Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 20226 Í upphafi vil ég óska öllum lesendum Bænda blaðsins gleðilegs árs og þakka fyrir samferðina liðið ár. Ég vil einnig þakka Kára Gautasyni fyrir hans starf hjá Bændasamtökunum þann stutta tíma sem hann starfaði með okkur en hann hefur tekið við starfi aðstoðarmanns landbúnaðarráðherra og óska ég honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fyrsta heila starfsár sameinaðra samtaka Nú er að hefjast nýtt starfsár sem verður fyrsta heila árið í sameinuðum samtökum bænda í Bændasamtökum Íslands. Þetta ár verður viðmiðunarár til framtíðar hvernig okkur tekst að halda ótrauð áfram fram á veginn með íslenska bændur sameinaða undir einum samtökum. Nú reynir á að bændur standi saman um hagsmuni íslenskrar framleiðslu á þeim frábæru og heilnæmu afurðum sem bændur framleiða á hverjum degi, neytendum til hagsbóta og öryggi Íslands í fæðuöryggi til framtíðar. Getum horft stolt fram á veginn Margar áskoranir eru á vettvangi frum­ framleiðslu landbúnaðarafurða. Við getum horft stolt fram á veginn og sem dæmi þá hefur veiran leikið okkar samfélag grátt en bændur hafa staðið vaktina og tekist að afhenda hnökralaust heilnæmar afurðir til íslenskra neytenda. Á komandi árum verður mikilvægt að horfa til framtíðar hvernig við sem framleiðendur getum gert enn betur á grundvelli frumframleiðslunnar með betri nýtingu afurða og dregið úr kolefnislosun greinarinnar. Ráðinn hefur verið til starfa hjá Bændasamtökunum umhverfisfræðingur sem mun aðstoða okkur bændur til að gera enn betur í þeim efnum og vil ég bjóða Val Klemensson velkominn til starfa. Við höfum þegar sett nokkur verkefni af stað sem koma til með að nýtast okkur til framtíðar í að nýta afurðir enn betur, en ábyrgð okkar er mikil í þeim efnum. Einfalda þarf regluverk í kringum eftirlit Það eru ekki síður áskoranir til framtíðar hvernig við náum að takast á við það verkefni að einfalda regluverk í kringum eftirlit og bæta starfsumhverfi greina í landbúnaði svo þær geti vaxið og dafnað. Þar horfi ég til þeirra gríðarlegu kvaða sem settar eru á uppbyggingu eldishúsa í svínarækt og alifuglarækt en starfsskilyrðum þeirra búgreina eru settar miklar skorður á meðan samsvarandi skorður eru ekki settar á t.a.m. slíkar byggingar í löndum eins og Danmörku og Hollandi þar sem byggð er mun þéttari. Mikil umræða er um aðbúnað dýra í kjölfar umfjöllunar um blóðtöku úr fylfullum merum og tel ég mikilvægt að þeir sem stunda þessa framleiðslu afurða geri það á grundvelli útgefinna starfsleyfa og það sé skilgreint á afurðir sem hver og einn framleiðir. Samstaða aldrei mikilvægari Það er mikilvægara nú sem aldrei áður að bændur gangi inn í nýtt ár og standi saman í málefnum landbúnaðar, óháð því hvað þeir framleiða. Saman stöndum vér en sundraðir föllum vér. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 420 stöðum á landinu og á lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Við upplifum skrítna tíma þessi miss­ erin í skugga kórónuveiru sem stöðugt er að koma okkur á óvart með stökk­ breytingum og leiðindum sem þær orsaka. Þetta er þó ekkert nýtt þótt jarðarbúar hafi verið orðnir ansi værukærir verandi blessunarlega lausir við svo víðtæka árás slíkra örkvikinda í nær heila öld. Sífellt hafa ný stökkafbrigði veirunnar, sem eru sífellt meira smitandi, verið að ná sér á strik. Íslendingar finna vel fyrir því núna þar sem útbreiðsla smita er orðin ógnvænlega hröð. Góðu tíðindin í