Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 81
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 81
Nú hefur fyrirtækið svo kynnt alsjálf-
virkan sláttu- og hirðingabúnað sem
kallaður er Exos, sjá mynd 1, en þetta
er búnaður fyrir kúabú sem stunda
svokallaða núllbeit.
Þessi búnaður er reyndar enn sem
komið er einungis notaður í tilraun-
um í Hollandi en er alsjálfvirkur, þ.e.
tækið keyrir út á tún þar sem það
slær grasið og safnar því beint með
sópvindu upp í sig og þegar búið er
að slá nóg eða fylla fóðurgeymsl-
una keyrir tækið heim í fjós og gefur
beint út á fóðurganginn! Vissulega
ekki tækni sem hægt er að nota á
Íslandi yfir háveturinn en engu að
síður einkar áhugaverð tækni sem
getur mögulega nýtt ferskfóðrunar-
tímabil kúabúa verulega betur með
tilheyrandi sparnaði enda ferskt gras
með 10-20% meira næringargildi en
hefðbundið vothey.
AutoAgri, norskur þjarkur
Þróun þjarka til að vinna utandyra
er hröð og fer fram víða, m.a. í
Noregi þar sem þjarki frá fyrirtæk-
inu AutoAgri hefur verið í prófun, sjá
mynd 2. Þessi þjarki er nokkuð ný-
stárlegur því flestir þjarkar í dag eru
mjög sérhæfðir, þ.e. hannaðir til að
leysa ákveðin verkefni. Þessi þjarkur
er aftur á móti hannaður sem fjölhæf
lausn við alls konar vinnu og verkefni
á búum. Hann er með burðargetuna
á milli hjóla og getur verið notaður
til að flytja hluti en einnig að vinna
hefðbundin störf eins og við heyskap.
AgXeed, hollenskur vinnuþjarkur
Önnur fyrirtæki hafa horft til þess
hvernig vinna megi flög með
þjörkum og með því létta álagið
á jarðveginn og gera þá vinnu á
búum sem er mjög einsleit sem mest
sjálfvirka. Líklega er það fyrirtækið
AgBot sem er komið einna lengst
á þessu sviði, en það hefur þegar
þróað þjarkann AgXeed, sjá mynd 3.
Þessi þjarki er með rúmlega 150 ha
mótor og getur tekist á við alla helstu
flagvinnu í allt að 20 klukkustundir
samfleytt. Þá er AgXeed ekki nema
6 tonn, og búinn beltum, svo álagið á
jarðveginn verður lítið. Þessi þjarkur
getur bæði plægt, herfað, sáð og
valtað og það án a.m.k. mikillar að-
stoðar bóndans!
Mannlaus mjólkurframleiðsla?
Það mætti auðveldlega taka til
fleiri dæmi og tegundir um þjarka
sem hannaðir eru fyrir nútíma bú-
skap enda mikið úrval þó hér hafi
einungis verið rétt drepið niður fæti.
Hvað sem tækninni líður sem í boði
er í dag eða er í þróun er dagljóst að
mjólkurframleiðslan verður aldrei að
fullu gerð sjálfvirk. Það ætti þó að
vera öllum ljóst að hvert ársverk í
fjósi mun á komandi árum geta sinnt
mun meiri framleiðslu en ársverkið
skilar í dag með tilkomu síaukinnar
tækni og sjálfvirkni.
Víða erlendis miða afkastamiklir
kúabændur við að ársverkið í fjósi
skili a.m.k. 1 milljón lítrum eins og
hér að framan greinir. Mér kæmi
ekki á óvart að innan fárra ára yrði
þetta viðmið komið í 1,5 milljónir
lítra, sérstaklega þegar horft er til
þeirrar tækni sem þegar er komin
og er fram undan.
Frekara lesefni:
„Fjós framtíðarinnar“
í 24. tbl. Bændablaðsins 2020.
Mynd 3. Jarðvinnuþjarkinn AgXeed frá fyrirtækinu AgBot. Þessi þjarkur getur bæði plægt, herfað, sáð og valtað
og það án a.m.k. mikillar aðstoðar bóndans.
Lífræn hreinsistöð
• Fyrirferðalítil fullkomin
sambyggð skolphreinsistöð
• Uppfyllir ýtrustu kröfur um
gæði hreinsunar
• Engin rotþró eða siturlögn
25 ára ábyrgð
• Tæming seyru á þriggja til
fimm ára fresti
• Engir hreyfanlegir hlutir
• Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar
Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík
Sími 517 2220 - petur@idnver.is
G
ra
fik
a
19
Þaulreynd hús við Íslenskar aðstæður
Z STÁLGRINDARHÚS
TÖLVUPÓSTUR
sala@bkhonnun . is
SÍMI
571-3535
VEFFANG
www .bkhonnun . is
Smáauglýsingar 56-30-300