Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202248 Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Blóðmagn í hrossum er almennt á bilinu 7%–10% af líkamsþyngd en það er breytilegt eftir hestakynjum og er einnig háð kyni, aldri, fóðrunarástandi og þjálfun, en breytist líka smávægilega hjá fylfullum hryssum eftir fyrsta þriðjung meðgöngu (eftir 3,7 mánuði). Það þýðir að blóðmagnið hjá fylfullum hryssum eykst ef eitthvað er miklu seinna, löngu eftir blóðtökutímabilið. Eftir þessu að dæma nemur áætlað blóðmagn hjá íslenskri stóðhryssu sem er af norrænu hestakyni (óþjálfuð í venjulegu fóðurástandi) 7% af líkamsþyngdinni. Enski veðhlaupahesturinn (Thorough bred) í fullri keppnis­ þjálfun getur náð blóðmagni sem samsvarar allt að 10% af eigin líkamsþyngd. Stóðhestar sem og ung folöld eru oft með blóðmagn nokkuð yfir meðaltali. Blóðmagn hrossa hækkar eða lækkar ekki í beinu samræmi við þyngdarbreytingu. Það þýðir að þegar hross fitna eykst blóðmagn þeirra ekki í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu! Mjög vandasamt er að leggja sjónrænt mat á þyngd hrossa og nauðsynlegt er að aðlaga og leiðrétta það mat með stórgripavog, ef meta á hve mikið blóð eigi að taka úr hrossi. Fullvaxin íslensk hross í góðu standi vega frá tæplega 300 kílóum og allt að rúmlega 400 kílóum. Ef reikna á út heildarblóðmagn hests til að komast að niðurstöðu um hversu mikið blóð er óhætt að taka án skaðlegra áhrifa á heilsufar, er nauðsynlegt að taka tillit til fóður­ og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Ef fylgja á viðmiðum um hæfilega blóðtöku er notkun á hrossavigt óhjákvæmileg. Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka 5 lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir. Fáanlegt er málband sem á að auðvelda mat á þyngd hrossa með mælingum á ummáli brjóstkassa en niðurstöður slíkra mælinga eru ónothæfar. Gera má ráð fyrir því að íslenskar blóðmerar sem eru af harðgerðu, norrænu hestakyni, óþjálfaðar og gengnar með í 100 daga í mesta lagi, vegi að meðaltali um 350 kíló og má áætla að blóðmagn þeirra sé ekki hærra en um 7% af líkamsþyngd, það eru þá 24,5 lítrar. Ef miðað væri við 8% hlutfall (sem er afar ósennilegt) væru það 28 lítrar. Ef við tökum sem dæmi mjög myndarlega hryssu í góðu standi (ekki feita) sem vegur 400 kíló og er með óvenju hátt blóðhlutfall, 8%, þá væri blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru 5 lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta! Samkvæmt reglum MAST virðist leyfilegt að taka 5 lítra blóðs á viku og endurtaka blóðtökuna allt að átta sinnum. Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8–15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils. Innan Evrópusambandsins og í Sviss er blóðtaka úr fylfullum hryssum og hryssum með folöld á spena bönnuð með öllu, nema í örlitlu magni til rannsókna og læknismeðferðar. Í þessum löndum er venjulega tekið blóð úr geldingum og með „Plasmapheresis“, aðferð þar sem blóðvökvi (Plasma) er unnið í þeim tilgangi að meðahöndla m.a. nýfædd folöld sem lenda í þeim aðstæðum að fá ekki broddmjólk. Hins vegar eru hreinar blóðgjafir frekar sjaldgæfar og mjög flóknar í framkvæmd og eiga þær einungis við, þegar mikill blóðmissir liggur fyrir hjá slösuðum eða veikum hesti. Í þessu samhengi skal bent á að þeim aðferðum sem beitt er á Haflingerbúinu í Meura í Thüringen í Þýskalandi eru