í Grafarvoginum í Reykjavík. Skóli: Rimaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Textíll. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Fíll, en af heimilisdýrum þá er það köttur og hundur. Svo hef ég gaman af hestum. Uppáhaldsmatur: Sushi. Uppáhaldshljómsveit: Billie Eilish. Uppáhaldskvikmynd: Cruella. Fyrsta minning þín? Þegar ég var fjögurra ára og fékk bangsa frá mömmu og pabba. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta með Fjölni og spila á þverflautu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Kennari sem kennir textíl. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Man ekki eftir neinu. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt um jólin? Ég ætla að vera heima með fjölskyldunni og hafa það notalegt. Næst » Ég skora á Albert Hellsten Högnason að svara næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.