þessu öllu saman er að þrátt fyrir mörg andlát að undanförnu telja vísindamenn að nýjustu afbrigði veirunnar valdi minni skaða, allavega hjá þeim sem sem hafa verið bólusettir, og minnstum skaða hjá þeim sem hafa verið bólusettir í þrígang. Þótt undirritaður vilji trúa því að áhrifa veirunnar verði að mestu hætt að gæta fyrir maílok á þessu ári, og vera þannig jafnvel bjartsýnni en tölvugúrúinn Bill Gates, þá skulum við samt fara varlega. Kórónuveiran sem nú plagar okkur með faraldri, sem gjarnan er nefndur Covid­19, hafði síðastliðinn mánudag sýkt tæplega 314 milljónir manna í 222 löndum eða landsvæðum og dregið ríflega 5,5 milljónir jarðarbúa til dauða. Þá lágu á sama tíma ríflega 95.000 manns víða um lönd í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsum. Af þessum fjölda smitaðra höfðu rétt tæplega 100 milljónir smitast í Evrópu og ríflega 63 milljónir í Bandaríkjunum. Í einstökum ríkjum eða ríkjasamsteypum höfðu þá flestir látið lífið í Bandaríkjunum eða nærri 862 þúsund manns, en næstflestir í Brasilíu, eða um 620 þúsund manns. Bara í þessum tveim ríkjum hafa nær 1,5 milljónir manna látið lífið af völdum Covid­19. Það er meira en fjórum sinnum íslenska þjóðin. Ef allt þetta fólk hefði ætlað að fara fljúgandi í ferðalag til Íslands næsta sumar, sem það gerir augljóslega ekki, þá hefði þurft í það minnsta 7.100 Boeing 737 MAX flugvélar til að flytja hópinn. Flugvélaframleiðandinn Boeing varð fyrir því skelfilega áfalli að tvær þotur af gerðinni Boeing 737 MAX fórust vegna tæknigalla með nokkurra mánaða millibili á árunum 2018 og 2019. Önnur fórst með 157 manns um borð og hin með 189 einstaklingum. Mánuðum saman voru allar slíkar vélar kyrrsettar á meðan reynt var að finna gallann sem orsakaði slysin og gera lagfæringar á vélunum. Allt var lagt í sölurnar því orðspor framleiðanda og öryggissjónarmið alls flugheimsins var í húfi. Þarna fórust 346 einstaklingar. Nú erum við aftur á móti að horfa upp á að milljónir manna hafa látið lífið vegna kórónuveirufaraldurs sem upphófst ári eftir að fyrri flugvélin af tveim fyrrnefndu fórst og daglega bætist í þann hóp. Samt finnast fjölmargir sem enn telja óskynsamlegt að bregðast við þeirri vá með bólusetningu. Fullyrða má að ekki einn einasti flug­ farþegi hefði viljað taka áhættuna af því að halda áfram flugi með MAX vélunum án þess að gera ýtrustu ráðstafanir til að koma í veg fyrir slys. Sem betur fer var farið að ráðum sérfræðinga og vísindamanna og gerðar allar þær ráðstafanir sem flugmálayfirvöld töldu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að slíkt gæti gerst aftur. Það hefði aldrei verið hægt að réttlæta það að gera ekki neitt. Nú fljúga þessar vélar um háloftin áfallalaust, m.a. á vegum íslensks flugfélags. Það er rökrétt og nauðsynlegt að vera gagnrýnin á alla mögulega hluti. Verðum við hins vegar ekki líka að forðast að taka óþarfa áhættu þegar mannslíf eru í húfi og velja frekar úrræði sem sannanlega geta dregið úr áhættunni? /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Skrítnir tímar Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum er norðan við Reykjarfjörð og Gjögur. Þar var áður miðstöð sveitarinnar sem kölluð var Víkursveit eftir Trékyllisvík. Nokkrar jarðir eru í Trékyllisvík, Árnes, sem var prestssetur til 2003, Finnbogastaðir ásamt Finnbogastaðaskóla, Bær, Litla-Ávík og Stóra-Ávík. Mynd / Hörður Kristjánsson Saman stöndum vér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.