ekkert í líkingu við blóðtökuna sem tíðkast á íslenskum blóðmerabúum. Í Meura er frumuhluta blóðsins skilað jafnóðum með blóðvökvaskiptum/ plasmaskiptum (Plasamapheresis). Ástæða þess að blóðmerabúrekstur sem þessi, til vinnslu á PMSG, hefur ekki enn verið bannaður fyrir fullt og allt, eru langvarandi málaferli milli Bundesrepublik Deutschland og fylkisins Thüringen. Mikill munur er á því líkam­ lega álagi sem hross verða fyrir við beina blóðtöku eða þegar unnið er blóðefni með blóðvökvaskiptum (Plasmapheresis). Með þessari aðferð er þess gætt að hrossið tapi ekki blóðþrýstingi, með því að gefa „Ringer lactat” í æð og auk þess eru rauðum blóðkornum, hvítum blóðkornum og blóðflögum skil­ að aftur í saltlausn inn í æðakerfi hrossins samtímis. Með því móti er áhrifum á blóðþrýsting, súrefn­ ismettun og blóðstorknun haldið í lágmarki. Blóðvökvi er sam­ settur úr 91% vatni, 7% prótíni, (albumín og glóbúlín) og 2% elect­ rolyta, hormónum og næringarefni. Blóðvökvaskipti eru mjög flókin í framkvæmd samanborið við venju­ lega blóðtöku og krefjast sérstaks tækjakostar og umtalsverðrar fag­ kunnáttu. Í Sviss gilda ákveðnar reglur um dýravernd og við meðferð tilraunadýra og segja þær til um magn og tíðni blóðtöku. Yfirleitt er mælt með 10% af heildar blóðmagni dýrs með tveggja vikna millibili eða 7,5% með einnar viku millibili. Hross þola blóðmissi allt að 15%, í undantekningartilfellum jafnvel 20–30%, án þess að þurfa á blóðgjöf að halda en þau þurfa að minnsta kosti 1 mánuð til að jafna sig. Í Sviss og Þýskalandi er ekki leyfilegt að taka blóð í umtalsverðu magni úr fylfullum hryssum eða hryssum með folöld á spena í tilraunaskyni né með viðskiptasjónarmið í huga, hvað þá með viku millibili. Þar að auki eru engar rannsókn ir fyrirliggjandi sem fjalla um sambærilegar aðferðir við blóðtöku úr fylfullum hryssum eins og framkvæmdar eru á Íslandi, þar sem leyfilegt er að taka blóð úr hryssunum með viku millibili í 6–8 skipti í röð. Blóðmerabúin á Íslandi eru ekki einkamál Íslendinga. Ein aðalástæða þess að hestamenn og dýraverndarsinnar á megin­ landi Evrópu hafa lýst andstöðu við blóðmerahald á Íslandi er sú að þó verslun með PMSG sé enn leyfileg innan Evrópubandalagsins þá er blóðmerahald bannað því það brýtur gegn dýraverndunarlögum. Þessi þversögn hefur sætt mikilli gagnrýni og Evrópuþingið hefur lýst yfir andstöðu við viðskipti með PMSG með miklum meirihluta atkvæða. Málið er nú til frekari umfjöllunar hjá Evrópuráðinu. Auk þess ber að nefna að tilbúin kemísk efni sem hafa sömu áhrif og PMSG eru nú þegar fáanleg og í stöðugri þróun. Nákvæmar klínískar blóð­ og efnarannsóknir fyrir og í kjölfar blóðtöku eru ófrávíkjanleg regla þegar um er að ræða meðferð á tilraunadýrum í Sviss og Evrópubandalaginu. Rannsóknin sem krafist er af MAST (Hematokrit og blóðrauði) án skýrra tímamarka (á tveggja ára fresti) og einungis á hluta hryssanna, verður hins vegar að teljast ófullnægjandi með öllu. Alþjóðleg viðmið gera ráð fyrir því að taka megi í mesta lagi 7,5 % af heildarblóðmagni hryssu á viku, og 10% ef tvær vikur líða milli blóðtaka. Ef taka á meira en 10% af heildarblóðmagni þarf að líða í það minnsta mánuður á milli. Gera má ráð fyrir því að þær aðferðir sem tíðkast við blóðtökur úr blóðmerum á Íslandi, sem sagt óvenju hátt hlutfall blóðmagns með aðeins viku millibili, valdi mjög miklu álagi, jafnvel þó um sterkbyggðar og heilbrigðar íslenskar hryssur er að ræða. Búast má við heilsufarslegum einkennum á borð við lágan blóðþrýsting, veikluðu ónæmiskerfi, járnskorti, próteinskorti , fósturláti , líffæraskaða og illa höldnum folöldum. Reglulegar rannsóknir (blóðrann sóknir og klínískar rannsóknir) á öllum blóðmerum með áherslu á tímabilið rétt fyrir og meðan á blóðtökum stendur og þar til öll blóðgildi eru orðin eðlileg á ný, myndu gefa skýra mynd af líkamlegu ástandi hryssnanna og veita upplýsingar um mögulegan heilsufarslegan skaða. Því miður er ekki hægt að nálgast neinar slíkar rannsóknaniðurstöður á Íslandi – eru þær ef til vill ekki til? Blóðmerar á Íslandi eru aldar í stóði og úti allt árið. Samband þeirra við manninn takmarkast við blóðtökutímabilið, auk nauðsynlegra hófsnyrtinga og ormalyfsgjafa. Þegar fylfullum hryssunum er smalað í lítil hólf einu sinni í viku á tveggja mánaða tímabili, hefst álagið. Streitan eykst svo til muna þegar blóðtakan fer fram í þar til gerðum tökubás og folöldin eru tekin frá hryssunum á meðan. Þeim er þröngvað inn í básinn og gjarðir spenntar yfir bakið á þeim, meðal annars til að koma í veg fyrir að þær reisi sig upp á afturfæturna. Því næst er höfðinu komið fyrir í óeðlilegri stöðu og það fest til að geta stungið inn sprautunálinni sem er 5 mm í þvermál. Þessar aðstæður geta vakið ofsahræðslu hjá hrossum sem eru í eðli sínu flóttadýr. Af þessu sést að hryssunum er komið í vonlausa stöðu sem veldur þeim ekki aðeins miklum ótta heldur einnig líkamlegum sársauka. Varnarviðbrögð þeirra eru vafalaust misáberandi miðað við skapgerð og tamningu en LESENDARÝNI Opið bréf um blóðmerahald – Álitsgerð um heildarblóðmagn íslenska hestsins, magn og tíðni blóðtöku og möguleg áhrif hennar á fylfullar hryssur, út frá sjónar miðum dýralæknavísinda og dýraverndar Blóðmagn tekið á Íslandi: 5 lítra blóðtaka úr hryssu sem vegur 350 eða 380 kíló með 7% eða 8% blóðmagn miðað við líkamsþyngd gefur eftirfarandi niðurstöður: Blóðmagn í lítrum Blóðmagn í lítrum Blóðtaka sem Líkamsþyngd sem hlutfall á hverja hryssu hlutfall af heildar af þyngd blóðmagni 350 kg 24,5 l / 7% 5 lítrar 20,40% 350 kg 28,0 1 / 8% 5 lítrar 18,80% 380 kg 26,6 l / 7% 5 lítrar 17,80% 380 kg 30,0 l / 8% 5 lítrar 16,50% Samkvæmt þessu er ljóst að það hlutfall heildarblóðmagns sem leyfilegt er að taka úr blóðmerum á Íslandi fer langt fram úr þeim hámarksgildum sem gengið er út frá í Sviss, Evrópubandalaginu og í Bandaríkjunum. Dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum. Barla Barandun hefur unnið fimm meistaratitla á Evrópumótum íslenska hestsins og verið ræktandi í fjöldamörg ár. Hún starfaði sem kynbóta- og hestaí- þróttadómari um árabil og auk þess var hún formaður kynbótadeildar Íslandshestafélagsins í Sviss í yfir 20 ár. Enn fremur tók hún virkan þátt í uppbyggingu WorldFengs, rafrænni ættbók íslenska hestsins. Barla Barandun Stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF (Alþjóðleg samtök íslenska hestsins) og handhafi heiðursmerkis Búnað- arfélags Íslands (nú Bændasam- tök Íslands) og hinnar íslensku Fálkaorðu. Isenbügel er prófessor emeritus við dýralæknadeild há- skólans í Zürich og var yfirdýralæknir við dýragarðinn Zoo Zürich í 40 ár. Próf. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel Höfundar eru óháðir dýralæknar og ekki talsmenn AWF/TSB samtakanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.